Innlent

Fréttir Stöðvar 2 - Hvetja foreldra til að ræða við börn sín um dauðann

Rætt verður við Halldór Reynisson og Birnu Dröfn Jónasdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:30.
Rætt verður við Halldór Reynisson og Birnu Dröfn Jónasdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:30. VÍSIR/GETTY
„Dauðinn getur verið ótímabær, en aldrei óeðlilegur,“ segir Birna Dröfn Jónasdóttir. Faðir hennar drukknaði á Spáni árið 1997 en Birna Dröfn var þá 12 ára gömul. Hún missti síðan móður sína árið 2012. Hún hvetur foreldra til að ræða við börn sín um dauðann og að leyfa þeim að vera hluti af sorgarferlinu.

Í sama streng tekur Halldór Reynisson, rektor Skálholtsskóla, en hann hefur aðstoðað syrgjendur á öllum aldri við að takast á við harm sinn. Halldór segir tímann ekki lækna öll sár og kallar eftir meiri umræðu um listina að lifa, og listina deyja.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands misstu 65 börn foreldri á síðasta ári.

„Þegar maður missir foreldri þá endar bernskan að vissu leyti,“ segir Halldór. „Börn sem missa einhvern nákominn ótímabært verða fullorðin fyrir aldur fram, og það er ekki hollt.“

Fjallað verður um foreldramissi og sorgina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, klukkan 18:30, en þar verður rætt við Birnu Dröfn og Halldór um hvernig á að ræða við börn um dauðann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×