Erlent

Tíu filippseyskir hermenn féllu í loftárás eigin hers

Atli Ísleifsson skrifar
Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, setti herlög á eyjunni Mindanao í síðustu viku.
Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, setti herlög á eyjunni Mindanao í síðustu viku. Vísir/AFP
Tíu hermenn úr her Filippseyja féllu í gærkvöldi þegar stjórnarherinn gerði loftárás á borgina Marawi þar sem harðir bardagar hafa geisað síðustu daga.

Átta hermenn til viðbótar særðust en mistök urðu til þess að árásin var gerð á svæði þar sem menn úr sama liði voru saman komnir.

Talið er að allt að hundrað hafi fallið í bardögum í Marawi en stjórnarherinn hefur látið til skarar skríða gegn íslömskum vígasveitum sem lýst hafa yfir hollustu við ISIS.

Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, setti herlög á eyjunni Mindanao í síðustu viku, en Marawi er ein af helstu borgum eyjunnar.


Tengdar fréttir

Herlög forseta Filippseyja verða svipuð og í tíð Marcos

Íslamskir vígamenn hafa valdið gífurlegum usla í Marawi-borg á eynni Mindanao á Filippseyjum undanfarna daga. Lagður hefur verið eldur að opinberum byggingum og kirkjugestir verið teknir í gíslingu. Forsetinn brást við með því að lýsa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×