Mamma stærsta fyrirmyndin Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2017 10:00 Ungur Dagur með móður sinni og stærstu fyrirmynd, Bergþóru Jónsdóttur lífefnafræðingi. MYND/ÚR EINKASAFNI Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að koma borgarstjóra Reykvíkinga í heiminn á kvenréttindadaginn 1972. Hann er 45 ára í dag. „Ég á góðan kunningja sem veiktist alvarlega fyrir nokkrum árum. Þegar hann komst að því að ég ætlaði ekki að gera neitt í tilefni afmælisins eitt árið þá húðskammaði hann mig og sagði að maður ætti að fagna hverju einasta ári því maður veit aldrei hversu mörg ár manni eru gefin. Þetta glymur alltaf í eyrunum á mér við afmæli mín,“ segir Dagur sem fæddist í Ósló 19. júní árið 1972. Það sumar voru foreldrar hans enn ógiftir og föður hans var meinað að vera viðstaddur fæðingu sonarins. „Þarna var úr vöndu að ráða en mamma er mikil baráttukona og keppnismanneskja. Hún brá á það ráð að hysja upp um sig í miðri fæðingu og skunda á annan spítala. Það mátti ekki tæpara standa því ég kom í heiminn tíu mínútur í miðnætti á kvenréttindadaginn og það fannst mömmu ekki leiðinlegt, né mér sem hef alltaf verið mjög stoltur af þessu.“ Ekki tók betra við þegar nýfæddur Dagur útskrifaðist af spítalanum í Ósló. „Þá var sagt útilokað að ég yrði skráður Eggertsson heldur yrði ég að vera skráður Jónsdóttir, eins og mamma. Það tók mamma ekki í mál og þar kemur sagan af B-inu því mamma náði því í gegn að ég yrði skráður Bergþóruson í höfuðið á henni. Síðar bættist Eggertsson við og hef ég stoltur borið nöfn beggja foreldra minna síðan, sem og systkini mín og frændfólk sem hefur tekið þetta upp.“ Dagur Bergþóruson Eggertsson er 45 ára í dag. Hann segist óhræddur leggja störf sín í dóm kjósenda þegar kosið verður til borgarstjóra vorið 2018.MYND/ERNIRVel skólaður í jafnrétti Á Kvenréttindadaginn er þess minnst að konur á Íslandi fengu kosningarétt árið 1915. „Ég hef alla tíð verið meðvitaður um þýðingu kvenréttindadagsins og verið rogginn með að eiga hann fyrir afmælisdag. Ég hef verið umvafinn sterkum og sjálfstæðum konum allt mitt líf. Föðuramma mín, Ragnheiður Hulda Þorkelsdóttir, var hjúkrunarstjóri á heilabilunardeild í Hátúni og mögnuð kona. Móðuramma mín, Jóna Bjarnadóttir, 96 ára, er enn á lífi og förum við saman á ættarmót um næstu helgi á fæðingarstað hennar í Bolungarvík. Hún er ein fyrsta grænmetisætan sem ég veit um í Reykjavík, stundaði jóga og fór á hjóli á milli hverfa til að sækja sér grænmeti.“ Móðir Dags er Bergþóra Jónsdóttir lífefnafræðingur og faðir hans Eggert Gunnarsson dýralæknir. „Mamma er stærsta fyrirmynd mín meðal kvenna, með baráttukrafti sínum, seiglu og sterkri réttlætiskennd, og það sama á ég að sækja til pabba sem er einstakur maður. Þau hafa í sínum hjúskap haft jafnrétti að leiðarljósi og þegar mikið var að gera hjá mömmu sá pabbi meira um heimilið og öfugt. Á tímabili var svo mikið annríki hjá mömmu að vinir systkina minna héldu að pabbi væri alltaf með svuntu!“ segir Dagur og skellir upp úr. „Þótt mínu starfi fylgi mikið annríki og margir dagar lendi meira á Örnu, konunni minni, bý ég að þessu uppeldi og þar sem hallar á Örnu þessi árin, á hún inni.“Ingibjörg Sólrún fyrirmyndin Kona sem er Degi hugleikin sem fyrirmynd í embætti er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, einn farsælasti borgarstjóri Reykvíkinga. „Ég fór í pólitík fyrir orð Ingibjargar Sólrúnar. Eitt af því sem hún og Reykjavíkurlistinn gerðu að lykilmáli í pólitík, og sem íhaldskarlar hlógu að árum saman, voru jafnréttismál, leikskólamál og barátta gegn ofbeldi. Það þurfti konur til að breyta þeim málum fyrir alvöru og það er arfur Kvennalistans sem við búum ennþá að. Borgarbúar studdu við þessar áherslur og mér finnst mikilvægt að halda þeim á lofti.“ Konur starfa að stórum hluta fyrir Reykjavíkurborg og segir Dagur jafnréttismál koma við sögu á degi hverjum í embætti borgarstjóra. „Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í jafnréttis- og kvenfrelsismálum í meira en tuttugu ár. Jöfn staða kynjanna er því löngu orðin samofin starfsemi borgarinnar en það þarf þó alltaf að standa vaktina. Við greinum fjárhagsáætlanir með þeim gleraugum og gerum að skilyrði, þegar við styrkjum íþróttafélög eða aðra, að báðum kynjum sé jafnt sinnt og mannréttindi virt.“ Brúa þurfi bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla. „Ég held að fólk átti sig ekki almennt á hvað góðir leikskólar og dagforeldrar eru mikið jafnréttismál, því það varðar alla fjölskylduna, og það er okkar sveitarfélaganna að tryggja örugga og góða dagvistun. Það sama á við um fæðingarorlofið sem þarf að lengja í tólf mánuði á næstu árum og þarna á milli þarf að brúa bilið.“ Kynbundinn launamunur, aukinn hlutur kvenna í toppstöðum atvinnulífsins og kynbundið ofbeldi er líka efst á baugi í huga borgarstjórans. „Þótt fólk tengi kynbundið ofbeldi alla jafnan ekki við jafnréttismál er það svo engu að síður. Það að fleiri slík mál komi upp á yfirborðið nú held ég að skýrist ekki af auknu heimilisofbeldi heldur því átaki sem hleypt hefur verið af stokkunum og að fólk getur betur treyst því að lögregla og stjórnvöld standi með og verji fórnarlömbin.“Býður sig aftur fram 2018 Dagur hefur gegnt embætti borgarstjóra frá 2014 en næstu borgarstjórnarkosningar fara fram næsta vor. „Ég er ákveðinn í að bjóða mig aftur fram og legg óhræddur störf mín í dóm kjósenda. Starfið er áhugavert og fjölbreytt og maður fær tækifæri til að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífsgæði, mannlíf og fjölbreytt atvinnutækifæri.“ Aðspurður segir Dagur borgarbúa taka sér hlýjum örmum, hvar sem hann fer. „Hluti af því sem gefur mér mikið í starfi borgarstjóra er að hitta borgarbúa, sjá spennandi hluti gerast og finna hvað fólk er stolt af því. Það er geysilegur metnaður og framþróun í atvinnulífi Reykvíkinga, skólum, velferðarþjónustunni og hvert sem litið er og forréttindi að fá innsýn í það og taka þátt í því. Umræðan getur verið neikvæð á netinu en veruleikinn tekur henni langt fram og framúrskarandi móttökur sem ég fæ um alla borg hjá Reykvíkingum hvetja mig áfram á hverjum degi.“ Dagur segist ekki geyma læknaslopp í skáp skrifstofu sinnar en hann fór í læknisfræði til að forða sér frá því að fara út í pólitík. „Ég vildi láta gott af mér leiða og mennta mig til starfs sem gengur út á samskipti við fólk, byggir á traustri þekkingu, vísindum og greiningu á vandamálum. Stundum langar mig til baka, læknisfræðin er frábært fag, en ekki á meðan ég á kost á að sinna núverandi starfi. Ég dreg þó ekki dul á að það sé gott fyrir stjórnmálamenn að eiga eitthvað jafn spennandi og áhugavert og læknisfræði að hverfa að, því það er ekki gott að vera í pólitík af því maður hafi ekki að öðru að hverfa. En það á sannarlega ekki við mig.“ Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sjá meira
Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að koma borgarstjóra Reykvíkinga í heiminn á kvenréttindadaginn 1972. Hann er 45 ára í dag. „Ég á góðan kunningja sem veiktist alvarlega fyrir nokkrum árum. Þegar hann komst að því að ég ætlaði ekki að gera neitt í tilefni afmælisins eitt árið þá húðskammaði hann mig og sagði að maður ætti að fagna hverju einasta ári því maður veit aldrei hversu mörg ár manni eru gefin. Þetta glymur alltaf í eyrunum á mér við afmæli mín,“ segir Dagur sem fæddist í Ósló 19. júní árið 1972. Það sumar voru foreldrar hans enn ógiftir og föður hans var meinað að vera viðstaddur fæðingu sonarins. „Þarna var úr vöndu að ráða en mamma er mikil baráttukona og keppnismanneskja. Hún brá á það ráð að hysja upp um sig í miðri fæðingu og skunda á annan spítala. Það mátti ekki tæpara standa því ég kom í heiminn tíu mínútur í miðnætti á kvenréttindadaginn og það fannst mömmu ekki leiðinlegt, né mér sem hef alltaf verið mjög stoltur af þessu.“ Ekki tók betra við þegar nýfæddur Dagur útskrifaðist af spítalanum í Ósló. „Þá var sagt útilokað að ég yrði skráður Eggertsson heldur yrði ég að vera skráður Jónsdóttir, eins og mamma. Það tók mamma ekki í mál og þar kemur sagan af B-inu því mamma náði því í gegn að ég yrði skráður Bergþóruson í höfuðið á henni. Síðar bættist Eggertsson við og hef ég stoltur borið nöfn beggja foreldra minna síðan, sem og systkini mín og frændfólk sem hefur tekið þetta upp.“ Dagur Bergþóruson Eggertsson er 45 ára í dag. Hann segist óhræddur leggja störf sín í dóm kjósenda þegar kosið verður til borgarstjóra vorið 2018.MYND/ERNIRVel skólaður í jafnrétti Á Kvenréttindadaginn er þess minnst að konur á Íslandi fengu kosningarétt árið 1915. „Ég hef alla tíð verið meðvitaður um þýðingu kvenréttindadagsins og verið rogginn með að eiga hann fyrir afmælisdag. Ég hef verið umvafinn sterkum og sjálfstæðum konum allt mitt líf. Föðuramma mín, Ragnheiður Hulda Þorkelsdóttir, var hjúkrunarstjóri á heilabilunardeild í Hátúni og mögnuð kona. Móðuramma mín, Jóna Bjarnadóttir, 96 ára, er enn á lífi og förum við saman á ættarmót um næstu helgi á fæðingarstað hennar í Bolungarvík. Hún er ein fyrsta grænmetisætan sem ég veit um í Reykjavík, stundaði jóga og fór á hjóli á milli hverfa til að sækja sér grænmeti.“ Móðir Dags er Bergþóra Jónsdóttir lífefnafræðingur og faðir hans Eggert Gunnarsson dýralæknir. „Mamma er stærsta fyrirmynd mín meðal kvenna, með baráttukrafti sínum, seiglu og sterkri réttlætiskennd, og það sama á ég að sækja til pabba sem er einstakur maður. Þau hafa í sínum hjúskap haft jafnrétti að leiðarljósi og þegar mikið var að gera hjá mömmu sá pabbi meira um heimilið og öfugt. Á tímabili var svo mikið annríki hjá mömmu að vinir systkina minna héldu að pabbi væri alltaf með svuntu!“ segir Dagur og skellir upp úr. „Þótt mínu starfi fylgi mikið annríki og margir dagar lendi meira á Örnu, konunni minni, bý ég að þessu uppeldi og þar sem hallar á Örnu þessi árin, á hún inni.“Ingibjörg Sólrún fyrirmyndin Kona sem er Degi hugleikin sem fyrirmynd í embætti er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, einn farsælasti borgarstjóri Reykvíkinga. „Ég fór í pólitík fyrir orð Ingibjargar Sólrúnar. Eitt af því sem hún og Reykjavíkurlistinn gerðu að lykilmáli í pólitík, og sem íhaldskarlar hlógu að árum saman, voru jafnréttismál, leikskólamál og barátta gegn ofbeldi. Það þurfti konur til að breyta þeim málum fyrir alvöru og það er arfur Kvennalistans sem við búum ennþá að. Borgarbúar studdu við þessar áherslur og mér finnst mikilvægt að halda þeim á lofti.“ Konur starfa að stórum hluta fyrir Reykjavíkurborg og segir Dagur jafnréttismál koma við sögu á degi hverjum í embætti borgarstjóra. „Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í jafnréttis- og kvenfrelsismálum í meira en tuttugu ár. Jöfn staða kynjanna er því löngu orðin samofin starfsemi borgarinnar en það þarf þó alltaf að standa vaktina. Við greinum fjárhagsáætlanir með þeim gleraugum og gerum að skilyrði, þegar við styrkjum íþróttafélög eða aðra, að báðum kynjum sé jafnt sinnt og mannréttindi virt.“ Brúa þurfi bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla. „Ég held að fólk átti sig ekki almennt á hvað góðir leikskólar og dagforeldrar eru mikið jafnréttismál, því það varðar alla fjölskylduna, og það er okkar sveitarfélaganna að tryggja örugga og góða dagvistun. Það sama á við um fæðingarorlofið sem þarf að lengja í tólf mánuði á næstu árum og þarna á milli þarf að brúa bilið.“ Kynbundinn launamunur, aukinn hlutur kvenna í toppstöðum atvinnulífsins og kynbundið ofbeldi er líka efst á baugi í huga borgarstjórans. „Þótt fólk tengi kynbundið ofbeldi alla jafnan ekki við jafnréttismál er það svo engu að síður. Það að fleiri slík mál komi upp á yfirborðið nú held ég að skýrist ekki af auknu heimilisofbeldi heldur því átaki sem hleypt hefur verið af stokkunum og að fólk getur betur treyst því að lögregla og stjórnvöld standi með og verji fórnarlömbin.“Býður sig aftur fram 2018 Dagur hefur gegnt embætti borgarstjóra frá 2014 en næstu borgarstjórnarkosningar fara fram næsta vor. „Ég er ákveðinn í að bjóða mig aftur fram og legg óhræddur störf mín í dóm kjósenda. Starfið er áhugavert og fjölbreytt og maður fær tækifæri til að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífsgæði, mannlíf og fjölbreytt atvinnutækifæri.“ Aðspurður segir Dagur borgarbúa taka sér hlýjum örmum, hvar sem hann fer. „Hluti af því sem gefur mér mikið í starfi borgarstjóra er að hitta borgarbúa, sjá spennandi hluti gerast og finna hvað fólk er stolt af því. Það er geysilegur metnaður og framþróun í atvinnulífi Reykvíkinga, skólum, velferðarþjónustunni og hvert sem litið er og forréttindi að fá innsýn í það og taka þátt í því. Umræðan getur verið neikvæð á netinu en veruleikinn tekur henni langt fram og framúrskarandi móttökur sem ég fæ um alla borg hjá Reykvíkingum hvetja mig áfram á hverjum degi.“ Dagur segist ekki geyma læknaslopp í skáp skrifstofu sinnar en hann fór í læknisfræði til að forða sér frá því að fara út í pólitík. „Ég vildi láta gott af mér leiða og mennta mig til starfs sem gengur út á samskipti við fólk, byggir á traustri þekkingu, vísindum og greiningu á vandamálum. Stundum langar mig til baka, læknisfræðin er frábært fag, en ekki á meðan ég á kost á að sinna núverandi starfi. Ég dreg þó ekki dul á að það sé gott fyrir stjórnmálamenn að eiga eitthvað jafn spennandi og áhugavert og læknisfræði að hverfa að, því það er ekki gott að vera í pólitík af því maður hafi ekki að öðru að hverfa. En það á sannarlega ekki við mig.“
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sjá meira