Líklega elstu merki um landnám á Íslandi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. júní 2017 07:00 Fornar rústir fundust fyrir tilviljun við gamla bæjarstæðið á Stöð árið 2003. Fornleifafræðingar rannsaka nú rústirnar. vísir/friðrik þór Fornleifarannsóknir á bænum Stöð í Stöðvarfirði hafa leitt í ljós að tveir skálar voru reistir þar á níundu og tíundu öld. Eldri skálinn er sennilega frá fyrri helmingi níundu aldar, frá því áratugum áður en Ingólfur Arnarson er sagður hafa numið Ísland, en líklegt þykir að hinn skálinn hafi verið byggður einhvern tímann á níundu eða tíundu öld. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, sem stýrir rannsóknunum, segir í samtali við Fréttablaðið að tilgáta rannsakenda sé sú að húsarústirnar á svæðinu hafi verið útstöð frá Skandinavíu eða öðrum norrænum byggðum á fyrri hluta níundu aldar. Þar hafi fólk dvalið áður en hefðbundið landnám hófst.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Það er ekkert sem hefur breyst í þeim efnum enn þá. Við gerum allt til þess að reyna að afsanna tilgátu okkar en það hefur ekki tekist enn sem komið er,“ segir hann. Þess má geta að mannvistarleifar frá svipuðum tíma hafa áður fundist í Kvosinni í Reykjavík, í Höfnum á Reykjanesi og Húshólma við Krýsuvík. Fornleifarnar voru rannsakaðar í ágúst og september í fyrra og var markmiðið fyrst og fremst að staðfesta að skálar hefðu verið reistir á staðnum. Bjarni segir hins vegar að langtímamarkmiðið sé að komast að því hvort um hafi verið að ræða hefðbundið landnámsbýli eða útstöð skömmu fyrir landnámið. Í sumar verður svæðið, og þá sérstaklega skálarnir tveir, kannað nánar. „Við hófumst aftur handa 1. júní. Við lentum strax í úrhelli og fimbulkulda, en nú er þetta farið að skána og allt komið á fullt,“ segir hann en hópur fornleifafræðinga undir stjórn Bjarna verður að störfum út mánuðinn. Fornleifarannsóknir Bjarna hlutu fyrr á árinu viðurkenningu sem ein tuttugu áhugaverðustu fornleifarannsókna á heimsvísu í fyrra. Í umsögn sérfræðinga Archaeofeed, sem stóð að útnefningunni, kom fram að rannsóknir Bjarna hefðu líklega leitt í ljós elstu merki um landnám á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fornleifarannsóknir á bænum Stöð í Stöðvarfirði hafa leitt í ljós að tveir skálar voru reistir þar á níundu og tíundu öld. Eldri skálinn er sennilega frá fyrri helmingi níundu aldar, frá því áratugum áður en Ingólfur Arnarson er sagður hafa numið Ísland, en líklegt þykir að hinn skálinn hafi verið byggður einhvern tímann á níundu eða tíundu öld. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, sem stýrir rannsóknunum, segir í samtali við Fréttablaðið að tilgáta rannsakenda sé sú að húsarústirnar á svæðinu hafi verið útstöð frá Skandinavíu eða öðrum norrænum byggðum á fyrri hluta níundu aldar. Þar hafi fólk dvalið áður en hefðbundið landnám hófst.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Það er ekkert sem hefur breyst í þeim efnum enn þá. Við gerum allt til þess að reyna að afsanna tilgátu okkar en það hefur ekki tekist enn sem komið er,“ segir hann. Þess má geta að mannvistarleifar frá svipuðum tíma hafa áður fundist í Kvosinni í Reykjavík, í Höfnum á Reykjanesi og Húshólma við Krýsuvík. Fornleifarnar voru rannsakaðar í ágúst og september í fyrra og var markmiðið fyrst og fremst að staðfesta að skálar hefðu verið reistir á staðnum. Bjarni segir hins vegar að langtímamarkmiðið sé að komast að því hvort um hafi verið að ræða hefðbundið landnámsbýli eða útstöð skömmu fyrir landnámið. Í sumar verður svæðið, og þá sérstaklega skálarnir tveir, kannað nánar. „Við hófumst aftur handa 1. júní. Við lentum strax í úrhelli og fimbulkulda, en nú er þetta farið að skána og allt komið á fullt,“ segir hann en hópur fornleifafræðinga undir stjórn Bjarna verður að störfum út mánuðinn. Fornleifarannsóknir Bjarna hlutu fyrr á árinu viðurkenningu sem ein tuttugu áhugaverðustu fornleifarannsókna á heimsvísu í fyrra. Í umsögn sérfræðinga Archaeofeed, sem stóð að útnefningunni, kom fram að rannsóknir Bjarna hefðu líklega leitt í ljós elstu merki um landnám á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira