Erlent

Árásin í London: Lögreglan handtekur fleiri

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fórnarlömbum árásarinnar var minnst víða um heim í gær meðal annars í Berlín.
Fórnarlömbum árásarinnar var minnst víða um heim í gær meðal annars í Berlín. Vísir/EPA
Lögreglan í London hefur ráðist inn í tvö hús í austurhluta London þar sem hún handtók nokkrar manneskjur sem taldar eru geta búið yfir upplýsingum um árásina í London á laugardag. Sjö manneskjur létust í árásinni og 21 eru lífshættulega slasaðir. Guardian greinir frá.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu lét hún til skarar skríða í tveimur húsum í morgun um klukkan 4 að staðartíma og handtók „nokkrar manneskjur“ í Newham og Barking hverfunum. Lögreglan hefur nú þegar tólf manns í haldi, sjö konur og fimm menn sem hún telur að geti búið yfir upplýsingum um árásina.

Lögregla telur sig nú vita deili á árásarmönnunum þremur og munu upplýsingar um mennina birtast fjölmiðlum um leið og lögreglan fær úr því skorið hvort að þeir hafi tengst stærri starfsemi hryðjuverkasamtaka í borginni.

Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið lýstu í gær yfir ábyrgð á árásinni. Fyrsta fórnarlambið var nafngreint í gær en það var hin kanadíska Chrissy Archibald en hún flutti til Evrópu frá Kanada til þess að búa með unnusta sínum.

Samkvæmt Mark Rowley á vegum bresku lögreglunnar gengur rannsókn á tildrögum árásarinnar vel. Lögreglan verði með auknar varúðarráðstafanir í höfuðborginni á næstu dögum og verða vopnaðir lögreglumenn á völdum stöðum í borginni.


Tengdar fréttir

Fyrsta fórnarlambið nafngreint

Lögregluyfirvöld í London segja að árásarmennirnir þrír verði nafngreindir um leið og gengið hafi verið úr skugga um að slík nafnbirting muni ekki skaða rannsóknarhagsmuni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×