Lífið

Justin Bieber táraðist er hann heiðraði minningu fórnarlambanna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bieber á sviðinu.
Bieber á sviðinu. Mynd/Skjáskot
Kanadíski hjartaknúsarinn Justin Bieber var einn þeirra sem kom fram á minningartónleikum Ariönu Grande um þá sem féllu í hryðjuverkaárásinni í Manchester í maí.

Bieber mætti einn á svið með kassagítar og sigraði hjarta flestra þeirra sem á horfðu.

Að flutningi lokum ávarpaði Bieber tónleikagesti og táraðist hann þegar hann heiðraði minningu þeirra sem látist hafa í hryðjuverkaárásum í Bretlandi að undanföru.

„Ég vil nýta tækifærið til að heiðra minningu þeirra sem létust, þeirra sem voru tekin frá okkur,“ sagði Bieber og átti augljóslega erfitt með sig.

„Við elskum ykkur svo mikið. Við fjölskyldurnar vil ég segja að við elskum ykkur svo mikið. Lyftið báðum höndum upp til þess að minnast þeirra núna,“ sagði Bieber.

Tónleikarnir eru í fullum gangi og má fylgjast með beinni útsendingu frá þeim hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.