Innlent

Sjáðu orrustuþotuna sem vakti mismikla lukku yfir borginni í dag

Ásgeir Erlendsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
F18 orrustuþota kanadíska flughersins sýndi listir sínar á Reykjavíkurflugvelli ásamt tugum annarra flugvéla á hinum árlega flugdegi sem haldinn var hátíðlegur í dag. Drónar voru í fyrsta sinn hluti af deginum.

Vélarnar á flugdeginum voru af öllum stærðum og gerðum. Þristurinn var á sínum stað, sem og vélar Landhelgisgæslunnar auk þess sem listflugvélar skemmtu gestum.Í ljósi vinsælda og fjölda dróna á landinu þótti skipuleggendum vel við hæfi að þeir væru með þátttökurétt á flugdeginum að þessu sinni.

Í tilefni af 80 ára afmæli Icelandair í ár flaug Boeing 757 vél félagsins lágflug yfir völlinn við mikla ánægju viðstaddra en lokahnykkurinn á vel heppnuðum flugdegi var sýning F18 flugvélarinnar en þetta er í fyrsta sinn á þessari öld sem orrustuþota tekur þátt og það fór tæplega á milli mála hverslags flugvél var í loftinu yfir Reykjavík í dag, slíkar voru drunurnar.

Þáttaka orrustuþotunnar í hinum árlega flugdegi vakti þó ekki lukku allra. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, furðaði sig á lágflugi vélarinnar og sagðist ekki kannast við að hafa gefið hafi verið leyfi fyrir komu orrustuþotunnar.

„Ítrekað lágflug svo hávaðasamra véla einsog átti sér stað í dag yfir íbúðabyggð og friðlandi fugla á viðkvæmasta varptíma er jafnframt fáránlegt og án efa brot á starfsleyfi flugvallarins,“ skrifaði Dagur á Facebook-síðu sína.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×