Vilja byggja tvo yfirbyggða knattspyrnuvelli í Hafnarfirði Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2017 14:45 Rósa vill byggja yfirbyggða knattspyrnuvelli í Hafnarfirði, tvo frekar en einn. Gert er ráð fyrir 300 til 400 milljónum króna til verkefnisins á næstu fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu sem snýr að viðamikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði. Tillagan gengur út á að reistir verði tveir yfirbyggðir knattspyrnuvellir í fullri stærð, einn á Kaplakrika yfirráðasvæði FH og annar á Ásvöllum hvar Haukar hafa aðsetur. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, sem eru í meirihluta ásamt BF, á frekar von á því en ekki að samþykkt verði að vinna áfram að tillögunni. „Þetta eru metnaðarfull markmið en hófsöm,“ segir Rósa.Bættur fjárhagur bæjarfélagsins Hún segir að samkvæmt tillögunni muni bærinn fara í framkvæmdirnar og eiga mannvirkin. Rósa segir að bæði FH og Haukar hafi sent inn erindi til bæjarins á undanförnum árum og misserum vegna fótboltamannvirkja sem þessara. „FH vantar keppnisgras og vilja fá tjald yfir það, Haukar hafa ekkert yfirbyggt. Við getum gert þetta núna í ljósi bætts fjárhags bæjarfélagsins,“ segir Rósa. „Bærinn fer í uppbygginguna á sínum forsendum, af hófsemi en metnaði fyrir eigin fé, en ekki verða tekin lán fyrir þessum framkvæmdum. Auk þess að greiða niður skuldir eru mörg góð uppbyggingaráform framundan í Hafnarfirði, jafnt varðandi aðstöðu, aðbúnað og þjónustu til íbúanna. Þetta á að vera eitt þeirra og styður vel við áherslur bæjarins um góða aðstöðu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf og heilsueflandi samfélag.“300 til 400 milljónir næstu fjögur árinTillagan sem til stendur að leggja fyrir bæjarstjórn þar sem lagt er til að Hafnarfjarðarbær fjármagni og framkvæmi uppbyggingu aðstöðu til iðkunar knattspyrnu í bæjarfélaginu á árunum 2018-2021. „Byggð verði knatthús að Kaplakrika og á Ásvöllum samkvæmt tillögum Fimleikafélags Hafnarfjarðar og knattspyrnufélagsins Hauka. Gert er ráð fyrir að árlega fari 300-400 milljónir króna af eigin fé sveitarfélagsins, í framkvæmdirnar næstu fjögur árin. Markmiðið er að bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar ungmenna í sveitarfélaginu í takti við áherslur ÍBH, ört vaxandi fjölgun iðkenda og heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar,“ svo vitnað sé beint í tillöguna.Tvö þúsund ungmenni æfa fótbolta í HafnarfirðiÍ greinargerð sem fylgir er þess getið að brýn þörf sé á bættri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á báðum stöðum á veturna. Hátt í tvö þúsund börn og ungmenni æfa knattspyrnu í Hafnarfirði og fer iðkendum ört fjölgandi, bæði vegna fjölgunar íbúa og sífellt vaxandi áhuga á íþróttinni. Þar segir jafnframt: „Góður árangur knattspyrnulandsliðanna undanfarin ár og misseri hefur þar mikil áhrif á. Hafnarfjörður státar almennt af góðri aðstöðu til íþróttaiðkunar. Uppbygging á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar er mikilvægur þáttur í því að efla og styðja við þann uppgang sem blasir við innan íþróttagreinarinnar um land allt. Lagt er til að tillögunni verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2018.“ Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu sem snýr að viðamikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði. Tillagan gengur út á að reistir verði tveir yfirbyggðir knattspyrnuvellir í fullri stærð, einn á Kaplakrika yfirráðasvæði FH og annar á Ásvöllum hvar Haukar hafa aðsetur. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, sem eru í meirihluta ásamt BF, á frekar von á því en ekki að samþykkt verði að vinna áfram að tillögunni. „Þetta eru metnaðarfull markmið en hófsöm,“ segir Rósa.Bættur fjárhagur bæjarfélagsins Hún segir að samkvæmt tillögunni muni bærinn fara í framkvæmdirnar og eiga mannvirkin. Rósa segir að bæði FH og Haukar hafi sent inn erindi til bæjarins á undanförnum árum og misserum vegna fótboltamannvirkja sem þessara. „FH vantar keppnisgras og vilja fá tjald yfir það, Haukar hafa ekkert yfirbyggt. Við getum gert þetta núna í ljósi bætts fjárhags bæjarfélagsins,“ segir Rósa. „Bærinn fer í uppbygginguna á sínum forsendum, af hófsemi en metnaði fyrir eigin fé, en ekki verða tekin lán fyrir þessum framkvæmdum. Auk þess að greiða niður skuldir eru mörg góð uppbyggingaráform framundan í Hafnarfirði, jafnt varðandi aðstöðu, aðbúnað og þjónustu til íbúanna. Þetta á að vera eitt þeirra og styður vel við áherslur bæjarins um góða aðstöðu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf og heilsueflandi samfélag.“300 til 400 milljónir næstu fjögur árinTillagan sem til stendur að leggja fyrir bæjarstjórn þar sem lagt er til að Hafnarfjarðarbær fjármagni og framkvæmi uppbyggingu aðstöðu til iðkunar knattspyrnu í bæjarfélaginu á árunum 2018-2021. „Byggð verði knatthús að Kaplakrika og á Ásvöllum samkvæmt tillögum Fimleikafélags Hafnarfjarðar og knattspyrnufélagsins Hauka. Gert er ráð fyrir að árlega fari 300-400 milljónir króna af eigin fé sveitarfélagsins, í framkvæmdirnar næstu fjögur árin. Markmiðið er að bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar ungmenna í sveitarfélaginu í takti við áherslur ÍBH, ört vaxandi fjölgun iðkenda og heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar,“ svo vitnað sé beint í tillöguna.Tvö þúsund ungmenni æfa fótbolta í HafnarfirðiÍ greinargerð sem fylgir er þess getið að brýn þörf sé á bættri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á báðum stöðum á veturna. Hátt í tvö þúsund börn og ungmenni æfa knattspyrnu í Hafnarfirði og fer iðkendum ört fjölgandi, bæði vegna fjölgunar íbúa og sífellt vaxandi áhuga á íþróttinni. Þar segir jafnframt: „Góður árangur knattspyrnulandsliðanna undanfarin ár og misseri hefur þar mikil áhrif á. Hafnarfjörður státar almennt af góðri aðstöðu til íþróttaiðkunar. Uppbygging á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar er mikilvægur þáttur í því að efla og styðja við þann uppgang sem blasir við innan íþróttagreinarinnar um land allt. Lagt er til að tillögunni verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2018.“
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira