Ung kona áreitt í strætó Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2017 14:15 Fjórir karlmenn áreittu Jóhönnu í strætóskýli við Miklubraut og héldu áfram þegar inn í vagninn var komið. Vísir/Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir Jóhanna greindi frá áreiti mannanna á Facebook-síðu sinni í gær.Skjáskot Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir varð fyrir áreiti fjögurra karlmanna í gær þar sem hún beið í strætóskýli við Miklubraut í Reykjavík. Hún segir mennina hafa reynt að fanga athygli sína með ógnandi tilburðum og að einn þeirra hafi gripið í rassinn á henni. Mennirnir héldu áreitinu áfram þegar komið var um borð í strætisvagninn. Framkvæmdastjóri Strætó bs. hafði ekki heyrt af atvikinu en hvetur farþega til að fara varlega. Í samtali við Vísi í dag sagðist Jóhanna hafa staðið í strætóskýli við Kringluna á Miklubraut um hádegisbil í gær, þriðjudag, þegar hún varð vör við mennina. Hún segir þá líklega hafa verið á fertugsaldri, fjóra saman og þeir hafi ítrekað reynt að fanga athygli hennar með ógnandi og dónalegum tilburðum þar sem hún beið einsömul. Henni varð nóg um þegar einn þeirra bankaði fast í glerið á strætóskýlinu og kallað á hana. „Ég var ein í strætóskýlinu og var að bíða eftir að taka sexuna í átt að Miðbænum. Ég varð fljótt vör við að mennirnir voru að reyna að ná athygli minni en ég var með tónlist í eyrunum og hunsaði þá. Rétt áður en strætóinn kom bankaði svo einn þeirra í glerið á strætóskýlinu og sagði „come on, baby“ á meðan hinir hlógu. Þetta er ekki minn vanalegi strætó, og ég hef heldur aldrei lent áður í neinu svona í strætóskýli.“Enginn tók eftir áreitinuJóhanna segir aðstæðurnar hafa verið mjög óþægilegar en hún greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í gær. Hún segir að sér hafi allan tímann liðið illa, sérstaklega þegar henni varð ljóst að mennirnir ætluðu upp í sama strætó og hún beið eftir. „Ég flýti mér upp í strætóinn og mennirnir mynda röð fyrir aftan mig. Sá sem er fyrir aftan mig klappar þá á rassinn á mér og svo héldu þeir áfram að reyna að ná sambandi við mig þegar ég var sest inn en maður frýs bara alveg í svona aðstæðum.” Jóhanna segist ekki hafa sýnt mönnunum nein viðbrögð frá því að þeir hófu áreitið og þangað til þeir fóru út úr vagninum skömmu á undan henni. Þá segir hún ólíklegt að aðrir farþegar hafi tekið eftir áreitinu. „Það voru mjög fáir í vagninum og ég efast líka um að bílstjórinn hafi veitt þessu athygli. Þetta fór mest fram í strætóskýlinu þar sem ég var alein,“ segir Jóhanna.Hefur áður verið áreitt í strætisvagniÞetta er ekki í fyrsta skiptið sem Jóhanna hefur verið beitt kynferðislegu áreiti í strætisvagni. Alvarlegasta atvikið átti sér stað þegar hún var á ferðalagi með strætisvagni milli landshluta á Íslandi en þá segir hún ókunnugan mann hafa sest við hliðina á sér og byrjaði að snerta hana. „Ég var í langferð á milli landshluta með strætó og þá settist allt í einu ókunnugur maður í autt sæti við hliðina á mér og byrjaði að strjúka á mér hnéð. Þá tók hins vegar annar maður í vagninum eftir því sem var að gerast og kom mér til bjargar.“ Aðspurð hvort henni þyki tilefni til þess að vekja sérstaklega athygli á kynferðislegu áreiti í strætisvögnum og sambærilegum almenningssamgöngum segir Jóhanna að allt áreiti verðskuldi athygli. „Þetta er náttúrulega bara alls staðar, þetta kynferðislega áreiti, og maður vill að þetta sé stöðugt í umræðunni svo hægt sé að gera eitthvað í þessu.“Hafa bent farþegum á að sitja framarlegaÍ samtali við Vísi í dag sagðist Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., ekki hafa heyrt af umræddu atviki. „Nei, ég hef ekki heyrt af þessu en við hvetjum hana að sjálfsögðu til að hafa samband við lögreglu.“ Aðspurður segist hann ekki hafa orðið var við að tilvik á borð við það sem Jóhanna var til frásagnar um komi oft upp. „Nei, ég get ekki sagt það í fljótu bragði en það hafa örugglega komið upp tilvik í gegnum árin. Við höfum bent farþegum á að sitja framarlega, nálægt vagnstjóranum, þannig að fólk sé öruggt. Strætó á náttúrulega að vera öruggur ferðamáti.