Einn látinn og átta slasaðir í London Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. júní 2017 07:08 Frá vettvangi árásarinnar í gær. Vísir/EPA Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. Fjöríutíu og átta ára gamall maður hefur verið handtekinn og samkvæmt vitnum að atburðinum réðust almennir borgarar gegn manninum og yfirbuguðu hann þegar hann reyndi að flýja á hlaupum. Hinn handtekni var fluttur á sjúkrahús þar sem hugsanlegt er að hann hafi slasast. Þá mun hann undirgangast mat geðlæknis. Hann er sagður hafa öskrað ókvæðisorð um múslíma og sagðist vilja drepa þá. Theresa May, forsætisráðherra, segir að lögregla rannsaki nú málið sem mögulegt hryðjuverk. Á blaðamannafundi lögreglunnar nú í morgunsárið kom fram að enginn annar hefði verið í sendiferðabílnum ásamt hinum handtekna. Þá kom jafnframt fram að árásin bæri þess öll merki að um hryðjuverk væri að ræða. Flestir hinna særðu voru að koma frá kvöldbænum í Finsbury Park-moskunni. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, segir að lögregla verði með aukinn viðbúnað í hverfum þar sem mikið er um múslima á næstu dögum. Ráð múslima í Bretlandi hefur sagt að árásin hafi verið innblásin af hræðslu við íslam. Þá hafa forsvarsmenn moskunnar við Finsbury Park kallað eftir því að fólk haldi ró sinni.Uppfært klukkan 07:36.Fylgjast má með beinni útsendingu Sky News í spilaranum hér fyrir neðan og lesa yfirlýsingu lögreglunnar þar fyrir neðan. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. Fjöríutíu og átta ára gamall maður hefur verið handtekinn og samkvæmt vitnum að atburðinum réðust almennir borgarar gegn manninum og yfirbuguðu hann þegar hann reyndi að flýja á hlaupum. Hinn handtekni var fluttur á sjúkrahús þar sem hugsanlegt er að hann hafi slasast. Þá mun hann undirgangast mat geðlæknis. Hann er sagður hafa öskrað ókvæðisorð um múslíma og sagðist vilja drepa þá. Theresa May, forsætisráðherra, segir að lögregla rannsaki nú málið sem mögulegt hryðjuverk. Á blaðamannafundi lögreglunnar nú í morgunsárið kom fram að enginn annar hefði verið í sendiferðabílnum ásamt hinum handtekna. Þá kom jafnframt fram að árásin bæri þess öll merki að um hryðjuverk væri að ræða. Flestir hinna særðu voru að koma frá kvöldbænum í Finsbury Park-moskunni. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, segir að lögregla verði með aukinn viðbúnað í hverfum þar sem mikið er um múslima á næstu dögum. Ráð múslima í Bretlandi hefur sagt að árásin hafi verið innblásin af hræðslu við íslam. Þá hafa forsvarsmenn moskunnar við Finsbury Park kallað eftir því að fólk haldi ró sinni.Uppfært klukkan 07:36.Fylgjast má með beinni útsendingu Sky News í spilaranum hér fyrir neðan og lesa yfirlýsingu lögreglunnar þar fyrir neðan.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30