Stærsta húsið rís í mestu fjárfestingum Eyjamanna Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2017 22:15 Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. Meðal annars reisir Vinnslustöðin frystigeymslu sem verður langstærsta hús Eyja. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fjárfestingar tveggja stærstu fyrirtækjanna og rætt við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar hf. Glöggir menn telja að aldrei hafi verið fjárfest jafn mikið í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum og um þessar mundir. Ný vinnsluhús spretta upp, ný fiskiskip koma og nú er að rísa stærsta hús sem menn hafa séð í Eyjum, fyrr og síðar. Þetta er frystigeymsla Vinnslustöðvarinnar, sem rís á Eiðinu, fjögurþúsund fermetrar að grunnfleti og ellefu metra há. Verið var að steypa gólfin þegar framkvæmdastjórinn sýndi okkur húsið og við fengum þá tilfinningu að það væri svo stórt að þar mætti koma fyrir ágætis knattspyrnuvöllum. Séð yfir Vestmannaeyjahöfn. Nýja frystigeymslan er austast á Eiðinu, hægra megin, næst Heimakletti.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er nú kannski þannig að reksturinn snýst meira um byggingastarfsemi í augnablikinu heldur en útgerð,” segir Binni í Vinnslustöðinni. Og það eru orð að sönnu því hvarvetna á hafnarsvæðinu mátti sjá iðnaðarmenn að störfum fyrir Vinnslustöðina. Verið er að byggja 1.800 fermetra uppsjávarfrystihús og mótorhús, löndunarhús, nýir mjölturnar hafa verið að spretta upp hver af öðrum og svo er komin hér 2.600 fermetra mjölgeymsla. Í nýjum byggingum er þetta fjárfesting upp á þrjá og hálfan milljarð króna. „Megnið af húsakosti Vinnslustöðarinnar var um það bil fimmtíu ára og tækjabúnaður í uppsjávarvinnslu kannski að verulegu leyti 25-30 ára. Þannig að það var bara kominn tími, - við gátum ekki keyrt okkar gömlu hús og tæki lengur. Það var bara kominn tími til þess að endurnýja.” Rekstur Vinnslustöðvarinnar snýst kannski meira um byggingarstarfsemi heldur en útgerð þessa dagana, segir framkvæmdastjórinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Öll vinnsla á síld, loðnu, makríl og kolmunna er að færast úr gömlum húsum um leið og nýjasta tækni er tekin í gagnið, sem vonast er til að skili betri og verðmætari afurðum. „Við erum að fara úr gamla tímanum í framtíðina,” segir Binni. Jafnframt er Vinnslustöðin að fá nýjan togara frá Kína síðar í sumar eftir að hafa keypt tvö skip af Granda, auk loðnukvóta. „Þannig að samtals eru þetta á milli sjö til átta milljarðar sem við erum að fjárfesta fyrir á þessum þremur árum.”Séð inn í eina álmu nýju frystigeymslu Vinnslustöðvarinnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þá hefur Ísfélag Vestmannaeyja einnig staðið í miklum framkvæmdum í Eyjum, upp á tvo til þrjá milljarða króna, að sögn Stefáns Friðrikssonar framkvæmdastjóra; byggt nýja frystigeymslu, flokkunarstöð og endurnýjað löndunaraðstöðu. Þessar miklu fjárfestingar segja sitt um trú manna á útgerðarstöðinni Vestmannaeyjum. „Þetta hefur alltaf verið kraftmikil útgerð og við róum að því öllum árum að svo verði áfram,” segir Sigurgeir Brynjar. Tengdar fréttir Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00 Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Vinnslustöðin kaupir af Granda HB Grandi rýmir fyrir nýjum uppsjávarveiðiskipum með sölu eldri skipa. 20. maí 2015 07:15 Vinnslustöðin yngir upp flotann Skipið Ísleifur, sem áður hét Ingunn, kom til Heimaeyjar. 29. júlí 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. Meðal annars reisir Vinnslustöðin frystigeymslu sem verður langstærsta hús Eyja. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fjárfestingar tveggja stærstu fyrirtækjanna og rætt við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar hf. Glöggir menn telja að aldrei hafi verið fjárfest jafn mikið í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum og um þessar mundir. Ný vinnsluhús spretta upp, ný fiskiskip koma og nú er að rísa stærsta hús sem menn hafa séð í Eyjum, fyrr og síðar. Þetta er frystigeymsla Vinnslustöðvarinnar, sem rís á Eiðinu, fjögurþúsund fermetrar að grunnfleti og ellefu metra há. Verið var að steypa gólfin þegar framkvæmdastjórinn sýndi okkur húsið og við fengum þá tilfinningu að það væri svo stórt að þar mætti koma fyrir ágætis knattspyrnuvöllum. Séð yfir Vestmannaeyjahöfn. Nýja frystigeymslan er austast á Eiðinu, hægra megin, næst Heimakletti.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er nú kannski þannig að reksturinn snýst meira um byggingastarfsemi í augnablikinu heldur en útgerð,” segir Binni í Vinnslustöðinni. Og það eru orð að sönnu því hvarvetna á hafnarsvæðinu mátti sjá iðnaðarmenn að störfum fyrir Vinnslustöðina. Verið er að byggja 1.800 fermetra uppsjávarfrystihús og mótorhús, löndunarhús, nýir mjölturnar hafa verið að spretta upp hver af öðrum og svo er komin hér 2.600 fermetra mjölgeymsla. Í nýjum byggingum er þetta fjárfesting upp á þrjá og hálfan milljarð króna. „Megnið af húsakosti Vinnslustöðarinnar var um það bil fimmtíu ára og tækjabúnaður í uppsjávarvinnslu kannski að verulegu leyti 25-30 ára. Þannig að það var bara kominn tími, - við gátum ekki keyrt okkar gömlu hús og tæki lengur. Það var bara kominn tími til þess að endurnýja.” Rekstur Vinnslustöðvarinnar snýst kannski meira um byggingarstarfsemi heldur en útgerð þessa dagana, segir framkvæmdastjórinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Öll vinnsla á síld, loðnu, makríl og kolmunna er að færast úr gömlum húsum um leið og nýjasta tækni er tekin í gagnið, sem vonast er til að skili betri og verðmætari afurðum. „Við erum að fara úr gamla tímanum í framtíðina,” segir Binni. Jafnframt er Vinnslustöðin að fá nýjan togara frá Kína síðar í sumar eftir að hafa keypt tvö skip af Granda, auk loðnukvóta. „Þannig að samtals eru þetta á milli sjö til átta milljarðar sem við erum að fjárfesta fyrir á þessum þremur árum.”Séð inn í eina álmu nýju frystigeymslu Vinnslustöðvarinnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þá hefur Ísfélag Vestmannaeyja einnig staðið í miklum framkvæmdum í Eyjum, upp á tvo til þrjá milljarða króna, að sögn Stefáns Friðrikssonar framkvæmdastjóra; byggt nýja frystigeymslu, flokkunarstöð og endurnýjað löndunaraðstöðu. Þessar miklu fjárfestingar segja sitt um trú manna á útgerðarstöðinni Vestmannaeyjum. „Þetta hefur alltaf verið kraftmikil útgerð og við róum að því öllum árum að svo verði áfram,” segir Sigurgeir Brynjar.
Tengdar fréttir Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00 Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Vinnslustöðin kaupir af Granda HB Grandi rýmir fyrir nýjum uppsjávarveiðiskipum með sölu eldri skipa. 20. maí 2015 07:15 Vinnslustöðin yngir upp flotann Skipið Ísleifur, sem áður hét Ingunn, kom til Heimaeyjar. 29. júlí 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00
Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11
Vinnslustöðin kaupir af Granda HB Grandi rýmir fyrir nýjum uppsjávarveiðiskipum með sölu eldri skipa. 20. maí 2015 07:15
Vinnslustöðin yngir upp flotann Skipið Ísleifur, sem áður hét Ingunn, kom til Heimaeyjar. 29. júlí 2015 07:00