Comey verður spurður hvort að Trump hafi skipt sér af Rússarannsókninni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júní 2017 23:30 Donald Trump og James Comey. vísir/getty James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, verður spurður af þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvort að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi með einhverjum hætti reynt að hafa áhrif á rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum starfsteymis forsetans við rússneska ráðamenn. Reuters greinir frá. Comey mun mæta fyrir þingnefndina næstkomandi fimmtudag og svara spurningum nefndarmanna. Mark Warner, þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni og fulltrúi í þingnefndinni sem fer með rannsókn málsins, segir að Comey verði spurður hispurslaust út í samskipti sín við forsetann á meðan hann var í starfi og hvort hann hafi skipt sér af rannsókninni. „Ég vil vita hversu margar samræður Comey átti við forsetann um þetta málefni.“ Þá segir Susan Collins, þingmaður repúblikana, að hún hlakki til að fá að heyra betur frá Comey um fullyrðingar Trump þess efnis að Comey hafi sagt honum þrisvar sinnum „að ekki væri verið að rannsaka hann.“„Tónninn í þessum samræðum, þau orð sem voru notuð og samhengið skiptir svo gífurlega miklu máli og það er það sem er enn ekki komið á hreint og kemst ekki á hreint fyrr en við tölum við þá sem eru viðriðnir málið.“ Comey var forstjóri alríkislögreglunnar allt þar til í síðasta mánuði þegar Trump rak hann en hann stýrði rannsókn á samskiptum starfsteymis Trump við Rússa. Alríkislögreglan greindi frá því í janúar síðastliðnum að hún væri fullviss um að Rússar hefðu haft áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum, Trump í vil og að hafin væri rannsókn á því hvort að einhver í starfsteymi Trump hefði átt í samskiptum við Rússa á þeim tíma. Brottrekstur Comey vakti því mikla athygli og benti minnisblað Comey sem New York Times greindi frá til þess að Trump hafi beðið Comey um að hætta að rannsaka Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa í ríkisstjórn Trump sem sagði af sér vegna samskipta sína við Rússa. Þær fregnir hafa vakið upp spurningar um stöðu forsetans og er yfirheyrslu þingnefndarinnar yfir Comey beðið með mikilli eftirvæntingu og vonast er til þess að nýjar upplýsingar muni koma í ljós um háttalag forsetans. Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, verður spurður af þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvort að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi með einhverjum hætti reynt að hafa áhrif á rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum starfsteymis forsetans við rússneska ráðamenn. Reuters greinir frá. Comey mun mæta fyrir þingnefndina næstkomandi fimmtudag og svara spurningum nefndarmanna. Mark Warner, þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni og fulltrúi í þingnefndinni sem fer með rannsókn málsins, segir að Comey verði spurður hispurslaust út í samskipti sín við forsetann á meðan hann var í starfi og hvort hann hafi skipt sér af rannsókninni. „Ég vil vita hversu margar samræður Comey átti við forsetann um þetta málefni.“ Þá segir Susan Collins, þingmaður repúblikana, að hún hlakki til að fá að heyra betur frá Comey um fullyrðingar Trump þess efnis að Comey hafi sagt honum þrisvar sinnum „að ekki væri verið að rannsaka hann.“„Tónninn í þessum samræðum, þau orð sem voru notuð og samhengið skiptir svo gífurlega miklu máli og það er það sem er enn ekki komið á hreint og kemst ekki á hreint fyrr en við tölum við þá sem eru viðriðnir málið.“ Comey var forstjóri alríkislögreglunnar allt þar til í síðasta mánuði þegar Trump rak hann en hann stýrði rannsókn á samskiptum starfsteymis Trump við Rússa. Alríkislögreglan greindi frá því í janúar síðastliðnum að hún væri fullviss um að Rússar hefðu haft áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum, Trump í vil og að hafin væri rannsókn á því hvort að einhver í starfsteymi Trump hefði átt í samskiptum við Rússa á þeim tíma. Brottrekstur Comey vakti því mikla athygli og benti minnisblað Comey sem New York Times greindi frá til þess að Trump hafi beðið Comey um að hætta að rannsaka Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa í ríkisstjórn Trump sem sagði af sér vegna samskipta sína við Rússa. Þær fregnir hafa vakið upp spurningar um stöðu forsetans og er yfirheyrslu þingnefndarinnar yfir Comey beðið með mikilli eftirvæntingu og vonast er til þess að nýjar upplýsingar muni koma í ljós um háttalag forsetans.
Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira