Erlent

Lögreglan hafði verið vöruð við einum af hinum grunuðu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Af vettvangi.
Af vettvangi. Vísir/EPA
Lögreglan í Bretlandi var vöruð við því að einn hina grunuðu sem bar ábyrgð á árásinni í London í gær, væri að reyna að heilaþvo börn í almenningsgarði með áróðri fyrir tveimur árum, samkvæmt nágranna hans. Guardian greinir frá.

Nágranninn hans, Erica Gasparri, segir að hún hafi talað við manninn, sem þekktur var undir nafninu „Abs“ eftir að sonur hennar kom heim og sagði að hann vildi verða múslími.

Hún hafi þá farið í almenningsgarðinn, þar sem hún hafi talað við hann sem hafi sagt við hana að hann væri tilbúinn til þess að gera hvað sem er í nafni Allah, meðal annars myrða sína eigin móður. 

„Ég tók fjórar ljósmyndir af honum og gaf lögreglunni þær. Þeir hringdu í Scotland Yard þegar ég var þarna og höfðu miklar áhyggjur. Það var fyrir tveimur árum og síðan heyrði ég ekki meir.“

Hún segir að hægt hafi verið að koma í veg fyrir árásina ef lögreglan hefði bara gert eitthvað í málinu. Lífum hefði getað verið bjargað.

Gasparri segir að hún hafi tjáð nágrönnum sínum frá áhyggjum sínum og að hún hafi talað við lögregluna. Einn nágrannanna hafi þá látið manninn vita að lögreglunni hafi verið gert viðvart um háttalag hans.  

Sá nágranni hafi í dag beðið Gasparri afsökunar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×