Viðar Örn ekki í landsliðshópnum: Ég legg ekki árar í bát Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2017 11:02 Viðar Örn skoraði mikið í Ísrael í vetur. vísir/afp Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv í Ísrael, er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 sunnudaginn 11. júní en um toppslag í I-riðli undankeppninnar er að ræða. Viðar Örn, sem hefur raðað inn mörkum fyrir félagslið sín undanfarin ár, hefur verið fastamaður í landsliðshópnum en mikið fjaðrafok var í kringum valið á honum síðast eftir að upp komst að hann mætti ölvaður til móts við landsliðið síðast þegar það spilaði við Króatíu. Selfyssingurinn var í byrjunarliði Íslands sem vann Kósóvó í undankeppninni í mars en nú verður hann fjarri góðu gamni. Hópurinn verður tilkynntur klukkan 13.15 og verður Vísir með beina útsendingu úr Laugardalnum. „Ég var auðvitað rosalega svekktur þegar að ég heyrði þetta en ég verð að taka þessu eins og maður vonast til að fá kallið næst. Kannski stóðu menn sig bara betur en ég í síðasta verkefni. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki alltaf nýtt tækifærið mitt nógu vel og kannski voru aðrir leikmenn betri,“ segir Viðar Örn í samtali við Vísi. „Ég virði ákvörðun þjálfaranna. Ef þeim finnst aðrir leikmenn hafa staðið sig betur í síðustu verkefnum þá verð ég að taka því. Ég hef verið að skora mikið með félagsliðum mínum en landsliðið snýst ekki bara um það.“ Það er ekkert grín að brjótast inn í byrjunarlið íslenska liðsins sem lítið breyst undanfarin ár. Viðar hefur fengið tækifæri í vináttuleikjum og ekki skorað í sex síðustu landsleikjum sem hann hefur spilað. „Sumir smella bara inn í þetta strax og þeir spila fyrsta leik en ég gerði það ekki. Ég kom inn í liðið þegar allir þessir strákar voru að spila sinn besta fótbolta og liðið vann alla leiki. Það er erfitt að komast inn í þetta lið því það er svo gott,“ segir Viðar Örn. „Ég hef fengið sénsa en þeir hafa kannski verið svolítið stuttir. Landsliðið finnst mér stundum vera svolítið spretthlaup en ég verð að taka það á mig að ég hef ekki alltaf nýtt tækifærin til fullnustu. Ég verð að yfirfæra það sem ég er að gera með félagsliðinu mínu í landsliðið þar sem maður þarf að spila vel á stuttum tíma.“ Viðar viðurkennir að hann sé sár en þó ekki bitur enda segist hann hafa skilning á ákvörðun Heimis og Helga. Hann vonast til að strákarnir leggi Króata að velli í þessum mikilvæga leik og ætlar sér að koma inn í hópinn síðar. „Ég legg ekki árar í bát. Það er alveg klárt. Ég tek því bara að hafa ekki verið valinn núna. Ég var á EM og hef verið í flestum landsliðshópunum undanfarin ár en ég verð bara að taka þessu þannig að ég þurfi að gera betur. Ég get ekki farið í neinar skotgrafir með þetta. Ég tek þessu bara eins og maður og reyni að standa mig betur. Ég vona bara svo sannarlega að strákarnir vinni þennan leik,“ segir Viðarn Örn Kjartansson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Heimir Hallgrímsson segir að tímasetning umræðunnar um málefni Viðars Arnar Kjartanssonar komi á einkennilegum tíma, enda stutt í mikilvægan leik með íslenska landsliðinu. 21. mars 2017 12:15 Viðar Örn: Þetta er búið mál fyrir alla í landsliðinu Viðar Örn Kjartansson sér eftir því sem gerðist í aðdraganda leiks Íslands og Króatíu í haust. 21. mars 2017 12:45 Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv í Ísrael, er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 sunnudaginn 11. júní en um toppslag í I-riðli undankeppninnar er að ræða. Viðar Örn, sem hefur raðað inn mörkum fyrir félagslið sín undanfarin ár, hefur verið fastamaður í landsliðshópnum en mikið fjaðrafok var í kringum valið á honum síðast eftir að upp komst að hann mætti ölvaður til móts við landsliðið síðast þegar það spilaði við Króatíu. Selfyssingurinn var í byrjunarliði Íslands sem vann Kósóvó í undankeppninni í mars en nú verður hann fjarri góðu gamni. Hópurinn verður tilkynntur klukkan 13.15 og verður Vísir með beina útsendingu úr Laugardalnum. „Ég var auðvitað rosalega svekktur þegar að ég heyrði þetta en ég verð að taka þessu eins og maður vonast til að fá kallið næst. Kannski stóðu menn sig bara betur en ég í síðasta verkefni. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki alltaf nýtt tækifærið mitt nógu vel og kannski voru aðrir leikmenn betri,“ segir Viðar Örn í samtali við Vísi. „Ég virði ákvörðun þjálfaranna. Ef þeim finnst aðrir leikmenn hafa staðið sig betur í síðustu verkefnum þá verð ég að taka því. Ég hef verið að skora mikið með félagsliðum mínum en landsliðið snýst ekki bara um það.“ Það er ekkert grín að brjótast inn í byrjunarlið íslenska liðsins sem lítið breyst undanfarin ár. Viðar hefur fengið tækifæri í vináttuleikjum og ekki skorað í sex síðustu landsleikjum sem hann hefur spilað. „Sumir smella bara inn í þetta strax og þeir spila fyrsta leik en ég gerði það ekki. Ég kom inn í liðið þegar allir þessir strákar voru að spila sinn besta fótbolta og liðið vann alla leiki. Það er erfitt að komast inn í þetta lið því það er svo gott,“ segir Viðar Örn. „Ég hef fengið sénsa en þeir hafa kannski verið svolítið stuttir. Landsliðið finnst mér stundum vera svolítið spretthlaup en ég verð að taka það á mig að ég hef ekki alltaf nýtt tækifærin til fullnustu. Ég verð að yfirfæra það sem ég er að gera með félagsliðinu mínu í landsliðið þar sem maður þarf að spila vel á stuttum tíma.“ Viðar viðurkennir að hann sé sár en þó ekki bitur enda segist hann hafa skilning á ákvörðun Heimis og Helga. Hann vonast til að strákarnir leggi Króata að velli í þessum mikilvæga leik og ætlar sér að koma inn í hópinn síðar. „Ég legg ekki árar í bát. Það er alveg klárt. Ég tek því bara að hafa ekki verið valinn núna. Ég var á EM og hef verið í flestum landsliðshópunum undanfarin ár en ég verð bara að taka þessu þannig að ég þurfi að gera betur. Ég get ekki farið í neinar skotgrafir með þetta. Ég tek þessu bara eins og maður og reyni að standa mig betur. Ég vona bara svo sannarlega að strákarnir vinni þennan leik,“ segir Viðarn Örn Kjartansson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Heimir Hallgrímsson segir að tímasetning umræðunnar um málefni Viðars Arnar Kjartanssonar komi á einkennilegum tíma, enda stutt í mikilvægan leik með íslenska landsliðinu. 21. mars 2017 12:15 Viðar Örn: Þetta er búið mál fyrir alla í landsliðinu Viðar Örn Kjartansson sér eftir því sem gerðist í aðdraganda leiks Íslands og Króatíu í haust. 21. mars 2017 12:45 Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45
Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30
Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Heimir Hallgrímsson segir að tímasetning umræðunnar um málefni Viðars Arnar Kjartanssonar komi á einkennilegum tíma, enda stutt í mikilvægan leik með íslenska landsliðinu. 21. mars 2017 12:15
Viðar Örn: Þetta er búið mál fyrir alla í landsliðinu Viðar Örn Kjartansson sér eftir því sem gerðist í aðdraganda leiks Íslands og Króatíu í haust. 21. mars 2017 12:45
Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30