Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, segist hafa verið að hluta til ósammála hæfnisnefndinni. Að minnsta kosti einn þeirra, sem hæfnisnefnd mat á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir, íhugar að kæra íslenska ríkið eða leita til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Fordæmi er fyrir því að ríkissjóður greiði bætur vegna slíks. Var Árna Mathiesen, sem og ríkissjóði, árið 2011 gert að greiða Guðmundi Kristjánssyni hálfa milljón króna fyrir að hafa gengið framhjá honum við skipan dómara í Héraðsdóm Norðurlands vestra og Héraðsdóm Austurlands í desember 2007. Fréttablaðið ræddi í gær við nokkra þeirra fjögurra sem dómsmálaráðherra var ósammála hæfnisnefnd um og var hljóðið í þeim þungt. Einn þeirra notaði orðið „valdníðsla“ um vinnubrögð dómsmálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir.vísir/ernir Lilja Alfreðsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir afgreiðslu tillögunnar úr nefnd rýra traust. „Ég óttast að þetta rýri traust á þinginu og að þetta rýri traust á þessu nýja dómstigi,“ segir Lilja. Katrín Jakobsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir meirihlutann hafa ákveðið að keyra málið út úr nefnd. „Andmæli okkar snúast ekki um einstaklingana heldur málsmeðferðina en við teljum það algjört grundvallaratriði við þessi tímamót í réttarsögunni, þegar nýr réttur er settur og skipaður í heild sinni, að málsmeðferð stjórnvalda sé hafin yfir vafa,“ segir Katrín enn fremur. Tillagan var tekin fyrir á Alþingi í gær en Fréttablaðið var farið í prentun áður en málið kom til umræðu. Til stóð að minnihluti nefndarinnar myndi leggja fram frávísunartillögu. Yrði hún ekki samþykkt myndu Píratar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra sem hafði verið samin fyrr um daginn. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Að minnsta kosti einn þeirra, sem hæfnisnefnd mat á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir, íhugar að kæra íslenska ríkið eða leita til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Fordæmi er fyrir því að ríkissjóður greiði bætur vegna slíks. Var Árna Mathiesen, sem og ríkissjóði, árið 2011 gert að greiða Guðmundi Kristjánssyni hálfa milljón króna fyrir að hafa gengið framhjá honum við skipan dómara í Héraðsdóm Norðurlands vestra og Héraðsdóm Austurlands í desember 2007. Fréttablaðið ræddi í gær við nokkra þeirra fjögurra sem dómsmálaráðherra var ósammála hæfnisnefnd um og var hljóðið í þeim þungt. Einn þeirra notaði orðið „valdníðsla“ um vinnubrögð dómsmálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir.vísir/ernir Lilja Alfreðsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir afgreiðslu tillögunnar úr nefnd rýra traust. „Ég óttast að þetta rýri traust á þinginu og að þetta rýri traust á þessu nýja dómstigi,“ segir Lilja. Katrín Jakobsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir meirihlutann hafa ákveðið að keyra málið út úr nefnd. „Andmæli okkar snúast ekki um einstaklingana heldur málsmeðferðina en við teljum það algjört grundvallaratriði við þessi tímamót í réttarsögunni, þegar nýr réttur er settur og skipaður í heild sinni, að málsmeðferð stjórnvalda sé hafin yfir vafa,“ segir Katrín enn fremur. Tillagan var tekin fyrir á Alþingi í gær en Fréttablaðið var farið í prentun áður en málið kom til umræðu. Til stóð að minnihluti nefndarinnar myndi leggja fram frávísunartillögu. Yrði hún ekki samþykkt myndu Píratar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra sem hafði verið samin fyrr um daginn.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira