Erlent

Þúsund slösuðust í troðningi í Tórínó

Kjartan Kjartansson skrifar
San Carlo-torgið var stráð skóm, töskum og öðrum munum sem fólk missti þegar það flúði í dauðans ofboði.
San Carlo-torgið var stráð skóm, töskum og öðrum munum sem fólk missti þegar það flúði í dauðans ofboði. Vísir/EPA
Flugeldur sem sprakk á torgi þar sem fólk var komið saman til að horfa á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu olli skelfingu og troðningi sem endaði með því að þúsund manns slösuðust í ítölsku borginni Tórínó í gærkvöldi.

Þúsundir manna voru komnir saman á San Carlo-torgi til að fylgjast með borgarliðinu Juventus etja kappi við Real Madrid á risasjónvarpsskjá. Þegar sprenging heyrðist skyndilega greip um sig mikil skelfing og fólk tók til fótanna samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

The Guardian segir að fimm í það minnsta séu alvarlega slasaðir eftir troðninginn sem myndaðist, þar af sjö ára gamalt barn. Barnið er sagt í lífshættu með alvarleg meiðsl á höfði og brjósti.

Þá slasaðist nokkur fjöldi fólks þegar mön við inngang neðanjarðarbílastæðahúss gaf sig.

Stuðningsmaður Juventus í uppnámi eftir hörmungarnar á torginu.
Óttaslegið fólkið tók til fótanna þegar sprenging heyrðist í mannmergðinni, líklega minnugt nýlegra hryðjuverka í Manchester og víðar í Evrópu.Vísir/EPA
Ringulreið á San Carlo-torgi eftir atburðina þar í gærkvöldi.Vísir/EPA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×