Mætir Íslandi á sunnudag en orð hans á Instagram vöktu mikla athygli í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 15:30 Mario Mandzukic skorar hér markið sitt á móti Real Madrid. Vísir/Getty Mario Mandzukic skoraði stórkostlegt mark í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eða aðeins átta dögum áður en hann stígur inn á Laugardalsvöllinn til að mæta Íslandi í undankeppni HM. Mandzukic skoraði markið með hjólhestaspyrnu eftir að hafa tekið boltann á brjóstkassann utarlega í vítateig Real Madrid. Mörkin verða varla fallegri en það sem hann skoraði í Wales. Markið hans Mandzukic dugði skammt í úrslitaleiknum á móti Real Madrid því Juventus tapaði leiknum 4-1. Eitthvað hefur Mandzukic heyrt af gagnrýni eftir tapið í Cardiff því hann þótti ástæða til að svara gagnrýnendum sínum á Instagram í dag. „Ljónið þarf ekki að hafa áhyggjur af skoðunum sauðkindanna,“ skrifaði Mario Mandzukic á Instagram-síðu sína. Það mætti helst álykta sem svo að einhver hafi verið að halda því fram að kappinn væri ekki sigurvegari. Mandzukic birti nefnilega í leiðinni mynd af sér og öllum titlinum sem hann hefur unnið á ferlinum en þeir eru orðnir þó nokkrir eins og sést hér fyrir neðan. A lion doesn't stress over the opinion of sheep. #neverstop #stepbystep #proud #lion #passion #mm17 A post shared by Mario Mandžukić MM 17 (@mariomandzukic_official) on Jun 7, 2017 at 2:13am PDT Mario Mandzukic var að klára sitt annað tímabil með Juventus og hefur unnið tvennuna á þeim báðum. Áður lék hann með Atlético Madrid og Bayern München þar sem hann vann tvennuna 2013 og 2014. Á fjórum af síðustu fimm tímabilum sínum hefur hann því unnið bæði deildina og bikarinn með liði sínu en því náði hann einnig tvisvar sem leikmaður Dinamo Zagreb í Króatíu. Mandzukic hefur skorað 29 mörk í 75 landsleikjum fyrir Króatíu þar af 1 mark í 3 landsleikjum á móti Íslandi. Mandzukic skoraði í seinni umspilsleik Íslands og Króatíu um sæti á HM 2014 en hann fékk þá einnig rauða spjaldið fyrir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni. Mandzukic tókst ekki að skora í fyrri leik þjóðanna í þessari undankeppni og var þá skipt útaf í uppbótartíma. Hann hefur hinsvegar skorað fimm mörk í hinum fjórum landsleikjunum sem Mandzukic hefur spilað frá því í október. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Mario Mandzukic skoraði stórkostlegt mark í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eða aðeins átta dögum áður en hann stígur inn á Laugardalsvöllinn til að mæta Íslandi í undankeppni HM. Mandzukic skoraði markið með hjólhestaspyrnu eftir að hafa tekið boltann á brjóstkassann utarlega í vítateig Real Madrid. Mörkin verða varla fallegri en það sem hann skoraði í Wales. Markið hans Mandzukic dugði skammt í úrslitaleiknum á móti Real Madrid því Juventus tapaði leiknum 4-1. Eitthvað hefur Mandzukic heyrt af gagnrýni eftir tapið í Cardiff því hann þótti ástæða til að svara gagnrýnendum sínum á Instagram í dag. „Ljónið þarf ekki að hafa áhyggjur af skoðunum sauðkindanna,“ skrifaði Mario Mandzukic á Instagram-síðu sína. Það mætti helst álykta sem svo að einhver hafi verið að halda því fram að kappinn væri ekki sigurvegari. Mandzukic birti nefnilega í leiðinni mynd af sér og öllum titlinum sem hann hefur unnið á ferlinum en þeir eru orðnir þó nokkrir eins og sést hér fyrir neðan. A lion doesn't stress over the opinion of sheep. #neverstop #stepbystep #proud #lion #passion #mm17 A post shared by Mario Mandžukić MM 17 (@mariomandzukic_official) on Jun 7, 2017 at 2:13am PDT Mario Mandzukic var að klára sitt annað tímabil með Juventus og hefur unnið tvennuna á þeim báðum. Áður lék hann með Atlético Madrid og Bayern München þar sem hann vann tvennuna 2013 og 2014. Á fjórum af síðustu fimm tímabilum sínum hefur hann því unnið bæði deildina og bikarinn með liði sínu en því náði hann einnig tvisvar sem leikmaður Dinamo Zagreb í Króatíu. Mandzukic hefur skorað 29 mörk í 75 landsleikjum fyrir Króatíu þar af 1 mark í 3 landsleikjum á móti Íslandi. Mandzukic skoraði í seinni umspilsleik Íslands og Króatíu um sæti á HM 2014 en hann fékk þá einnig rauða spjaldið fyrir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni. Mandzukic tókst ekki að skora í fyrri leik þjóðanna í þessari undankeppni og var þá skipt útaf í uppbótartíma. Hann hefur hinsvegar skorað fimm mörk í hinum fjórum landsleikjunum sem Mandzukic hefur spilað frá því í október.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira