Sumarspá Siggu Kling - Steingeit: Þú laðar að þér svo flotta vini 2. júní 2017 09:00 Elsku Steingeit, það er búið að vera mikið að gera hjá þér og verkefnin hafa hlaðist upp. En það þýðir ekkert að reyna að klára málin á allt of skömmum tíma, þú hefur nægan tíma og óskir þínar sem þú varst svo hrædd um að myndu ekki uppfyllast eru að koma til þín hver á fætur annarri. En að sjálfsögðu fær maður ekki allt, því ef maður fær allt hefur maður ekkert að hlakka til. Þú ert alltaf svo flott og mikil týpa að fólk í kringum þig dáist að þér og hefur þá hugmynd um þig að þú hafir svo miklu meira en þú sjálf gerir þér grein fyrir. Vanmáttur einkennir þig oft, en það er orð sem á ekki að vera í þínu merki. Þú laðar að þér svo flotta vini sem eru svo miklar týpur og fólk er algjörlega þitt áhugamál. Þú þarft ekki að breiða yfir einföld mistök sem þú kvíðir að aðrir frétti af. Öll mistök munu gera þig merkari svo hafðu bara húmor fyrir sjálfum þér og gerðu grín að aðstæðum því það skiptir öllu máli hvernig þú tekur aðstæðum því þá smitarðu þeim skoðunum til allra í kringum þig - þú ert það sem þú hugsar. Þú elskar svo mikið af lífi og sál og gefur þig alla í verkefnið sem kallast „ást“. En þegar þú færð ekki hlutina til baka eins og þú hafðir séð fyrir þér þá hefurðu tilhneigingu til að gefast upp á fólkinu sem þú elskar. Þó að þú hafir allt þitt á hreinu þá er ekki þar með sagt að manneskjur í kringum þig séu eins kraftmiklar. En mundu að það er gott að ganga í takt við aðra því þú hefur ekki alltaf rétt fyrir þér. Þetta er rosaleg setning að segja við steingeit. Afdrifaríkur tími er að koma inn í líf þitt. Fólk sem mun verða til þess að þú takir u-beygju er á leiðinni til þín, ef það er ekki nú þegar komið. Þú öðlast svo mikinn þroska, þolinmæði og ást á lífinu að þú getur svo sannarlega verið auðmjúk. Ekki hata neinn, það er svo stórt orð og ætti ekki að vera til í orðaforðanum. Þú skalt líka alveg sleppa því að taka að þér verkefni sem þú færð vonda tilfinningu fyrir. Ef það fyrsta sem kemur upp í hugann þinn er: „nei, nei, nei“ skaltu bara neita. Það er hægt að gera það á fallegan máta, þá losnar þú undan streitunni.Mottó: Stefndu á sólina, þú getur alltaf krækt þér í stjörnu.Frægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir og Davíð Oddsson, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé, Ingveldur Ægissdóttir módir og kvunndagshetja, Hendrika Waage hönnuður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Elsku Steingeit, það er búið að vera mikið að gera hjá þér og verkefnin hafa hlaðist upp. En það þýðir ekkert að reyna að klára málin á allt of skömmum tíma, þú hefur nægan tíma og óskir þínar sem þú varst svo hrædd um að myndu ekki uppfyllast eru að koma til þín hver á fætur annarri. En að sjálfsögðu fær maður ekki allt, því ef maður fær allt hefur maður ekkert að hlakka til. Þú ert alltaf svo flott og mikil týpa að fólk í kringum þig dáist að þér og hefur þá hugmynd um þig að þú hafir svo miklu meira en þú sjálf gerir þér grein fyrir. Vanmáttur einkennir þig oft, en það er orð sem á ekki að vera í þínu merki. Þú laðar að þér svo flotta vini sem eru svo miklar týpur og fólk er algjörlega þitt áhugamál. Þú þarft ekki að breiða yfir einföld mistök sem þú kvíðir að aðrir frétti af. Öll mistök munu gera þig merkari svo hafðu bara húmor fyrir sjálfum þér og gerðu grín að aðstæðum því það skiptir öllu máli hvernig þú tekur aðstæðum því þá smitarðu þeim skoðunum til allra í kringum þig - þú ert það sem þú hugsar. Þú elskar svo mikið af lífi og sál og gefur þig alla í verkefnið sem kallast „ást“. En þegar þú færð ekki hlutina til baka eins og þú hafðir séð fyrir þér þá hefurðu tilhneigingu til að gefast upp á fólkinu sem þú elskar. Þó að þú hafir allt þitt á hreinu þá er ekki þar með sagt að manneskjur í kringum þig séu eins kraftmiklar. En mundu að það er gott að ganga í takt við aðra því þú hefur ekki alltaf rétt fyrir þér. Þetta er rosaleg setning að segja við steingeit. Afdrifaríkur tími er að koma inn í líf þitt. Fólk sem mun verða til þess að þú takir u-beygju er á leiðinni til þín, ef það er ekki nú þegar komið. Þú öðlast svo mikinn þroska, þolinmæði og ást á lífinu að þú getur svo sannarlega verið auðmjúk. Ekki hata neinn, það er svo stórt orð og ætti ekki að vera til í orðaforðanum. Þú skalt líka alveg sleppa því að taka að þér verkefni sem þú færð vonda tilfinningu fyrir. Ef það fyrsta sem kemur upp í hugann þinn er: „nei, nei, nei“ skaltu bara neita. Það er hægt að gera það á fallegan máta, þá losnar þú undan streitunni.Mottó: Stefndu á sólina, þú getur alltaf krækt þér í stjörnu.Frægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir og Davíð Oddsson, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé, Ingveldur Ægissdóttir módir og kvunndagshetja, Hendrika Waage hönnuður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira