Lyon vann í gær Meistaradeild Evrópu kvenna eftir dramatískan sigur á Paris Saint-Germain í vítaspyrnukeppni, 7-6, í úrslitaleik í Cardiff.
Þetta er annað árið í röð og fjórða skiptið á síðustu sjö árum sem Lyon verður Evrópumeistari.
Lyon fór Krýsuvíkurleiðina að titlinum í gær. Úrslitaleikurinn var fremur tíðindalítill og hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og framlengingu. Því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni og þar reyndist Sarah Bouhaddi, markvörður Lyon, hetjan.
Bæði lið skoruðu úr fjórum af fyrstu fimm spyrnum sínum og því var farið í bráðabana. Liðin skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum sínum þar og í 3. umferð bráðabanans var svo komið að einvígi markvarðana.
Katarzyna Kiedrzynek tók áttundu spyrnu PSG en skaut framhjá marki Lyon. Bouhaddi fór svo á punktinn, skoraði framhjá Kiedrzynek og tryggði Lyon titilinn.
Lyon er einnig franskur meistari og bikarmeistari og vann því þrennuna svokölluðu annað árið í röð.
Markvörðurinn skoraði úr síðustu spyrnunni og tryggði Lyon titilinn | Myndband
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið


„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
Íslenski boltinn

Hafa verið þrettán ár af lygum
Enski boltinn

Eiginkona Michael Schumacher í áfalli
Formúla 1

Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig
Íslenski boltinn

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn


Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn


Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park
Enski boltinn