Þvertekur fyrir að búa yfir skaðlegum upplýsingum um Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. júní 2017 09:52 Donald Trump og Vladimír Pútín. Vísir/Getty Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að hann hafi ekki yfir að búa neinum upplýsingum um Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem reynst gætu forsetanum skaðlegar. Hann segir sögusagnir þess efnis vera helber uppspuni. Pútín var í viðtali við sjónvarpskonuna Megyn Kelly á NBC sjónvarpsstöðinni og spurði hún hann beint út hvort að hann búi yfir einhverjum skaðlegum upplýsingum um forsetann. „Þetta er enn ein vitleysan,“ svaraði forsetinn henni. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt þvertekið fyrir að búa yfir nokkrum upplýsingum um forsetann en sögusagnir þess efnis hafa verið háværar allt frá því að bandaríska alríkislögreglan greindi frá því að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og að það hafi gagnast Trump. Pútín tók fram að hann hefði aldrei á ævi sinni átt í samskiptum við Trump og að hann hefði aldrei hitt hann, þrátt fyrir að Trump hefði nokkrum sinnum ferðast til Rússlands á viðskiptaferli sínum. Hann segir að alríkislögreglan sem og leyniþjónustan í Bandaríkjunum hafi rangt fyrir sér varðandi afskipti Rússa af forsetakosningunum.„Ég hef ekki getað séð að þessir aðilar hafi gefið upp einhverjar upplýsingar sem sanna með beinum hætti aðkomu rússneskra stjórnvalda að tölvuárásum gegn bandarískum stofnunum á síðasta ári.“ Rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa er raunar í fullum gangi, bæði á vegum alríkislögreglunnar en líka þingnefndar fulltrúadeildarinnar og mun James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mæta fyrir hana næstkomandi fimmtudag og svara spurningum um samskipti sín við forsetann. Trump hefur ávallt neitað því að hafa átt í nokkrum samskiptum við Pútín og segir að starfsteymi sitt hafi á engum tímapunkti að honum vitandi verið í samskiptum við Rússa á meðan að kosningabaráttu hans stóð. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að hann hafi ekki yfir að búa neinum upplýsingum um Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem reynst gætu forsetanum skaðlegar. Hann segir sögusagnir þess efnis vera helber uppspuni. Pútín var í viðtali við sjónvarpskonuna Megyn Kelly á NBC sjónvarpsstöðinni og spurði hún hann beint út hvort að hann búi yfir einhverjum skaðlegum upplýsingum um forsetann. „Þetta er enn ein vitleysan,“ svaraði forsetinn henni. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt þvertekið fyrir að búa yfir nokkrum upplýsingum um forsetann en sögusagnir þess efnis hafa verið háværar allt frá því að bandaríska alríkislögreglan greindi frá því að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og að það hafi gagnast Trump. Pútín tók fram að hann hefði aldrei á ævi sinni átt í samskiptum við Trump og að hann hefði aldrei hitt hann, þrátt fyrir að Trump hefði nokkrum sinnum ferðast til Rússlands á viðskiptaferli sínum. Hann segir að alríkislögreglan sem og leyniþjónustan í Bandaríkjunum hafi rangt fyrir sér varðandi afskipti Rússa af forsetakosningunum.„Ég hef ekki getað séð að þessir aðilar hafi gefið upp einhverjar upplýsingar sem sanna með beinum hætti aðkomu rússneskra stjórnvalda að tölvuárásum gegn bandarískum stofnunum á síðasta ári.“ Rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa er raunar í fullum gangi, bæði á vegum alríkislögreglunnar en líka þingnefndar fulltrúadeildarinnar og mun James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mæta fyrir hana næstkomandi fimmtudag og svara spurningum um samskipti sín við forsetann. Trump hefur ávallt neitað því að hafa átt í nokkrum samskiptum við Pútín og segir að starfsteymi sitt hafi á engum tímapunkti að honum vitandi verið í samskiptum við Rússa á meðan að kosningabaráttu hans stóð.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira