Illt í hjartanu og vill hjálpa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2017 21:15 Landssöfnun er hafin fyrir þá sem misstu allt sitt í flóðbylgjunni í Grænlandi. Tvö þorp hafa verið rýmd af ótta við aðra flóðbylgju og íbúar fjögurra annarra eiga að vera á varðbergi. Fjögurra er enn saknað eftir að flóðbylgja skall á þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi. Þá eru nokkrir slasaðir og tugir misstu allt sitt.Tvö þorp við sama fjörð hafa verið rýmd vegna þessa að flóðahætta er ennþá talin vera til staðar. Íbúar fjögurra annara þorpa eiga að fylgjast með sjávarmálinu og hörfa upp til fjalla ef viðvörunarflautur óma. Niðurstaða rannsóknar sem gerð var á vettvangi leiddi í ljós að risavaxin skriða sem féll úr fjalli og niður í sjó í Karratfirðinum olli flóðbylgjunni. Íslensk kona sem bjó í Grænlandi og á grænlenskan kærasta efndi til söfnunar fyrir fórnarlömbin. Hún óskaði meðal annars eftir veiðibúnaði fyrir menn og leikföngum fyrir börnin. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og margir pokar verða sendir út. Hún segist hafa fundið til með grænlenskum vinum sínum og gat ekki annað en hjálpað. „Ég átti pínu bágt með mig í gær og gat ekki sofnað yfir þessu. Held ég hafi verið andvaka í fyrsta sinn síðan ég var tíu ára. Mér er bara illt í hjartanu og langar að gera allt sem ég get til að hjálpa," segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir.Landssöfnun hafin Hjálpin berst úr fleiri áttum en í dag ákváðu Hrókurinn, Vinafélag Grænlands og Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar og aðrir Grænlandsvinir, að hrinda af stað landssöfnun. Söfnun er einnig hafin í Færeyjum. Fjármunirnir munu renna óskert til uppbyggingarinnar á Grænlandi og þeirra sem eiga um sárt að binda. „Ég held að mikilvægustu skilaboðin sem grænlenska þjóðin getur fengið sé að hún eigi góða nágranna sem bæði hugsa hlýlega til þeirra og styðja þá í verki. Eins og þeir gerðu fyrir okkur þegar snjóflóðin ógurlegu féllu fyrir vestan," segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins.Hjálparstarf kirkjunnar hefur opnað söfnunarreikninginn 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Landssöfnun er hafin fyrir þá sem misstu allt sitt í flóðbylgjunni í Grænlandi. Tvö þorp hafa verið rýmd af ótta við aðra flóðbylgju og íbúar fjögurra annarra eiga að vera á varðbergi. Fjögurra er enn saknað eftir að flóðbylgja skall á þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi. Þá eru nokkrir slasaðir og tugir misstu allt sitt.Tvö þorp við sama fjörð hafa verið rýmd vegna þessa að flóðahætta er ennþá talin vera til staðar. Íbúar fjögurra annara þorpa eiga að fylgjast með sjávarmálinu og hörfa upp til fjalla ef viðvörunarflautur óma. Niðurstaða rannsóknar sem gerð var á vettvangi leiddi í ljós að risavaxin skriða sem féll úr fjalli og niður í sjó í Karratfirðinum olli flóðbylgjunni. Íslensk kona sem bjó í Grænlandi og á grænlenskan kærasta efndi til söfnunar fyrir fórnarlömbin. Hún óskaði meðal annars eftir veiðibúnaði fyrir menn og leikföngum fyrir börnin. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og margir pokar verða sendir út. Hún segist hafa fundið til með grænlenskum vinum sínum og gat ekki annað en hjálpað. „Ég átti pínu bágt með mig í gær og gat ekki sofnað yfir þessu. Held ég hafi verið andvaka í fyrsta sinn síðan ég var tíu ára. Mér er bara illt í hjartanu og langar að gera allt sem ég get til að hjálpa," segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir.Landssöfnun hafin Hjálpin berst úr fleiri áttum en í dag ákváðu Hrókurinn, Vinafélag Grænlands og Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar og aðrir Grænlandsvinir, að hrinda af stað landssöfnun. Söfnun er einnig hafin í Færeyjum. Fjármunirnir munu renna óskert til uppbyggingarinnar á Grænlandi og þeirra sem eiga um sárt að binda. „Ég held að mikilvægustu skilaboðin sem grænlenska þjóðin getur fengið sé að hún eigi góða nágranna sem bæði hugsa hlýlega til þeirra og styðja þá í verki. Eins og þeir gerðu fyrir okkur þegar snjóflóðin ógurlegu féllu fyrir vestan," segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins.Hjálparstarf kirkjunnar hefur opnað söfnunarreikninginn 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira