Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna Snærós Sindradóttir skrifar 2. júní 2017 07:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra vísir/anton brink „Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Jón var metinn ellefti hæfasti umsækjandinn í starf dómara í Landsrétti en var ekki í tillögum dómsmálaráðherra um þá fimmtán sem skipa ber í starfið. Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, spyr hvort annarleg sjónarmið hafi ríkt við ákvörðunina.vísir/anton brink Í bréfi sínu til nefndarinnar andmælir Jón tillögu dómsmálaráðherra og segir: „Af þessu tilefni leyfir undirritaður sér að vekja athygli stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á því að með tillögu ráðherra er undirritaður tekinn út einn héraðsdómara án þess að finna megi ástæðu þessa í skýringum ráðherrans. Undirritaður var skipaður héraðsdómari 15. maí 2010, eða fyrir sjö árum. Meðal þeirra sem ráðherra gerir tillögu um er héraðsdómari sem skipaður var sama dag og undirritaður og hefur því gegnt embætti héraðsdómara nákvæmlega jafn lengi.“ Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður ritaði nefndinni einnig umsögn. Hann segir tillögu ráðherra stefna í að vera ríkinu dýr vegna bótaréttar sem skapast. „Lét dómari stjórnmálaskoðanir (fortíðar) ráða þegar tilteknir umsækjendur voru látnir gossa út af dómnefndarlistanum? Urðu vina- og pólitísk tengsl til þess að aðrir voru teknir inn í þeirra stað o.s.frv. Svona hugsanir vill maður ekki þurfa að hlusta á í eigin höfði en það er því miður óhjákvæmilegt.“ Í umsögn Lögmannafélags Íslands segir að félagið telji ákvörðun dómsmálaráðherra síst til þess fallna að skapa nýjum dómstól það traust og veganesti sem nauðsynlegt sé í lýðræðisþjóðfélagi. „Að sama skapi eru það vonbrigði að ráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu, samanborið við reynslu af dómsstörfum, og raun ber vitni.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
„Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Jón var metinn ellefti hæfasti umsækjandinn í starf dómara í Landsrétti en var ekki í tillögum dómsmálaráðherra um þá fimmtán sem skipa ber í starfið. Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, spyr hvort annarleg sjónarmið hafi ríkt við ákvörðunina.vísir/anton brink Í bréfi sínu til nefndarinnar andmælir Jón tillögu dómsmálaráðherra og segir: „Af þessu tilefni leyfir undirritaður sér að vekja athygli stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á því að með tillögu ráðherra er undirritaður tekinn út einn héraðsdómara án þess að finna megi ástæðu þessa í skýringum ráðherrans. Undirritaður var skipaður héraðsdómari 15. maí 2010, eða fyrir sjö árum. Meðal þeirra sem ráðherra gerir tillögu um er héraðsdómari sem skipaður var sama dag og undirritaður og hefur því gegnt embætti héraðsdómara nákvæmlega jafn lengi.“ Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður ritaði nefndinni einnig umsögn. Hann segir tillögu ráðherra stefna í að vera ríkinu dýr vegna bótaréttar sem skapast. „Lét dómari stjórnmálaskoðanir (fortíðar) ráða þegar tilteknir umsækjendur voru látnir gossa út af dómnefndarlistanum? Urðu vina- og pólitísk tengsl til þess að aðrir voru teknir inn í þeirra stað o.s.frv. Svona hugsanir vill maður ekki þurfa að hlusta á í eigin höfði en það er því miður óhjákvæmilegt.“ Í umsögn Lögmannafélags Íslands segir að félagið telji ákvörðun dómsmálaráðherra síst til þess fallna að skapa nýjum dómstól það traust og veganesti sem nauðsynlegt sé í lýðræðisþjóðfélagi. „Að sama skapi eru það vonbrigði að ráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu, samanborið við reynslu af dómsstörfum, og raun ber vitni.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent