Sara Björk fékk ekki að fagna titlunum útaf karlaliðinu: Ótrúlega svekkjandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 07:45 Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir er nú stödd með íslenska kvennalandsliðinu út í Dublin á Írlandi þar sem liðið mun spila vináttulandsleik við Írland á morgun. Íslensku stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir Evrópukeppnina í Hollandi í sumar. Sara Björk vann tvennuna á fyrsta tímabili sínu með Wolfsburg þar sem hún vann sér strax inn byrjunarliðssæti hjá einu af sterkustu félagsliðum Evrópu. Sara hafði áður unnið marga titla með sænska liðinu Rosengard. „Það gekk allt upp. Við náðum tveimur titlum í Wolfsburg. Auðvitað vildum við ná þrennunni en það verður bara að bíða til næsta árs. En ég er full sjálfstrausts og í góðu standi og rosalega spennt fyrir sumrinu,“ sagði Sara Björk í viðtali við Mist Rúnarsdóttur á Fótbolta.net. Mist spurði Söru út í þá staðreynd að kvennalið Wolfsburg hafi ekki fengið að fagna titlunum tveimur með formlegum hætti þar sem að stjórn félagsins vildi ekki að fögnuður kvennanna skyggði á undirbúning karlaliðsins fyrir mikilvægan leik þar sem karlarnir voru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. „Þeir voru í basli við að reyna að halda sér í deildinni og það var hætt við formlega athöfn sem bærinn átti að halda til heiðurs okkur vegna gengi karlaliðsins. Það var rosalega mikil synd að geta ekki fagnað því að stelpurnar í klúbbnum hafa unnið tvo titla fyrir liðið. En við stelpurnar héldum bara okkar eigin fögnuð,“ sagði Sara Björk og bætti við: „Fyrir mér er þetta ótrúlega svekkjandi. Ég er að spila í toppklúbbi og það er mikil synd hversu lítil virðing er borin fyrir sigursælu kvennaliðinu og hætt sé við fögnuðinn,“ sagði Sara Björk. Það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Wolfsburg.Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er nú stödd með íslenska kvennalandsliðinu út í Dublin á Írlandi þar sem liðið mun spila vináttulandsleik við Írland á morgun. Íslensku stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir Evrópukeppnina í Hollandi í sumar. Sara Björk vann tvennuna á fyrsta tímabili sínu með Wolfsburg þar sem hún vann sér strax inn byrjunarliðssæti hjá einu af sterkustu félagsliðum Evrópu. Sara hafði áður unnið marga titla með sænska liðinu Rosengard. „Það gekk allt upp. Við náðum tveimur titlum í Wolfsburg. Auðvitað vildum við ná þrennunni en það verður bara að bíða til næsta árs. En ég er full sjálfstrausts og í góðu standi og rosalega spennt fyrir sumrinu,“ sagði Sara Björk í viðtali við Mist Rúnarsdóttur á Fótbolta.net. Mist spurði Söru út í þá staðreynd að kvennalið Wolfsburg hafi ekki fengið að fagna titlunum tveimur með formlegum hætti þar sem að stjórn félagsins vildi ekki að fögnuður kvennanna skyggði á undirbúning karlaliðsins fyrir mikilvægan leik þar sem karlarnir voru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. „Þeir voru í basli við að reyna að halda sér í deildinni og það var hætt við formlega athöfn sem bærinn átti að halda til heiðurs okkur vegna gengi karlaliðsins. Það var rosalega mikil synd að geta ekki fagnað því að stelpurnar í klúbbnum hafa unnið tvo titla fyrir liðið. En við stelpurnar héldum bara okkar eigin fögnuð,“ sagði Sara Björk og bætti við: „Fyrir mér er þetta ótrúlega svekkjandi. Ég er að spila í toppklúbbi og það er mikil synd hversu lítil virðing er borin fyrir sigursælu kvennaliðinu og hætt sé við fögnuðinn,“ sagði Sara Björk. Það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Wolfsburg.Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira