Tólf íslensk verðlaun í gær þýða að Ísland er áfram í öðru sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2017 08:56 Júdókonan Anna Soffía Víkingsdóttir með gullverðlaun sín. Mynd/ÍSÍ Ísland er í öðru sæti á verðlaunatöflunni eftir annan dag Smáþjóðaleikana í San Marinó en íslensk íþróttafólk vann til tólf verðlaun í gær. Íslendingar fengu sjö gull, eitt silfur og fjögur brons. Ísland er nú með þrettán gull, fjögur silfur og tíu brons og í öðru sæti á verðlaunatöflunni með samtals 27 verðlaunapeninga. Lúxemborg er í fyrsta sæti með 45 verðlaunapeninga. Ísland fékk fjögur gull, eitt silfur og þrjú brons í sundi, eitt gull í skotfimi og tvö gull og eitt brons í júdó.Verðlaun Íslands í gær:Júdó Ólympíufarinn og Íslandsmeistarinn Þormóður Árni Jónsson hlaut gullverðlaun í +100 kg flokki með því að sigra andstæðinga frá Kýpur og Lúxemborg. Íslandsmeistarinn Anna Soffía Víkingsdóttir hlaut gullverðlaun í -78 kg flokki með því að sigra þrjá andstæðinga sína. Grímur Ívarsson hlaut bronsverðlaun í -100 kg flokki. Hann vann viðureign sína gegn keppanda frá Svartfjallalandi en það tryggði honum bronsið.Skotfimi Ásgeir Sigurgeirsson fékk gull í keppni með loftskammbyssu af 10 metra færi en hann hafði betur í úrslitum á móti Joe Dondelinger frá Lúxemborg. Sund Eygló Ósk Gústafsdóttir sigraði í 100 metra baksundi á tímanum 1:01,67 mín. Hún hlaut þar með önnur gullverðlaun sín á Smáþjóðaleikunum, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra baksundi í fyrradag. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann gullverðlaun í 200 metra bringusundi á tímanum 2:28,89 mín.Hrafnhildur hlaut þar með önnur gullverðlaun sín, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi í fyrradag. Bryndís Rún Hansen sigraði í 100 metra flugsundi á tímanum 1:01,57 mín. Bryndís Rún vann þarna sín önnur gullverðlaun en hún vann einnig í 100 m skriðsundi í fyrradag. Í 100 metra baksundi karla vann Davíð Hildiberg Aðalsteinsson til bronsverðlauna á tímanum 57,50 sek. Ágúst Júlíusson vann til bronsverðlauna í 100 metra flugsundi á tímanum 55:67 sek. Í 200 metra bringusundi vann Viktor Máni Vilbergsson til bronsverðlauna á tímanum 2:17,21 mín. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi kvenna vann til gullverðlauna á tímanum 8:21,13 mín. Í sveitinni eru Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Bryndís Rún Hansen. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi karla vann til silfurverðlauna á tímanum 7:46,34 mín. Í sveitinni eru Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Aron Örn Stefánsson, Kristófer Sigurðsson og Þröstur Bjarnason. Ólympíuleikar Tengdar fréttir Ísland með næstflest verðlaun eftir fyrsta keppnisdag Íslensku keppendurnir unnu til fimmtán verðlauna á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. 31. maí 2017 09:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Sjá meira
Ísland er í öðru sæti á verðlaunatöflunni eftir annan dag Smáþjóðaleikana í San Marinó en íslensk íþróttafólk vann til tólf verðlaun í gær. Íslendingar fengu sjö gull, eitt silfur og fjögur brons. Ísland er nú með þrettán gull, fjögur silfur og tíu brons og í öðru sæti á verðlaunatöflunni með samtals 27 verðlaunapeninga. Lúxemborg er í fyrsta sæti með 45 verðlaunapeninga. Ísland fékk fjögur gull, eitt silfur og þrjú brons í sundi, eitt gull í skotfimi og tvö gull og eitt brons í júdó.Verðlaun Íslands í gær:Júdó Ólympíufarinn og Íslandsmeistarinn Þormóður Árni Jónsson hlaut gullverðlaun í +100 kg flokki með því að sigra andstæðinga frá Kýpur og Lúxemborg. Íslandsmeistarinn Anna Soffía Víkingsdóttir hlaut gullverðlaun í -78 kg flokki með því að sigra þrjá andstæðinga sína. Grímur Ívarsson hlaut bronsverðlaun í -100 kg flokki. Hann vann viðureign sína gegn keppanda frá Svartfjallalandi en það tryggði honum bronsið.Skotfimi Ásgeir Sigurgeirsson fékk gull í keppni með loftskammbyssu af 10 metra færi en hann hafði betur í úrslitum á móti Joe Dondelinger frá Lúxemborg. Sund Eygló Ósk Gústafsdóttir sigraði í 100 metra baksundi á tímanum 1:01,67 mín. Hún hlaut þar með önnur gullverðlaun sín á Smáþjóðaleikunum, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra baksundi í fyrradag. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann gullverðlaun í 200 metra bringusundi á tímanum 2:28,89 mín.Hrafnhildur hlaut þar með önnur gullverðlaun sín, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi í fyrradag. Bryndís Rún Hansen sigraði í 100 metra flugsundi á tímanum 1:01,57 mín. Bryndís Rún vann þarna sín önnur gullverðlaun en hún vann einnig í 100 m skriðsundi í fyrradag. Í 100 metra baksundi karla vann Davíð Hildiberg Aðalsteinsson til bronsverðlauna á tímanum 57,50 sek. Ágúst Júlíusson vann til bronsverðlauna í 100 metra flugsundi á tímanum 55:67 sek. Í 200 metra bringusundi vann Viktor Máni Vilbergsson til bronsverðlauna á tímanum 2:17,21 mín. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi kvenna vann til gullverðlauna á tímanum 8:21,13 mín. Í sveitinni eru Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Bryndís Rún Hansen. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi karla vann til silfurverðlauna á tímanum 7:46,34 mín. Í sveitinni eru Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Aron Örn Stefánsson, Kristófer Sigurðsson og Þröstur Bjarnason.
Ólympíuleikar Tengdar fréttir Ísland með næstflest verðlaun eftir fyrsta keppnisdag Íslensku keppendurnir unnu til fimmtán verðlauna á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. 31. maí 2017 09:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Sjá meira
Ísland með næstflest verðlaun eftir fyrsta keppnisdag Íslensku keppendurnir unnu til fimmtán verðlauna á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. 31. maí 2017 09:00