Erlent

Réttað yfir Rousseff

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Dilma Rousseff.
Dilma Rousseff. vísir/afp
Réttað verður yfir Dilmu Rousseff, fyrrverandi forseta Braslíu, í æðsta kosningadómstóli landsins í dag vegna ásakana á hendur henni um embættisglöp. Arftaki hennar, Michel Temer, mun þurfa að víkja sæti verði hún fundin sek en hann var varaforseti þegar meint brot áttu sér stað.

Rousseff var svipt forsetaembættinu í ágúst síðastliðnum en hún er grunuð um að hafa hagrætt ríkisreikningum til að tryggja sér endurkjör í aðdraganda forsetakosninganna árið 2014, en öldungadeild þingsins samþykkti embættissviptinguna með miklum meirihluta.

Sjö dómarar dæma í málinu. Réttarhöldin hófust í gær og verður þeim væntanlega framhaldið til morguns. Ef niðurstaðan verður sú að kosningarnar hafi verið spillar verður Temer settur af, en honum mun gefast kostur á að áfrýja málinu til kosningadómstóls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×