Hátíðlegur bröns um helgina: Egg Benedict og egg Norwegian með Hollandaise-sósu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júní 2017 09:15 Rétturinn heitir egg Benedict ef hann með kanadísku beikoni (skinku í þessu tilfelli) en Norwegian með sneiddum reyktum laxi í stað skinkunnar. Vísir/Anton Brink Veðurspáin lofar engri sérstakri blíðu um hvítasunnuna en langt helgarfrí býður upp á notalegar stundir, bústaðarferð eða bílífi heima. Meistararnir Stefán Melsted og Andri Ottesen á Café Paris tóku því vel að gefa lesendum uppskriftir að girnilegum bröns. Niðurstaðan varð egg Benedict og egg Norwegian, tveir mismunandi réttir sem innihalda nánast það sama. „Það er ekki jafn flókið að útbúa þessa rétti og lítur út fyrir og tilvalið að dunda sér við það í morgunsárið,“ segir Stefán. Hann minnir á að mikilvægt sé í allri matreiðslu að öll hráefni séu af bestu fáanlegu gæðum, þá verði útkoman alltaf betri en ella. Egg Benedict eða egg Norwegian Uppskrift fyrir 4 (eggjarétturinn heiti Benedict ef hann er með kanadísku beikoni (skinku í þessu tilfelli) en Norwegian með sneiddum reyktum laxi í stað skinkunnar).2 l vatn2 dl lageredik4 brauðsneiðar, ristaðar8 vistvæn egg200 g ferskt spínat1 stk. skarlottulaukur8 sneiðar lúxusskinka (reyktur lax eða silungur fyrir Norwegian)2 dl hollandaise-sósaSmátt saxaður graslaukurSalt og pipar Hollandaise-sósa 3 eggjarauður 1 tsk. salt Hnífsoddur cayenne-pipar 1/2 sítróna 300 g hreinsað bráðið smjör Setjið allt nema smjörið saman í skál og þeytið yfir lágum hita þangað til blandan fer að þykkna og verða froðukennd. Hellið smjörinu hægt og rólega saman við og hrærið vel allan tímann. Passið sérstaklega vel að sósan hitni ekki um of því þá getur hún skilið sig. Smakkið til með salti og sítrónusafa og fínt rifnum berki af ferskri sítrónu. Hleyptu eggin njóta sín vel hvort sem er með skinku eða reyktum laxi.Vísir/Anton Brink Fyrir hleyptu eggin Setjið pott yfir hita með ríflegu magni af vatni blönduðu um matskeið af salti og um einum desilítra af ediki fyrir hvern lítra af vatni. Gott er að vera með pott sem er vel víður og þykkbotna. Náið upp suðu og lækkið svo hitann. Vatnið á að vera rétt undir suðumarki fyrir hleyptu eggin. Gott er að brjóta eggin út í litla skál, gera lítinn hvirfil í vatnið í pottinum, hleypa eggjunum svo út í og láta þau liggja í um það bil 3 til 4 mínútur. Best er að veiða eggin upp með gataskeið eða fiskispaða og leggja á þurrt viskastykki.Samsetning Steikið spínatið á vel heitri pönnu í olíu með fínt skornum skarlottulauk og örlitlu af hvítlauk. Grillið skinkusneiðarnar örstutt á heitu grilli eða steikið á pönnu, ristið brauðsneiðarnar og skerið hverja í tvennt. Raðið brauðsneiðunum á disk, einni á hvern, skorinni í tvennt, setjið skinkusneið á hverja sneið og deilið spínatinu þar ofan á. Komið svo hleyptu eggjunum fyrir ofan á spínatinu og um það bil matskeið af hollandaise sósu ofan á hvert egg. Skreytið með fínt söxuðum graslauk. „Í klassískri útgáfu eru notaðar enskar múffur undir eggin en okkur finnst gott ristað brauð vera góður staðgengill. Á Café Paris notum við brioche brauð sem við bökum sjálf. Ef menn treysta sér er hægt að finna uppskrift að slíku brauði á netinu en annars er gott að kaupa til dæmis gott súrdeigsbrauð í bakaríi og rista,“ segir Atli. Þeir félagarnir Andri Ottesen og Stefán Melsted eru nýbúnir að