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Jóhanna greindi frá áreiti mannanna á Facebook-síðu sinni í gær.Skjáskot Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir varð fyrir áreiti fjögurra karlmanna í gær þar sem hún beið í strætóskýli við Miklubraut í Reykjavík. Hún segir mennina hafa reynt að fanga athygli sína með ógnandi tilburðum og að einn þeirra hafi gripið í rassinn á henni. Mennirnir héldu áreitinu áfram þegar komið var um borð í strætisvagninn. Framkvæmdastjóri Strætó bs. hafði ekki heyrt af atvikinu en hvetur farþega til að fara varlega. Í samtali við Vísi í dag sagðist Jóhanna hafa staðið í strætóskýli við Kringluna á Miklubraut um hádegisbil í gær, þriðjudag, þegar hún varð vör við mennina. Hún segir þá líklega hafa verið á fertugsaldri, fjóra saman og þeir hafi ítrekað reynt að fanga athygli hennar með ógnandi og dónalegum tilburðum þar sem hún beið einsömul. Henni varð nóg um þegar einn þeirra bankaði fast í glerið á strætóskýlinu og kallað á hana. „Ég var ein í strætóskýlinu og var að bíða eftir að taka sexuna í átt að Miðbænum. Ég varð fljótt vör við að mennirnir voru að reyna að ná athygli minni en ég var með tónlist í eyrunum og hunsaði þá. Rétt áður en strætóinn kom bankaði svo einn þeirra í glerið á strætóskýlinu og sagði „come on, baby“ á meðan hinir hlógu. Þetta er ekki minn vanalegi strætó, og ég hef heldur aldrei lent áður í neinu svona í strætóskýli.“Enginn tók eftir áreitinuJóhanna segir aðstæðurnar hafa verið mjög óþægilegar en hún greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í gær. Hún segir að sér hafi allan tímann liðið illa, sérstaklega þegar henni varð ljóst að mennirnir ætluðu upp í sama strætó og hún beið eftir. „Ég flýti mér upp í strætóinn og mennirnir mynda röð fyrir aftan mig. Sá sem er fyrir aftan mig klappar þá á rassinn á mér og svo héldu þeir áfram að reyna að ná sambandi við mig þegar ég var sest inn en maður frýs bara alveg í svona aðstæðum.” Jóhanna segist ekki hafa sýnt mönnunum nein viðbrögð frá því að þeir hófu áreitið og þangað til þeir fóru út úr vagninum skömmu á undan henni. Þá segir hún ólíklegt að aðrir farþegar hafi tekið eftir áreitinu. „Það voru mjög fáir í vagninum og ég efast líka um að bílstjórinn hafi veitt þessu athygli. Þetta fór mest fram í strætóskýlinu þar sem ég var alein,“ segir Jóhanna.Hefur áður verið áreitt í strætisvagniÞetta er ekki í fyrsta skiptið sem Jóhanna hefur verið beitt kynferðislegu áreiti í strætisvagni. Alvarlegasta atvikið átti sér stað þegar hún var á ferðalagi með strætisvagni milli landshluta á Íslandi en þá segir hún ókunnugan mann hafa sest við hliðina á sér og byrjaði að snerta hana. „Ég var í langferð á milli landshluta með strætó og þá settist allt í einu ókunnugur maður í autt sæti við hliðina á mér og byrjaði að strjúka á mér hnéð. Þá tók hins vegar annar maður í vagninum eftir því sem var að gerast og kom mér til bjargar.“ Aðspurð hvort henni þyki tilefni til þess að vekja sérstaklega athygli á kynferðislegu áreiti í strætisvögnum og sambærilegum almenningssamgöngum segir Jóhanna að allt áreiti verðskuldi athygli. „Þetta er náttúrulega bara alls staðar, þetta kynferðislega áreiti, og maður vill að þetta sé stöðugt í umræðunni svo hægt sé að gera eitthvað í þessu.“Hafa bent farþegum á að sitja framarlegaÍ samtali við Vísi í dag sagðist Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., ekki hafa heyrt af umræddu atviki. „Nei, ég hef ekki heyrt af þessu en við hvetjum hana að sjálfsögðu til að hafa samband við lögreglu.“ Aðspurður segist hann ekki hafa orðið var við að tilvik á borð við það sem Jóhanna var til frásagnar um komi oft upp. „Nei, ég get ekki sagt það í fljótu bragði en það hafa örugglega komið upp tilvik í gegnum árin. Við höfum bent farþegum á að sitja framarlega, nálægt vagnstjóranum, þannig að fólk sé öruggt. Strætó á náttúrulega að vera öruggur ferðamáti.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira