Fóru fjallabaksleiðina á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. júní 2017 06:00 Íslensku strákarnir fagna sigrinum góða á Úkraínu og sætinu á EM: vísir/anton Strákarnir okkar voru með bakið upp við vegginn í Laugardalshöll. Ég hitti marga stressaða menn fyrir leik sem höfðu miklar áhyggjur af leiknum. Skiljanlega. Spilamennska strákanna í riðlakeppninni hafði verið þannig að áhyggjur voru vel skiljanlegar. Það mátti samt sjá strax í upphafi leiksins að strákarnir ætluðu aldrei að tapa honum. Gríðarlega grimmir og beittir. Skytturnar höfðu talsvert að sanna eftir slakan leik í Tékklandi og þær voru fljótar að svara gagnrýni, sérstaklega Ólafur Guðmundsson sem fór mikinn, og Aron Pálmarsson var í yfirvinnu við að mata félaga sína. Sóknarleikurinn hefur verið mikill hausverkur í riðlakeppninni en hann small loksins almennilega á ögurstundu. „Við gerðum smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sig á myndbandi og hvað þeir voru að gera vitlaust. Þegar þeir fóru að hreyfa sig rétt þá fengum við færin sem við þurftum. Þetta voru svo sem engin geimvísindi,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari. Munurinn var fimm mörk í hálfleik, 18-13, og strákarnir héldu áfram á sömu braut og svo gott sem gengu frá leiknum. Þeir voru farnir að drífa sig um of á kafla og voru næstum búnir að hleypa Úkraínu inn á ný. Geir greip nógu snemma í taumana. Róaði mannskapinn og strákarnir sigldu þessu heim. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við fórum fjallabaksleiðina eins og svo oft áður. Þó svo við höfum trú og heimavöll þá er ekkert gefið í þessu. Það hefði verið martröð að tapa þessu en við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum,“ segir Geir og má vera það enda lífsnauðsynlegt fyrir íslenskan handbolta að halda landsliðinu á stórmótum. Svona sannfærandi sigrar hafa heldur ekki komið á færibandi og ánægjulegt að sjá hvað liðið getur þegar hlutirnir ganga upp. Engu að síður er enginn glæsibragur yfir því hvernig liðið kemst á EM sem besta liðið í þriðja sæti. Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni. „Það hefur heldur betur gefið á bátinn. Það er mikill munur á leik okkar heima og úti. Það er samt orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var mjög dýrmætt fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann að vopni í þessum leik. Að við séum komnir inn á mót í þessum umbreytingum finnst mér stórkostlegt. Það er ekki sjálfgefið,“ segir Geir en liðið vann í andlega þættinum fyrir leikinn er Viðar Halldórsson heimsótti liðið. „Hann kom með fína ræðu og við fórum svolítið í grunninn og gildin. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna menn á þetta,“ segir Geir sem er á leið á EM í fyrsta skipti á ferlinum. „Það var ekki búið að finna upp EM er ég spilaði. Ég er orðinn það gamall,“ sagði þjálfarinn kátur og hló. EM 2018 í handbolta Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Strákarnir okkar voru með bakið upp við vegginn í Laugardalshöll. Ég hitti marga stressaða menn fyrir leik sem höfðu miklar áhyggjur af leiknum. Skiljanlega. Spilamennska strákanna í riðlakeppninni hafði verið þannig að áhyggjur voru vel skiljanlegar. Það mátti samt sjá strax í upphafi leiksins að strákarnir ætluðu aldrei að tapa honum. Gríðarlega grimmir og beittir. Skytturnar höfðu talsvert að sanna eftir slakan leik í Tékklandi og þær voru fljótar að svara gagnrýni, sérstaklega Ólafur Guðmundsson sem fór mikinn, og Aron Pálmarsson var í yfirvinnu við að mata félaga sína. Sóknarleikurinn hefur verið mikill hausverkur í riðlakeppninni en hann small loksins almennilega á ögurstundu. „Við gerðum smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sig á myndbandi og hvað þeir voru að gera vitlaust. Þegar þeir fóru að hreyfa sig rétt þá fengum við færin sem við þurftum. Þetta voru svo sem engin geimvísindi,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari. Munurinn var fimm mörk í hálfleik, 18-13, og strákarnir héldu áfram á sömu braut og svo gott sem gengu frá leiknum. Þeir voru farnir að drífa sig um of á kafla og voru næstum búnir að hleypa Úkraínu inn á ný. Geir greip nógu snemma í taumana. Róaði mannskapinn og strákarnir sigldu þessu heim. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við fórum fjallabaksleiðina eins og svo oft áður. Þó svo við höfum trú og heimavöll þá er ekkert gefið í þessu. Það hefði verið martröð að tapa þessu en við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum,“ segir Geir og má vera það enda lífsnauðsynlegt fyrir íslenskan handbolta að halda landsliðinu á stórmótum. Svona sannfærandi sigrar hafa heldur ekki komið á færibandi og ánægjulegt að sjá hvað liðið getur þegar hlutirnir ganga upp. Engu að síður er enginn glæsibragur yfir því hvernig liðið kemst á EM sem besta liðið í þriðja sæti. Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni. „Það hefur heldur betur gefið á bátinn. Það er mikill munur á leik okkar heima og úti. Það er samt orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var mjög dýrmætt fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann að vopni í þessum leik. Að við séum komnir inn á mót í þessum umbreytingum finnst mér stórkostlegt. Það er ekki sjálfgefið,“ segir Geir en liðið vann í andlega þættinum fyrir leikinn er Viðar Halldórsson heimsótti liðið. „Hann kom með fína ræðu og við fórum svolítið í grunninn og gildin. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna menn á þetta,“ segir Geir sem er á leið á EM í fyrsta skipti á ferlinum. „Það var ekki búið að finna upp EM er ég spilaði. Ég er orðinn það gamall,“ sagði þjálfarinn kátur og hló.
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða