Fyrrverandi landsliðsþjálfari Norður-Kóreu tekur við Skallagrími Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2017 12:30 Richi Gonzalez er reyndur þjálfari. mynd/skallagrímur Skallagrímur hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins í körfubolta. Sá heitir Ricardo Gonzalez Dávila (Richi Gonzalez) og er 45 ára Spánverji. Eiginkona hans hefur einnig verið ráðin til Skallagríms. Hún heitir Lidia Mirchandani og er 39 ára. Þau munu flytja í Borgarnes á haustmánuðum ásamt tveimur börnum. Þau munu einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá Skallagrími. Richi tekur við þjálfarastöðunni af landa sínum, Manuel Rodriguez, sem hefur þjálfað Skallagrím undanfarin tvö ár. Manuel kom Skallagrími upp í Domino's deildina í fyrra og á síðasta tímabili lentu Borgnesingar í 3. sæti deildarinnar og féllu úr leik fyrir Keflavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þá komst Skallagrímur í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Keflavík. Eftir tímabilið var Manuel sagt upp störfum.Lidia Mirchandani vann fjölmarga titla á sínum leikmannaferli.mynd/skallagrímurRichi hefur komið víða við á löngum þjálfaraferli. Hann er menntaður þjálfari og hefur meira og minna starfað við þjálfun frá 1992. Fyrstu árin þjálfaði hann yngri flokka í Madríd á Spáni en hefur síðan þjálfað kvenna- og/eða karlalið m.a. í efstu deildum á Spáni, Bólivíu og Síle. Richi var um tíma landsliðsþjálfari kvenna hjá Norður-Kóreu og stýrði kvennalandsliði Síle í þrjú ár auk þess að stýra U-16 og U-18 ára kvennalandsliðum Síle á sama tíma. Á þessum árum náði Síle sínum besta árangri frá upphafi og má þar nefna að A-landsliðið vann til fernra verðlauna á þremur árum. Lidia, eiginkona Richi, hefur verið atvinnumaður víða um Evrópu. Hún var leikstjórnandi spænska landsliðsins, hefur spilað 68 landsleiki og tekið þátt bæði í Evrópu- og heimsmeistaramótum. Þegar hún var upp á sitt besta þá vann hún m.a. landstitla á Ítalíu, Sviss, Spáni, Síle og Rússlandi en þar spilaði hún með Spartak Moscow sem hrósaði sigri í Evrópukeppni með hennar aðstoð. Hún hefur fengið nokkra MVP titla í löndum þar sem hún hefur leikið. Lidia hefur einnig talsverða reynslu af yngri flokka þjálfun en undanfarið ár hefur hún ásamt því að þjálfa og spila lítillega á Spáni starfað hjá samtökum sem aðstoða spænskar körfuknattleikskonur að komast á háskólasamning í Bandaríkjunum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Manuel látinn fara frá Skallagrími Spánverjinn litríki stýrir kvennaliði Skallagríms ekki áfram í Domino´s-deild kvenna. 24. maí 2017 13:07 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Skallagrímur hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins í körfubolta. Sá heitir Ricardo Gonzalez Dávila (Richi Gonzalez) og er 45 ára Spánverji. Eiginkona hans hefur einnig verið ráðin til Skallagríms. Hún heitir Lidia Mirchandani og er 39 ára. Þau munu flytja í Borgarnes á haustmánuðum ásamt tveimur börnum. Þau munu einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá Skallagrími. Richi tekur við þjálfarastöðunni af landa sínum, Manuel Rodriguez, sem hefur þjálfað Skallagrím undanfarin tvö ár. Manuel kom Skallagrími upp í Domino's deildina í fyrra og á síðasta tímabili lentu Borgnesingar í 3. sæti deildarinnar og féllu úr leik fyrir Keflavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þá komst Skallagrímur í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Keflavík. Eftir tímabilið var Manuel sagt upp störfum.Lidia Mirchandani vann fjölmarga titla á sínum leikmannaferli.mynd/skallagrímurRichi hefur komið víða við á löngum þjálfaraferli. Hann er menntaður þjálfari og hefur meira og minna starfað við þjálfun frá 1992. Fyrstu árin þjálfaði hann yngri flokka í Madríd á Spáni en hefur síðan þjálfað kvenna- og/eða karlalið m.a. í efstu deildum á Spáni, Bólivíu og Síle. Richi var um tíma landsliðsþjálfari kvenna hjá Norður-Kóreu og stýrði kvennalandsliði Síle í þrjú ár auk þess að stýra U-16 og U-18 ára kvennalandsliðum Síle á sama tíma. Á þessum árum náði Síle sínum besta árangri frá upphafi og má þar nefna að A-landsliðið vann til fernra verðlauna á þremur árum. Lidia, eiginkona Richi, hefur verið atvinnumaður víða um Evrópu. Hún var leikstjórnandi spænska landsliðsins, hefur spilað 68 landsleiki og tekið þátt bæði í Evrópu- og heimsmeistaramótum. Þegar hún var upp á sitt besta þá vann hún m.a. landstitla á Ítalíu, Sviss, Spáni, Síle og Rússlandi en þar spilaði hún með Spartak Moscow sem hrósaði sigri í Evrópukeppni með hennar aðstoð. Hún hefur fengið nokkra MVP titla í löndum þar sem hún hefur leikið. Lidia hefur einnig talsverða reynslu af yngri flokka þjálfun en undanfarið ár hefur hún ásamt því að þjálfa og spila lítillega á Spáni starfað hjá samtökum sem aðstoða spænskar körfuknattleikskonur að komast á háskólasamning í Bandaríkjunum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Manuel látinn fara frá Skallagrími Spánverjinn litríki stýrir kvennaliði Skallagríms ekki áfram í Domino´s-deild kvenna. 24. maí 2017 13:07 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Manuel látinn fara frá Skallagrími Spánverjinn litríki stýrir kvennaliði Skallagríms ekki áfram í Domino´s-deild kvenna. 24. maí 2017 13:07