Telja rússneska hakkara hafa stuðlað að aðgerðum gegn Katar Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 22:50 Fyrirtæki frá Katar eins og flugfélagið Qatar Airways eru í vanda vegna viðskiptaþvingana annarra arabaríkja. Vísir/EPA Bandarísk yfirvöld grunar að rússneskir hakkarar hafi brotist inn á vefsíðu ríkisfréttastofu Katar og komið gervifréttum fyrir þar sem leiddu meðal annars til þess að hópur arabaríkja kom á viðskiptaþvingunum gegn landinu. CNN greinir frá þessu nú í kvöld. Þó að grunnt hafi verið á hinu góða á milli Katar og annarra ríkja eins og Sádí-Arabíu og öðrum arabalöndum þá er kornið sem fyllti mælinn nú sagt vera ummæli sem höfð voru eftir al-Thani emír sem voru talin vilhöll Íran og Ísrael á vef katörsku ríkisfréttastofunnar. Fréttin birtist 23. maí. Ríkisstjórn Katar hefur haldið því fram að fréttinni hafi verið komið fyrir í tölvuinnbroti. CNN segir nú að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi aðstoðað yfirvöld í Doha við rannsóknina og komist að þeirri niðurstöður að rússneskir hakkarar hafi brotist inn á vefsíðuna.Reyna að komast upp á milli Bandaríkjanna og bandalagsþjóða Ekki sé vitað hvort hakkarar á vegum skipulagðra glæpasamtaka eða rússneskra stjórnvalda hafi verið þar á ferðinni. Embættismenn sem CNN ræddi við segja að markmið Rússa virðist vera að reyna að koma upp á milli bandarískra stjórnvalda og bandamanna þeirra. Bandaríkin rekur um tíu þúsund manna herstöð í Katar og hefur landið verið mikilvægur bandamaður í heimshlutanum. Það virðist hafa lánast því Donald Trump tísti í morgun ánægju sína með að arabaríkin hefðu einangrað Katar. Reyndi hann meðal annars að taka heiðurinn af því að hafa komið því til leiðar með heimsókn sinni til Sádí-Arabíu í síðasta mánuði. Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Donald Trump lofar aðgerðir Arabaríkja gegn Katar sem hefur engu að síður verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Forsetinn segir aðgerðirnar afleiðingu heimsóknar sinnar til Sádí-Arabíu á dögunum. 6. júní 2017 19:21 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Bandarísk yfirvöld grunar að rússneskir hakkarar hafi brotist inn á vefsíðu ríkisfréttastofu Katar og komið gervifréttum fyrir þar sem leiddu meðal annars til þess að hópur arabaríkja kom á viðskiptaþvingunum gegn landinu. CNN greinir frá þessu nú í kvöld. Þó að grunnt hafi verið á hinu góða á milli Katar og annarra ríkja eins og Sádí-Arabíu og öðrum arabalöndum þá er kornið sem fyllti mælinn nú sagt vera ummæli sem höfð voru eftir al-Thani emír sem voru talin vilhöll Íran og Ísrael á vef katörsku ríkisfréttastofunnar. Fréttin birtist 23. maí. Ríkisstjórn Katar hefur haldið því fram að fréttinni hafi verið komið fyrir í tölvuinnbroti. CNN segir nú að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi aðstoðað yfirvöld í Doha við rannsóknina og komist að þeirri niðurstöður að rússneskir hakkarar hafi brotist inn á vefsíðuna.Reyna að komast upp á milli Bandaríkjanna og bandalagsþjóða Ekki sé vitað hvort hakkarar á vegum skipulagðra glæpasamtaka eða rússneskra stjórnvalda hafi verið þar á ferðinni. Embættismenn sem CNN ræddi við segja að markmið Rússa virðist vera að reyna að koma upp á milli bandarískra stjórnvalda og bandamanna þeirra. Bandaríkin rekur um tíu þúsund manna herstöð í Katar og hefur landið verið mikilvægur bandamaður í heimshlutanum. Það virðist hafa lánast því Donald Trump tísti í morgun ánægju sína með að arabaríkin hefðu einangrað Katar. Reyndi hann meðal annars að taka heiðurinn af því að hafa komið því til leiðar með heimsókn sinni til Sádí-Arabíu í síðasta mánuði.
Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Donald Trump lofar aðgerðir Arabaríkja gegn Katar sem hefur engu að síður verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Forsetinn segir aðgerðirnar afleiðingu heimsóknar sinnar til Sádí-Arabíu á dögunum. 6. júní 2017 19:21 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31
Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00
Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Donald Trump lofar aðgerðir Arabaríkja gegn Katar sem hefur engu að síður verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Forsetinn segir aðgerðirnar afleiðingu heimsóknar sinnar til Sádí-Arabíu á dögunum. 6. júní 2017 19:21
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent