May segir mannréttindi ekki munu stoppa baráttuna gegn hryðjuverkum Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 19:49 Theresa May boðar afnám mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er tilbúin að afnema mannréttindalög til að auðvelda stjórnvöldum að beita sér gegn meintum hryðjuverkamönnum. Markmiðið er að auðvelda brottvísanir fólks sem er grunað um hryðjuverkastarfsemi og herða eftirlit með því þegar ógn er talin stafa af því en ekki eru næg gögn til að ákæra það. Lengri fangelsisdómar fyrir þá sem eru sakfelldir fyrir brot tengd hryðjuverkum eru einnig á meðal þess sem May boðar nú þegar aðeins rúmur einn og hálfur sólahringur er þar til Bretar kjósa í þingkosningum. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur gagnrýnt May fyrir að hafa fækkað lögreglumönnum um 20.000 þegar hún var innanríkisráðherra í kjölfar hryðjuverkanna í Manchester og London. „Ég meina líka að við gerum meira til að skerða frelsi og ferðir þeirra sem eru grunaðir um hryðjuverkastarfsemi þegar við höfum nægjanlegar sannanir til að vita að þeir séu ógn en ekki nægar til að ákæra þá fyrir dómi. Ef mannréttindalög stöðva okkur í því, þá munum við breyta þeim lögum til að við getum það,“ segir May samkvæmt frétt The Guardian.Hefur átt í vök að verjastOrð May hafa vakið harða gagnrýni Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata. Flokkur Corbyn sakar íhaldsmenn um meiriháttar stefnubreytingu á lokametrum kosningabaráttunnar og Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, segir May hrinda af stað „kjarnorkukapphlaupi“ í hryðjuverkalögum. „Það sem eina sem hún vill gera er að draga úr frelsi, ekki hryðjuverkum,“ segir Farron samkvæmt BBC. Íhaldsflokkurinn hefur áður lofað því að yfirgefa ekki Mannréttindasáttmála Evrópu á næsta þingi. Þingmenn hans gætu hins vegar reynt að breyta breskum mannréttindalögum eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um öryggismál eftir hryðjuverkin í Manchester og á Londonbrúnni. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Íhaldsflokkur May nái ekki hreinum meirihluta á þingi þrátt fyrir að hann hafi framan af mælst með afgerandi forystu á Verkamannaflokkinn. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er tilbúin að afnema mannréttindalög til að auðvelda stjórnvöldum að beita sér gegn meintum hryðjuverkamönnum. Markmiðið er að auðvelda brottvísanir fólks sem er grunað um hryðjuverkastarfsemi og herða eftirlit með því þegar ógn er talin stafa af því en ekki eru næg gögn til að ákæra það. Lengri fangelsisdómar fyrir þá sem eru sakfelldir fyrir brot tengd hryðjuverkum eru einnig á meðal þess sem May boðar nú þegar aðeins rúmur einn og hálfur sólahringur er þar til Bretar kjósa í þingkosningum. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur gagnrýnt May fyrir að hafa fækkað lögreglumönnum um 20.000 þegar hún var innanríkisráðherra í kjölfar hryðjuverkanna í Manchester og London. „Ég meina líka að við gerum meira til að skerða frelsi og ferðir þeirra sem eru grunaðir um hryðjuverkastarfsemi þegar við höfum nægjanlegar sannanir til að vita að þeir séu ógn en ekki nægar til að ákæra þá fyrir dómi. Ef mannréttindalög stöðva okkur í því, þá munum við breyta þeim lögum til að við getum það,“ segir May samkvæmt frétt The Guardian.Hefur átt í vök að verjastOrð May hafa vakið harða gagnrýni Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata. Flokkur Corbyn sakar íhaldsmenn um meiriháttar stefnubreytingu á lokametrum kosningabaráttunnar og Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, segir May hrinda af stað „kjarnorkukapphlaupi“ í hryðjuverkalögum. „Það sem eina sem hún vill gera er að draga úr frelsi, ekki hryðjuverkum,“ segir Farron samkvæmt BBC. Íhaldsflokkurinn hefur áður lofað því að yfirgefa ekki Mannréttindasáttmála Evrópu á næsta þingi. Þingmenn hans gætu hins vegar reynt að breyta breskum mannréttindalögum eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um öryggismál eftir hryðjuverkin í Manchester og á Londonbrúnni. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Íhaldsflokkur May nái ekki hreinum meirihluta á þingi þrátt fyrir að hann hafi framan af mælst með afgerandi forystu á Verkamannaflokkinn.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira