Utanríkisráðherra bjartsýnn á samninga við Breta Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2017 21:00 Utanríkisráðherra telur að Íslendingar við nám og störf í Bretlandi þurfi ekki að óttast um sinn hag við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og er bjartsýnn á samninga um stöðu þeirra. Þá vonast hann til að hægt verði að ná hagstæðari fríverslunarsamningi við Breta um íslenskar sjávarafurðir en nú gildir. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið tryggir Íslendingum aðgang að fjórfrelsinu svo kallaða. Þannig að íslendingar geta óheft farið til ríkja Evrópusambandsins og stundað þar nám eða atvinnu. Þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu breytist þetta gagnvart Bretlandi. Í dag eru rúmlega tvö þúsund Íslendingar við nám og störf á Bretlandseyjum og um eða yfir 900 Bretar eru á Íslandi í sama tilgangi. Samningar um réttindi íbúa Evrópusambandsins í Bretlandi og Breta í ríkjum sambandsins eru eitt af stóru málunum sem semja þarf um við útgöngu Breta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að á meðan Bretar séu í Evrópusambandinu geti Íslendingar ekki byrjað formlegar samningaviðræður við þá, hvorki einir né í samfloti með EFTA ríkjunum eða Evrópusambandinu. „Við höfum hins vegar haft samband við þá og átt óformlega fundi með breskum ráðamönnum og einnig ráðmenn frá Evrópusambandinu og öðrum ríkjum sem að málinu koma. Það hefur ekkert, hvorki þetta mál né annað komið upp sem veldur okkur áhyggjum,“ segir Guðlaugur Þór. Hins vegar þurfi að semja um þessi mál. Þá liggi ekki fyrir hvort Íslendingar taki upp tvíhliða viðræður við Breta eða semji við þá í samfloti með hinum EFTA ríkjunum og jafnvel Evrópusambandinu. „Hvað heldur þú að sé besta leiðin? Aðalatriðið er að niðurstaðan verði góð, að við höfum samskiptin eins og þau hafa verið fram til þessa og helst betri. Vonandi munum við ná meiri markaðsaðgangi en við höfum núna. Þessi fyrstu skref gera það að verkum að maður er vongóður um að ná góðri niðurstöðu,“ segir utanríkisráðherra. Nú séu allir að tala við alla og undirbúa sig fyrir framhaldið. Þá þurfi Bretar á Íslandi ekki að óttast um stöðu sína. „Auðvitað viljum við að við njótum sömu réttinda í Bretlandi áfram eins og við höfum gert fram til þessa. Það sama á við um þá Breta sem hér eru. Þetta hefur verið gott fyrirkomulag sem allir hafa hagnast á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Brexit Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Utanríkisráðherra telur að Íslendingar við nám og störf í Bretlandi þurfi ekki að óttast um sinn hag við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og er bjartsýnn á samninga um stöðu þeirra. Þá vonast hann til að hægt verði að ná hagstæðari fríverslunarsamningi við Breta um íslenskar sjávarafurðir en nú gildir. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið tryggir Íslendingum aðgang að fjórfrelsinu svo kallaða. Þannig að íslendingar geta óheft farið til ríkja Evrópusambandsins og stundað þar nám eða atvinnu. Þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu breytist þetta gagnvart Bretlandi. Í dag eru rúmlega tvö þúsund Íslendingar við nám og störf á Bretlandseyjum og um eða yfir 900 Bretar eru á Íslandi í sama tilgangi. Samningar um réttindi íbúa Evrópusambandsins í Bretlandi og Breta í ríkjum sambandsins eru eitt af stóru málunum sem semja þarf um við útgöngu Breta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að á meðan Bretar séu í Evrópusambandinu geti Íslendingar ekki byrjað formlegar samningaviðræður við þá, hvorki einir né í samfloti með EFTA ríkjunum eða Evrópusambandinu. „Við höfum hins vegar haft samband við þá og átt óformlega fundi með breskum ráðamönnum og einnig ráðmenn frá Evrópusambandinu og öðrum ríkjum sem að málinu koma. Það hefur ekkert, hvorki þetta mál né annað komið upp sem veldur okkur áhyggjum,“ segir Guðlaugur Þór. Hins vegar þurfi að semja um þessi mál. Þá liggi ekki fyrir hvort Íslendingar taki upp tvíhliða viðræður við Breta eða semji við þá í samfloti með hinum EFTA ríkjunum og jafnvel Evrópusambandinu. „Hvað heldur þú að sé besta leiðin? Aðalatriðið er að niðurstaðan verði góð, að við höfum samskiptin eins og þau hafa verið fram til þessa og helst betri. Vonandi munum við ná meiri markaðsaðgangi en við höfum núna. Þessi fyrstu skref gera það að verkum að maður er vongóður um að ná góðri niðurstöðu,“ segir utanríkisráðherra. Nú séu allir að tala við alla og undirbúa sig fyrir framhaldið. Þá þurfi Bretar á Íslandi ekki að óttast um stöðu sína. „Auðvitað viljum við að við njótum sömu réttinda í Bretlandi áfram eins og við höfum gert fram til þessa. Það sama á við um þá Breta sem hér eru. Þetta hefur verið gott fyrirkomulag sem allir hafa hagnast á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Brexit Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira