Innlent

Ófundinn í nauðgunarmáli

Snærós Sindradóttir skrifar
Lögreglan á Ísafirði fór með rannsókn málsins.
Lögreglan á Ísafirði fór með rannsókn málsins. vísir/pjetur
Ekki hefur tekist að hafa uppi á manni sem stefnt hefur verið í einkaréttarmáli og sakaður er um nauðgun sem átti sér stað á Ísafirði og Fréttablaðið hefur fjallað um. Stefna gegn honum hefur verið birt opinberlega.

Tveimur mönnum hefur verið stefnt til fullra bóta vegna málsins. Þeir eru báðir af erlendum uppruna en annar þeirra er enn búsettur hér á landi og hefur útvegað sér lögfræðing vegna málsins. Hinn maðurinn er, eins og áður segir, ófundinn.

Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur lögmaður konunnar reynt ítrekað að hafa uppi á manninum erlendis.

Að endingu var stefnan birt opinberlega en það þýðir að maðurinn gæti verið dæmdur til bótagreiðslu, þrátt fyrir að taka ekki til varna.


Tengdar fréttir

Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli

Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f

Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn

Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. Hún segir biðina eftir að hún kærði verknaðinn hafa verið mjög erfiða. Mikilvægt sé að þolendur séu staðráðnir í að láta ofbeldisbrot ekki viðgang




Fleiri fréttir

Sjá meira


×