Óska eftir áhættumati frá Ríkislögreglustjóra vegna viðburða í miðborginni í sumar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. júní 2017 18:45 Vísir/gva Vegna þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskað eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna þeirra fjölmennu viðburða sem haldnir verða í miðborginni í sumar. Hryðjuverk sem framin hafa verið í Evrópu á undanförnum misserum hafa vakið upp spurningar hvort raunveruleg hryðjuverkahætta sé hér á landi. Í síðustu árásum hafa stór ökutæki verið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur og margir látið lífið eða örkumlast. Áhættumat ríkislögreglustjóra á hryðjuverkum hér á landi var gefið út í lok janúar síðastliðnum en þar telur deildin að hryðjuverk sem unnin voru í Evrópu á árunum 2015 og 2016 leiði í ljós breytingu hvað varðar ásetning, skotmörk, aðferðir og getu hryðjuverkamanna til að valda miklu manntjóni í borgum í álfunni. Lögregluyfirvöld hér á landi hafa á síðustu árum breytt áherslum sínum til að bregðast við þessari ógn. „Síðastliðin þrjú ár er búin að vera mikil aðgerðaþjálfun fyrir lögreglumenn auk þess sem tækjabúnaður lögreglu í landinu hefur verið aukinn og færður nær lögreglumönnunum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hér á landi eru haldnir fjölmennir viðburðir, þó sérstaklega yfir sumartímann, og í ljósi þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu að undanförnu er spurning hvort öryggi almennings á þessum viðburðum sé tryggt fyrir þessari ógn. „Þessar hátíðir sem verða núna, þá munum við óska eftir mati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra til þess að við getum betur markað þær öryggisráðstafanir sem að við getum gripið til,“ segir Ásgeir. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja og greint sé frá í skýrslunni, er niðurstaða deildarinnar sú að hættustig á Íslandi er metið í meðallagi. Ásgeir segir að lögreglan þurfi alltaf að finna leið til þess að gæta öryggi borgaranna á stórum viðburðum og á móti gæta þess að skyggja ekki á hátíðarhöldin. Undanfarið hefur lögreglan vakið athygli skipuleggjenda viðburða af þessari ógn sem vofir yfir. „Við erum að endurskoða okkar áætlanir og okkar viðbrögð,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að skoða þurfi frekar hvernig, til dæmis miðborginni sé lokað fyrir umferð ökutækja þegar stórir viðburðir eru haldnir. „Það er kannski hægt að breyta efniviðunum í lokunum. Kannski setja fastari lokanir heldur en hefur verið og þeir möguleikar verða að sjálfsögðu skoðaðir,“ segir Ásgeir.Er Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ef það verður svona atburður hér á landi eins og gerðist í Bretlandi um helgina?„Það verður alltaf erfitt að takast á við svona atburð. Það verður ekkert lögreglulið tilbúið til þess að takast á við svona atburð. Þetta snýst um það að viðbragðið sé sem best og fljótast, segir Ásgeir. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Vegna þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskað eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna þeirra fjölmennu viðburða sem haldnir verða í miðborginni í sumar. Hryðjuverk sem framin hafa verið í Evrópu á undanförnum misserum hafa vakið upp spurningar hvort raunveruleg hryðjuverkahætta sé hér á landi. Í síðustu árásum hafa stór ökutæki verið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur og margir látið lífið eða örkumlast. Áhættumat ríkislögreglustjóra á hryðjuverkum hér á landi var gefið út í lok janúar síðastliðnum en þar telur deildin að hryðjuverk sem unnin voru í Evrópu á árunum 2015 og 2016 leiði í ljós breytingu hvað varðar ásetning, skotmörk, aðferðir og getu hryðjuverkamanna til að valda miklu manntjóni í borgum í álfunni. Lögregluyfirvöld hér á landi hafa á síðustu árum breytt áherslum sínum til að bregðast við þessari ógn. „Síðastliðin þrjú ár er búin að vera mikil aðgerðaþjálfun fyrir lögreglumenn auk þess sem tækjabúnaður lögreglu í landinu hefur verið aukinn og færður nær lögreglumönnunum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hér á landi eru haldnir fjölmennir viðburðir, þó sérstaklega yfir sumartímann, og í ljósi þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu að undanförnu er spurning hvort öryggi almennings á þessum viðburðum sé tryggt fyrir þessari ógn. „Þessar hátíðir sem verða núna, þá munum við óska eftir mati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra til þess að við getum betur markað þær öryggisráðstafanir sem að við getum gripið til,“ segir Ásgeir. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja og greint sé frá í skýrslunni, er niðurstaða deildarinnar sú að hættustig á Íslandi er metið í meðallagi. Ásgeir segir að lögreglan þurfi alltaf að finna leið til þess að gæta öryggi borgaranna á stórum viðburðum og á móti gæta þess að skyggja ekki á hátíðarhöldin. Undanfarið hefur lögreglan vakið athygli skipuleggjenda viðburða af þessari ógn sem vofir yfir. „Við erum að endurskoða okkar áætlanir og okkar viðbrögð,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að skoða þurfi frekar hvernig, til dæmis miðborginni sé lokað fyrir umferð ökutækja þegar stórir viðburðir eru haldnir. „Það er kannski hægt að breyta efniviðunum í lokunum. Kannski setja fastari lokanir heldur en hefur verið og þeir möguleikar verða að sjálfsögðu skoðaðir,“ segir Ásgeir.Er Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ef það verður svona atburður hér á landi eins og gerðist í Bretlandi um helgina?„Það verður alltaf erfitt að takast á við svona atburð. Það verður ekkert lögreglulið tilbúið til þess að takast á við svona atburð. Þetta snýst um það að viðbragðið sé sem best og fljótast, segir Ásgeir.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira