Innlent

Sumarhús brann í Skorradal

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Slökkvilið réði niðurlögum eldsins í Skorradal í kvöld.
Slökkvilið réði niðurlögum eldsins í Skorradal í kvöld. Vísir/Anton Brink
Sumarhús brann í Skorradal í Borgarfirði í kvöld. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en altjón varð á húsinu.

Að sögn Bjarna Kristins Þorsteinssonar, slökkviliðsstjóra í Borgarnesi, hangir enn uppi hluti af bústaðnum en annars hafi allt innanstokks og utan brunnið til kaldra kola. Önnur hús á svæðinu voru ekki í hættu.

Sumarhúsið stóð í Dagvarðarneslandi en grunur beinist að því að rafknúinn, heitur pottur hafi valdið brunanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×