

Heppin þjóð
En þótt þingheimur hafi yfirleitt hljómað eins og hann hefði teygað vökva af þeirri gerð sem yljaði mönnum á sveitaböllum, sjálfsupphafinn, málglaður, úr tengslum við raunveruleikann, og í engu skapi til þess að efna loforð sem hann gaf þjóðinni fyrir kosningar, þá voru á því undantekningar. Heilbrigðismálaráðherra var ein þeirra en hann hljómaði að vanda eins og hann væri stóned, skakkur, freðinn eða hvað svo sem menn vilja kalla það ástand sem fólk fer í við neyslu kannabis. Hann var þýðmæltur og talaði fallega um að hann vildi endilega endurreisa heilbrigðiskerfið en það væru bara engir peningar til.
Kannski talar hann svona vegna þess að hann vann lengi við að afgreiða í bókabúð og sá bara hvernig fólk eyðir fé en ekki hvernig það aflar fjár, einn af þeim mönnum sem sjá bara það sem er öðrum megin við sama sem merkið þegar hann horfir á jöfnur. Það hefur nefnilega aldrei verið meiri auður í íslensku samfélagi og það væri í samræmi við vilja fólksins í landinu að skattleggja þennan auð til þess að standa straum af kostnaði við gott heilbrigðiskerfi.
En það er ljóst að þegar maður er allt í einu orðinn ráðherra og svífur um í sinnepslitum jakkafötum, á svipinn eins og heimurinn sé búinn til úr bómull, þá hefur maður enga þörf fyrir að standa við loforð sem maður gaf fyrir kosningar og maður hefur fullan rétt á því að segja samfélaginu að þær kröfur sem maður gerði að sínum fyrir kosningar séu óraunhæfar eftir þær. Honum gleymist líka að þegar maður talar, hversu þýðlega sem það er gert, er maður bara að tjá það sem maður veit, en ef maður hlustar gæti maður lært. Ætli tregða hans til þess að hlusta sé vegna þess að hann sé hræddur við að læra eitthvað ljótt? Það er greinilega ein af aðferðunum til þess að takast á við sögur af þjáningu og eymd, sem á rætur sínar í löskuðu heilbrigðiskerfi, að hlusta ekki en horfa dulúðugum augum út í heiminn, skakkur á svip og segja eitthvað fallegt og undurmjúkt.
Það er ljóst á fimm ára áætlun ríkisfjármála sem Alþingi samþykkti á dögunum að ríkisstjórnin ætlar að svíkja flest ef ekki allt sem þjóðin á skilið, bað um og var lofað fyrir kosningar. Hún virðist staðráðin í að vinna keppnina um það hvað sé versta ríkisstjórn í sögu lýðveldisins. Og ég prísa okkur samt sæl þótt undarlegt megi virðast. Þegar bölvunin verður blessun, sem gerist af og til, minnir það mig gjarnan á sögu sem ég hef oft sagt af því þegar faðir minn sté út úr bíl við bæ í Suðursveit og hundur rauk á hann og beit hann í hægri fótlegginn. Faðir minn var einfættur og með gervifótlegg úr áli hægra megin þannig að hundgreyið fékk taugaáfall og þaut ýlfrandi frá bænum, niður brekkuna, fyrir fjóshorn og sást ekki aftur í nokkra daga. En faðir minn leit á mig og sagði brosandi út undir eyru: Þarna sérðu, strákur, það er ekki alltaf vont að hafa glatað fæti.
Stjórnarandstaðan á Þingi er sá hundur sem hefur sannfært mig um að núverandi ríkisstjórn sé ekki það versta sem hefði getað komið fyrir okkur. Stjórnarandstaðan er gagnslaus, hugmyndasnauð og málstola. Hvar eru tillögur stjórnarandstöðunnar um endurreisn heilbrigðiskerfisins, til minnkunar á muninum á þeim sem eiga og eiga ekki, að heilbrigðu bankakerfi og til þess að takast á við árekstra hagsmuna samfélagsins og hagsmuna þeirra sem samfélagið hefur kosið til þess að stjórna sér? Hvar er stjórnarandstaðan? Skyldi hún halda að hún sé að ferja okkur inn í betri heim og að leiðin liggi í gegnum Vaðlaheiðargöngin? Það er eins gott fyrir hana að gera sér grein fyrir því að í þá ferð fer hún ein. Það fylgir henni enginn.
Að lokum ráð til lesandans: þegar þú fyllist örvæntingu út af vesöld ríkisstjórnarinnar mundu að þetta hefði getað verið verra.
Við hefðum getað endað með núverandi stjórnarandstöðu í ríkisstjórn og það er staðreynd að þótt ríkisstjórnin sé býsna slöpp er stjórnarandstaðan líklega verri. Þar af leiðandi eigum við kannski að prísa okkur sæl fyrir þann gervifót sem ríkisstjórnin er þótt það þýði að við verðum ein og óstudd að sjá um að veita henni aðhald, stjórnarandstaðan á Þingi leggur þar næstum ekkert af mörkum.
Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Skoðun

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar

Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar