Erlent

Trump ætlar ekki að stöðva vitnisburð Comey

Kjartan Kjartansson skrifar
Donald Trump og James Comey á meðan allt lék í lyndi.
Donald Trump og James Comey á meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar ekki að beita valdi sínu til að koma í veg fyrir að James Comey, sem hann rak sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI, beri vitni fyrir þingnefnd á fimmtudag. Búist er við að Comey verði spurður að því hvort Trump hafi reynt að hafa áhrif á rannsókn FBI á tengslum framboðs hans við Rússa.

Talskona Trump staðfestir að forsetinn muni ekki koma í veg fyrir vitnisburðinn til að auðvelda störf leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings við rannsókn á meintu samráði starfsmanna forsetaframboðs Trump og rússneskra stjórnvalda.

Fulltrúar Hvíta hússins höfðu áður látið í veðri vaka að Trump gæti beitt valdheimild til að meina Comey að bera vitni samkvæmt frétt Washington Post.

Fyrsta sinn sem Comey talar eftir brottreksturinn

Framburðar Comey er beðið með mikilli eftirvæntingu vestanhafs. Þetta verður í fyrsta skipti sem hann tjáir sig opinberlega eftir að Trump rak hann úr starfi, að eigin sögn vegna rannsóknar FBI á tengslunum við Rússland.

Í minniblöðum sem Comey hélt um samtöl sín við Trump kom meðal annars fram að forsetinn hefði beðið hann um að láta rannsóknina niður falla. Deilt hefur verið um hvort að með því hafi Trump gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar.


Tengdar fréttir

Neitar að hafa rætt um Comey við Trump

Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey.

Rekinn með tilþrifum

Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki stjórnmálamaður. Hann kemur úr viðskiptalífinu eins og flestir vita. Tvennum sögum fer af því hvernig honum hefur tekist að ávaxta þau auðæfi sem hann erfði eftir föður sinn.

Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur

James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum.

Flynn neitar að afhenda gögn

Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina.

Comey mun bera vitni hjá öldungadeildinni um samskipti sín við Trump

James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku og staðfesta þar ásakanir þess efnis að Donald Tump, Bandaríkjaforseti, hafi þrýst á hann um að hætta rannsókn á meintum tengslum ráðgjafa forsetans við Rússa.

Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar

Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar.

Trump bað Comey um að binda enda á rannsókn FBI á Flynn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í febrúar fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, að hann myndi binda enda á rannsókn FBI á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump.

Hávær köll um opinbera rannsókn

Ákvörðun Donalds Trump að deila trúnaðarupplýsingum með Rússum þykir afar umdeild. Forsetinn segist í fullum rétti. Óttast er að ákvörðunin geti haft áhrif á upplýsingastreymi til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×