Tónleikagestir One Love Manchester láta árásina í London ekki hræða sig Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júní 2017 17:59 Ariana Grande verður ein fjölmargra þekktra listamanna sem koma fram á tónleikunum í kvöld. Vísir/afp Tónleikagestir á styrktartónleikum Ariönu Grande, One Love Manchester, sem fara fram í Manchester í kvöld til styrktar fórnarlömbum sprengjuárásarinnar í Manchester og aðstandendum þeirra, láta ekki nýliðna árás í London hræða sig frá því að mæta. BBC greinir frá. Um 50 þúsund manns eru á tónleikunum sem haldnir eru á krikketvellinum Old Trafford, einungis 13 dögum eftir sprengjuárásina í Mancester en ásamt Ariönu mun tónlistarfólkið Justin Bieber, Coldplay og Katy Perry einnig koma fram auk fjölda annarra. Um 14 þúsund manns sem voru á upprunalegum tónleikum Ariönu fengu frímiða og eru mætt í kvöld. Þar á meðal eru þær mæðgur Nicola og Hannah Brownbill, sem voru á upprunalegu tónleikum Ariönu Grande en þær segja að ákvörðunin um að mæta hafi verið erfið en þær vilji ekki láta hryðjuverkamenn hræða sig og ætli að mæta fyrir fólkið sem missti líf sitt og getur því ekki mætt.„Þetta var tilfinningarík ákvörðun fyrir okkur vegna þess að upplifunin á tónleikunum var auðvitað hræðileg. En við ætlum að gera okkar besta til þess að skemmta okkur vel og gera sem mest úr þessu. Þetta var erfið ákvörðun, sérstaklega eftir árásina í London en ég vil að dóttir mín fái að lifa lífinu óhrædd.“ Þá hefur umboðsmaður Ariönu Grande, Scooter Braun, tjáð sig um árásina í London á Twitter og ítrekað að enginn tónlistarmannanna sem spila munu í kvöld hafi hætt við, heldur hafi árásin einungis eflt vilja þeirra allra til þess að koma fram og sýna að þau séu óhrædd. Tilgangur tónleikanna sé mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Mikil öryggisgæsla er við tónleikastaðinn í kvöld og er lögreglan í Mancester með mikinn viðbúnað á staðnum þar sem vopnaðir lögreglumenn eru meðal annars á svæðinu. Tengdar fréttir Bein útsending: Styrktartónleikar Ariönu Grande í Manchester Tónleikarnir hófust klukkan sex og má horfa á þá í beinni útsendingu í fréttinni. 4. júní 2017 18:10 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Tónleikagestir á styrktartónleikum Ariönu Grande, One Love Manchester, sem fara fram í Manchester í kvöld til styrktar fórnarlömbum sprengjuárásarinnar í Manchester og aðstandendum þeirra, láta ekki nýliðna árás í London hræða sig frá því að mæta. BBC greinir frá. Um 50 þúsund manns eru á tónleikunum sem haldnir eru á krikketvellinum Old Trafford, einungis 13 dögum eftir sprengjuárásina í Mancester en ásamt Ariönu mun tónlistarfólkið Justin Bieber, Coldplay og Katy Perry einnig koma fram auk fjölda annarra. Um 14 þúsund manns sem voru á upprunalegum tónleikum Ariönu fengu frímiða og eru mætt í kvöld. Þar á meðal eru þær mæðgur Nicola og Hannah Brownbill, sem voru á upprunalegu tónleikum Ariönu Grande en þær segja að ákvörðunin um að mæta hafi verið erfið en þær vilji ekki láta hryðjuverkamenn hræða sig og ætli að mæta fyrir fólkið sem missti líf sitt og getur því ekki mætt.„Þetta var tilfinningarík ákvörðun fyrir okkur vegna þess að upplifunin á tónleikunum var auðvitað hræðileg. En við ætlum að gera okkar besta til þess að skemmta okkur vel og gera sem mest úr þessu. Þetta var erfið ákvörðun, sérstaklega eftir árásina í London en ég vil að dóttir mín fái að lifa lífinu óhrædd.“ Þá hefur umboðsmaður Ariönu Grande, Scooter Braun, tjáð sig um árásina í London á Twitter og ítrekað að enginn tónlistarmannanna sem spila munu í kvöld hafi hætt við, heldur hafi árásin einungis eflt vilja þeirra allra til þess að koma fram og sýna að þau séu óhrædd. Tilgangur tónleikanna sé mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Mikil öryggisgæsla er við tónleikastaðinn í kvöld og er lögreglan í Mancester með mikinn viðbúnað á staðnum þar sem vopnaðir lögreglumenn eru meðal annars á svæðinu.
Tengdar fréttir Bein útsending: Styrktartónleikar Ariönu Grande í Manchester Tónleikarnir hófust klukkan sex og má horfa á þá í beinni útsendingu í fréttinni. 4. júní 2017 18:10 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Bein útsending: Styrktartónleikar Ariönu Grande í Manchester Tónleikarnir hófust klukkan sex og má horfa á þá í beinni útsendingu í fréttinni. 4. júní 2017 18:10