opna Café Paris við Pósthússtræti eftir gagngerar breytingar.Vísir/Anton Brink Dögurður Egg Benedict Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Veðurspáin lofar engri sérstakri blíðu um hvítasunnuna en langt helgarfrí býður upp á notalegar stundir, bústaðarferð eða bílífi heima. Meistararnir Stefán Melsted og Andri Ottesen á Café Paris tóku því vel að gefa lesendum uppskriftir að girnilegum bröns. Niðurstaðan varð egg Benedict og egg Norwegian, tveir mismunandi réttir sem innihalda nánast það sama. „Það er ekki jafn flókið að útbúa þessa rétti og lítur út fyrir og tilvalið að dunda sér við það í morgunsárið,“ segir Stefán. Hann minnir á að mikilvægt sé í allri matreiðslu að öll hráefni séu af bestu fáanlegu gæðum, þá verði útkoman alltaf betri en ella. Egg Benedict eða egg Norwegian Uppskrift fyrir 4 (eggjarétturinn heiti Benedict ef hann er með kanadísku beikoni (skinku í þessu tilfelli) en Norwegian með sneiddum reyktum laxi í stað skinkunnar).2 l vatn2 dl lageredik4 brauðsneiðar, ristaðar8 vistvæn egg200 g ferskt spínat1 stk. skarlottulaukur8 sneiðar lúxusskinka (reyktur lax eða silungur fyrir Norwegian)2 dl hollandaise-sósaSmátt saxaður graslaukurSalt og pipar Hollandaise-sósa 3 eggjarauður 1 tsk. salt Hnífsoddur cayenne-pipar 1/2 sítróna 300 g hreinsað bráðið smjör Setjið allt nema smjörið saman í skál og þeytið yfir lágum hita þangað til blandan fer að þykkna og verða froðukennd. Hellið smjörinu hægt og rólega saman við og hrærið vel allan tímann. Passið sérstaklega vel að sósan hitni ekki um of því þá getur hún skilið sig. Smakkið til með salti og sítrónusafa og fínt rifnum berki af ferskri sítrónu. Hleyptu eggin njóta sín vel hvort sem er með skinku eða reyktum laxi.Vísir/Anton Brink Fyrir hleyptu eggin Setjið pott yfir hita með ríflegu magni af vatni blönduðu um matskeið af salti og um einum desilítra af ediki fyrir hvern lítra af vatni. Gott er að vera með pott sem er vel víður og þykkbotna. Náið upp suðu og lækkið svo hitann. Vatnið á að vera rétt undir suðumarki fyrir hleyptu eggin. Gott er að brjóta eggin út í litla skál, gera lítinn hvirfil í vatnið í pottinum, hleypa eggjunum svo út í og láta þau liggja í um það bil 3 til 4 mínútur. Best er að veiða eggin upp með gataskeið eða fiskispaða og leggja á þurrt viskastykki.Samsetning Steikið spínatið á vel heitri pönnu í olíu með fínt skornum skarlottulauk og örlitlu af hvítlauk. Grillið skinkusneiðarnar örstutt á heitu grilli eða steikið á pönnu, ristið brauðsneiðarnar og skerið hverja í tvennt. Raðið brauðsneiðunum á disk, einni á hvern, skorinni í tvennt, setjið skinkusneið á hverja sneið og deilið spínatinu þar ofan á. Komið svo hleyptu eggjunum fyrir ofan á spínatinu og um það bil matskeið af hollandaise sósu ofan á hvert egg. Skreytið með fínt söxuðum graslauk. „Í klassískri útgáfu eru notaðar enskar múffur undir eggin en okkur finnst gott ristað brauð vera góður staðgengill. Á Café Paris notum við brioche brauð sem við bökum sjálf. Ef menn treysta sér er hægt að finna uppskrift að slíku brauði á netinu en annars er gott að kaupa til dæmis gott súrdeigsbrauð í bakaríi og rista,“ segir Atli. Þeir félagarnir Andri Ottesen og Stefán Melsted eru nýbúnir að opna Café Paris við Pósthússtræti eftir gagngerar breytingar.Vísir/Anton Brink
Dögurður Egg Benedict Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira