Linda Mjöll Þorsteinsdóttir, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir hátíðina stækka með hverju árinu. Þá segir hún húðflúr verða sífellt vinsælli – og núna séu stærri húðflúr vinsælust. Fréttastofa Stöðvar 2 leit við í kvöld, líkt og sjá má í spilaranum hér að ofan og þá tók Ernir Eyjólfsson ljósmyndari myndirnar hér fyrir neðan af gestum og gangandi.





