Brask og bakreikningar Oddný G. Harðardóttir skrifar 19. júní 2017 07:00 Bankakerfið verður að geta staðið af sér fjármálaáföll. Framtíðarskipan þess þarf að miða að því að kerfið verði öruggt, skilvirkt og hæfilega umfangsmikið með ódýrri sjálfsagðri þjónustu við fólk og fyrirtæki. Sparifjáreigendur hafa ekki veð í bönkunum en verða að geta treyst því að sparifé þeirra sé öruggt og aðgengilegt til að greiða með regluleg útgjöld. Hér eru innstæður tryggðar að lágmarki um 1,7 milljónir króna. Evróputilskipun frá 2014 hefur ekki enn verið tekin upp hér á landi um mun hærri tryggingu eða 12 milljónir króna. Stjórnvöld hafa hins vegar gefið það út að sparifé landsmanna sé ekki lengur tryggt að fullu og því er staða sparifjáreigenda hér á landi ekki ásættanleg. Í nýlegri skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins fjallar starfshópur um kosti og galla við aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Þar segir að löggjöf þurfi að tryggja að áhætta af fjárfestingarbankastarfsemi skapi ekki kerfisáhættu þannig að innviðum fjármálakerfisins, efnahagskerfinu, almenningi og ríkissjóði stafi hætta af slíkri starfsemi. Ég tel að hagur almennings sé best varinn með því að fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi verði aðskilin með lögum. Fjárfestingarbankar taka áhættu í hagnaðarskyni langt umfram það sem viðskiptabankar gera. Viðskiptabankastarfsemi tekur lágmarksáhættu við ávöxtun sparifjár almennings og sér um nauðsynlega greiðslumiðlun. Sú bankastarfsemi er samfélagslega mikilvæg og ómissandi þjónusta við almenning. Þess vegna hefur bankastarfsemi notið stuðnings ríkisins beint og óbeint. Þegar fjárfestingarbankastarfsemi er blandað saman við nauðsynlega þjónustu við almenning nýtur áhættusækin fjármálastarfsemi stuðnings ríkisins um leið. Sagan sýnir okkur að sú starfsemi ýtir bæði undir græðgi og skammtíma hagsmuni þeirra sem taka mikla áhættu. Ef þessi blöndun viðgengst þá munu braskarar eiga áfram greiðan aðgang og afnot af sparifé almennings. Seðlabankinn á ekki að styðja braskið. Fjárfestar sem njóta alls ávinnings af áhættu ef vel tekst til, eiga líka að bera allan kostnað þegar verr gengur. Honum má ekki velta yfir á almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Bankakerfið verður að geta staðið af sér fjármálaáföll. Framtíðarskipan þess þarf að miða að því að kerfið verði öruggt, skilvirkt og hæfilega umfangsmikið með ódýrri sjálfsagðri þjónustu við fólk og fyrirtæki. Sparifjáreigendur hafa ekki veð í bönkunum en verða að geta treyst því að sparifé þeirra sé öruggt og aðgengilegt til að greiða með regluleg útgjöld. Hér eru innstæður tryggðar að lágmarki um 1,7 milljónir króna. Evróputilskipun frá 2014 hefur ekki enn verið tekin upp hér á landi um mun hærri tryggingu eða 12 milljónir króna. Stjórnvöld hafa hins vegar gefið það út að sparifé landsmanna sé ekki lengur tryggt að fullu og því er staða sparifjáreigenda hér á landi ekki ásættanleg. Í nýlegri skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins fjallar starfshópur um kosti og galla við aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Þar segir að löggjöf þurfi að tryggja að áhætta af fjárfestingarbankastarfsemi skapi ekki kerfisáhættu þannig að innviðum fjármálakerfisins, efnahagskerfinu, almenningi og ríkissjóði stafi hætta af slíkri starfsemi. Ég tel að hagur almennings sé best varinn með því að fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi verði aðskilin með lögum. Fjárfestingarbankar taka áhættu í hagnaðarskyni langt umfram það sem viðskiptabankar gera. Viðskiptabankastarfsemi tekur lágmarksáhættu við ávöxtun sparifjár almennings og sér um nauðsynlega greiðslumiðlun. Sú bankastarfsemi er samfélagslega mikilvæg og ómissandi þjónusta við almenning. Þess vegna hefur bankastarfsemi notið stuðnings ríkisins beint og óbeint. Þegar fjárfestingarbankastarfsemi er blandað saman við nauðsynlega þjónustu við almenning nýtur áhættusækin fjármálastarfsemi stuðnings ríkisins um leið. Sagan sýnir okkur að sú starfsemi ýtir bæði undir græðgi og skammtíma hagsmuni þeirra sem taka mikla áhættu. Ef þessi blöndun viðgengst þá munu braskarar eiga áfram greiðan aðgang og afnot af sparifé almennings. Seðlabankinn á ekki að styðja braskið. Fjárfestar sem njóta alls ávinnings af áhættu ef vel tekst til, eiga líka að bera allan kostnað þegar verr gengur. Honum má ekki velta yfir á almenning.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar