Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2017 16:38 Donald Trump gæti hafa komið sér í klandur með bráðlæti á samskiptamiðlum. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti lá ekki á skoðunum sínum um dómstóla, sitt eigið dómsmálaráðuneyti og meðferð þeirra á fyrirhuguðu ferðabanni hans gegn borgurum sex múslimalanda í röð tísta sem hann sendi frá sér í morgun. Líklegt er talið að ummæli Trump komi til með að hafa áhrif á meðferð ferðabannsins fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Tilskipanir Trump um ferðabann af þessu tagi hefur í tvígang verið hafnað af bandarískum alríkisdómstólum. Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka það fyrir á næstunni. Embættismenn stjórnar Trump hafa fram að þessu lagt sig í líma við að kalla aðgerðina ekki bann. „Fólk, lögfræðingarnir og dómstólarnir geta kallað það hvað sem þeir vilja en ég kalla það það sem við þurfum og það sem það er, FERÐABANN!“ básúnaði Trump á Twitter þvert á anda þeirra skilaboð sem stjórn hans hefur reynt að senda út.People, the lawyers and the courts can call it whatever they want, but I am calling it what we need and what it is, a TRAVEL BAN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Í kjölfarið fylgdu tíst þar sem hann gagnrýndi sitt eigið dómsmálaráðuneyti fyrir að hafa lagt fram útþynnt og „pólitískt rétthugsandi“ ferðabann eftir að upphaflegu banni hans var hafnað af dómstólum í febrúar, þrátt fyrir að það hafi verið hann sjálfur sem skrifaði undir tilskipunina um seinni útgáfuna af ferðabanninu.The Justice Dept. should have stayed with the original Travel Ban, not the watered down, politically correct version they submitted to S.C.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Ummæli Trump voru grundvöllur lögbanns á ferðabanniðBandaríska dagblaðið Washington Post fullyrðir að nær öruggt sé að andstæðingar ferðabannsins muni leggja tíst Trump fram sem gögn í málinu fyrir hæstarétti. Stjórn Trump áfrýjaði málinu til hæstaréttarins til að fá lögbanni á ferðabannið aflétt. Alríkisdómstóllinn sem felldi seinna ferðabann Trump úr gildi vísaði sérstaklega til tísta forsetans og viðtala í fjölmiðlum í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni. Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins neitaði að tjá sig þegar blaðið leitaði viðbragða við tístum forsetans. Tengdar fréttir Lögbann sett á nýtt ferðabann Trump Alríkisdómari í Hawaii hefur sett tímabundið lögbann á nýtt ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseta sem taka átti gildi eftir nokkra klukkutíma. 15. mars 2017 23:33 Dómaraefnið ósátt við tíst Trump um dómskerfið Neil Gorsuch, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem dómara við við Hæstarétt Bandaríkjanna er ósáttur við tíst forsetans um dómskerfi Bandaríkjanna. CNN greinir frá. 8. febrúar 2017 23:06 Óttast slæm áhrif Trump á straum ferðamanna til Bandaríkjanna Ferðaþjónustufyrirtæki óttast að orðræða og stefna Donald Trump Bandaríkjaforseta verði til þess að ferðamenn veigri sér við að ferðast til Bandaríkjanna. 14. mars 2017 14:41 Trump með nýtt bann en án Íraka Íbúum sex ríkja verður eftir sem áður bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. 7. mars 2017 07:00 Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36 Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. 8. febrúar 2017 22:15 Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17 Trump áfrýjar bráðabirgðabanni á tilskipun hans „Skoðun þessa svokallaðs dómara er fáránleg og verður snúið.“ 5. febrúar 2017 09:07 Ferðabann Trumps ekki samþykkt Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að tilskipun Trumps um ferðabann sem meinar íbúum sex múslimalanda inngöngu inn í Bandaríkin, muni ekki taka gildi. Með því staðfestir dómstólinn ákvörðun neðra dómstigs í Maryland. 25. maí 2017 23:11 100 þúsund vegabréfsáritanir afturkallaðar vegna tilskipunar Trump Þetta kom fram í dómsal í Alexandria í Virginíu fyrr í dag. 3. febrúar 2017 17:31 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lá ekki á skoðunum sínum um dómstóla, sitt eigið dómsmálaráðuneyti og meðferð þeirra á fyrirhuguðu ferðabanni hans gegn borgurum sex múslimalanda í röð tísta sem hann sendi frá sér í morgun. Líklegt er talið að ummæli Trump komi til með að hafa áhrif á meðferð ferðabannsins fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Tilskipanir Trump um ferðabann af þessu tagi hefur í tvígang verið hafnað af bandarískum alríkisdómstólum. Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka það fyrir á næstunni. Embættismenn stjórnar Trump hafa fram að þessu lagt sig í líma við að kalla aðgerðina ekki bann. „Fólk, lögfræðingarnir og dómstólarnir geta kallað það hvað sem þeir vilja en ég kalla það það sem við þurfum og það sem það er, FERÐABANN!“ básúnaði Trump á Twitter þvert á anda þeirra skilaboð sem stjórn hans hefur reynt að senda út.People, the lawyers and the courts can call it whatever they want, but I am calling it what we need and what it is, a TRAVEL BAN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Í kjölfarið fylgdu tíst þar sem hann gagnrýndi sitt eigið dómsmálaráðuneyti fyrir að hafa lagt fram útþynnt og „pólitískt rétthugsandi“ ferðabann eftir að upphaflegu banni hans var hafnað af dómstólum í febrúar, þrátt fyrir að það hafi verið hann sjálfur sem skrifaði undir tilskipunina um seinni útgáfuna af ferðabanninu.The Justice Dept. should have stayed with the original Travel Ban, not the watered down, politically correct version they submitted to S.C.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Ummæli Trump voru grundvöllur lögbanns á ferðabanniðBandaríska dagblaðið Washington Post fullyrðir að nær öruggt sé að andstæðingar ferðabannsins muni leggja tíst Trump fram sem gögn í málinu fyrir hæstarétti. Stjórn Trump áfrýjaði málinu til hæstaréttarins til að fá lögbanni á ferðabannið aflétt. Alríkisdómstóllinn sem felldi seinna ferðabann Trump úr gildi vísaði sérstaklega til tísta forsetans og viðtala í fjölmiðlum í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni. Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins neitaði að tjá sig þegar blaðið leitaði viðbragða við tístum forsetans.
Tengdar fréttir Lögbann sett á nýtt ferðabann Trump Alríkisdómari í Hawaii hefur sett tímabundið lögbann á nýtt ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseta sem taka átti gildi eftir nokkra klukkutíma. 15. mars 2017 23:33 Dómaraefnið ósátt við tíst Trump um dómskerfið Neil Gorsuch, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem dómara við við Hæstarétt Bandaríkjanna er ósáttur við tíst forsetans um dómskerfi Bandaríkjanna. CNN greinir frá. 8. febrúar 2017 23:06 Óttast slæm áhrif Trump á straum ferðamanna til Bandaríkjanna Ferðaþjónustufyrirtæki óttast að orðræða og stefna Donald Trump Bandaríkjaforseta verði til þess að ferðamenn veigri sér við að ferðast til Bandaríkjanna. 14. mars 2017 14:41 Trump með nýtt bann en án Íraka Íbúum sex ríkja verður eftir sem áður bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. 7. mars 2017 07:00 Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36 Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. 8. febrúar 2017 22:15 Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17 Trump áfrýjar bráðabirgðabanni á tilskipun hans „Skoðun þessa svokallaðs dómara er fáránleg og verður snúið.“ 5. febrúar 2017 09:07 Ferðabann Trumps ekki samþykkt Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að tilskipun Trumps um ferðabann sem meinar íbúum sex múslimalanda inngöngu inn í Bandaríkin, muni ekki taka gildi. Með því staðfestir dómstólinn ákvörðun neðra dómstigs í Maryland. 25. maí 2017 23:11 100 þúsund vegabréfsáritanir afturkallaðar vegna tilskipunar Trump Þetta kom fram í dómsal í Alexandria í Virginíu fyrr í dag. 3. febrúar 2017 17:31 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Lögbann sett á nýtt ferðabann Trump Alríkisdómari í Hawaii hefur sett tímabundið lögbann á nýtt ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseta sem taka átti gildi eftir nokkra klukkutíma. 15. mars 2017 23:33
Dómaraefnið ósátt við tíst Trump um dómskerfið Neil Gorsuch, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem dómara við við Hæstarétt Bandaríkjanna er ósáttur við tíst forsetans um dómskerfi Bandaríkjanna. CNN greinir frá. 8. febrúar 2017 23:06
Óttast slæm áhrif Trump á straum ferðamanna til Bandaríkjanna Ferðaþjónustufyrirtæki óttast að orðræða og stefna Donald Trump Bandaríkjaforseta verði til þess að ferðamenn veigri sér við að ferðast til Bandaríkjanna. 14. mars 2017 14:41
Trump með nýtt bann en án Íraka Íbúum sex ríkja verður eftir sem áður bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. 7. mars 2017 07:00
Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36
Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. 8. febrúar 2017 22:15
Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42
Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17
Trump áfrýjar bráðabirgðabanni á tilskipun hans „Skoðun þessa svokallaðs dómara er fáránleg og verður snúið.“ 5. febrúar 2017 09:07
Ferðabann Trumps ekki samþykkt Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að tilskipun Trumps um ferðabann sem meinar íbúum sex múslimalanda inngöngu inn í Bandaríkin, muni ekki taka gildi. Með því staðfestir dómstólinn ákvörðun neðra dómstigs í Maryland. 25. maí 2017 23:11
100 þúsund vegabréfsáritanir afturkallaðar vegna tilskipunar Trump Þetta kom fram í dómsal í Alexandria í Virginíu fyrr í dag. 3. febrúar 2017 17:31