Erlent

Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við konung Sádí Arabíu í síma í gærkvöldi og hvatti hann til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn.

Trump hafði fyrr um daginn sagt að einangrun Katar væri upphafið að endinum í stríðinu við hryðjuverk.

Nokkur ríki við Persaflóann ákváðu á mánudag að slíta öll tengsl við olíuríkið Katar.

Ráðamenn þar hafa þó þráfaldlega neitað því að styðja við bakið á íslamistum en vinsamleg tengsl þeirra við Íran og Hamas-samtökin í Palestínu hafa lengi verið þyrnir í augum nágranna þeirra og Bandaríkjamanna.


Tengdar fréttir

Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað

Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna.

Telja rússneska hakkara hafa stuðlað að aðgerðum gegn Katar

Vísbendingar eru um að rússneskir hakkarar hafi plantað gervifrétt á vef ríkisfréttastofu Katar sem átti þátt í að önnur arabaríki einangruðu landið með viðskiptaþvingunum. Bandarísk yfirvöld hafa aðstoðað við rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×