Lífið

Flúði árásina í London með bjór í hendi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það má ekki skilja dropa af bjórnum eftir.
Það má ekki skilja dropa af bjórnum eftir. Vísir/Skjáskot
Mynd af ungum manni sem flúði árás hryðjuverkamanna í miðbæ London á laugardagskvöld hefur vakið mikla athygli á netinu og þykir sýna staðfestu Lundunarbúa. Myndin sýnir manninn flýja vettvang nálægt London Bridge með bjórglas í hönd.

Þrír menn keyrðu á hóp gangandi vegfarenda á laugardagskvöld á London Bridge þaðan sem þeir fóru svo á milli veitingastaða í Borough Market þar sem þeir réðust á veitingahúsagesti en sjö manns létu lífið í árásinni.

Umrædd mynd birtist á Twitter á laugardagskvöld og vakti gífurlega athygli og hefur myndin þegar þetta er skrifað verið deilt 35 þúsund sinnum.

Þykir flestum myndin vera táknræn fyrir staðfestu og hugrekki Lundúnarbúa sem sýni fram á að þrátt fyrir að slík voðaverk séu framkvæmd í borginni að þá haldi lífið áfram sinn vanagang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.