Innlent

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þyrlan mun flytja fólkið á Landspítalann.
Þyrlan mun flytja fólkið á Landspítalann. Vísir/ERNIR
Einn er alvarlega slasaður eftir bílveltu skammt vestan við Freysnes í Öræfum í hádeginu í dag. Um var að ræða jeppa með hjólhýsi í eftirdragi en hann hafði fengið á sig vindhviðu með þeim afleiðingum að jeppinn valt úr fyrir veg.

Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum. Lögregla, sjúkraflutningamenn, björgunarsveit og slökkvilið voru kölluð út vegna atviksins og verið er að flytja fólkið til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem mun síðan koma fólkinu á sjúkrahús í Reykjavík.

Þá hafa verið umferðartafir vegna rútu sem lokar hluta þjóðvegar 1 austan við slysstaðinn en hún mun hafa snúist á veginum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki hafi gefist tími til að kanna tildrög þess máls en að neyðarumferð hafi komist þar fram hjá.

Tekið er fram að vindhviður hafi farið í allt að 35 metra á sekúndu í dag og ekkert ferðaveður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×