Þetta hús reis fyrir 40% af kostnaði í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2017 20:30 Eftir áratuga ördeyðu í íbúðabyggingum á Vestfjörðum er búið að reisa tvö raðhús á Tálknafirði og taka grunninn að öðrum tveimur. Byggingarkostnaður reyndist vera innan við 40 prósent af því sem er á Reykjavíkursvæðinu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Indriða Indriðason, oddvita og sveitarstjóra Tálknafjarðar. Ný íbúðarhús í þorpum Vestfjarða undanfarinn áratug má líklegast telja á fingrum annarrar handar. Á Hólmavík reis raðhúsalengja fyrir fjórum árum og nú er þessi komin upp á Tálknafirði og búið að steypa sökklana að þeirri næstu. Það er ekki tilviljun að húsin rísi á Tálknafirði. Þar er vagga fiskeldisins á Vestfjörðum. „Það er kannski bara í takt við það sem er að gerast hér á þessu svæði. Það er aukin þörf eftir húsnæði og við sjáum ekkert annað en vænkandi hag hér,” segir Indriði. Það er sveitarfélagið sjálft sem stendur að húsbyggingunni í gegnum eigið fasteignafélag og það er orðið langt síðan síðast reis hér íbúðarhús. „Ég veit að það var hús reist hér í Tálknafirði fyrir einhverjum tólf árum síðan. En þar á undan held ég að menn séu að tala um tuttugu ára eyðimerkurgöngu.”Indriði Indriðason, oddviti og sveitarstjóri Tálknafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Stærðin er miðuð við að húsin geti hentað fjölskyldum. Hvor íbúð er um 130 fermetrar að stærð og með bílskúr. Þá er þetta fyrsta íbúðarhúsið í þorpinu á Tálknafirði sem kynnt er með heitu vatni. Og hér eru ekki íþyngjandi lóðagjöld sem setti byggingarkostnað niður í 280 þúsund krónur á fermetrann. „Ætli hann sé ekki 35 til 40 prósent af því sem hann er á höfuðborgarsvæðinu.” Fyrir vestan þykir mönnum skjóta skökku við að á meðan erlendir fjárfestar eru tilbúnir að hætta milljörðum króna í fiskeldisbyggingar gengur erfiðlega að fá lán til íbúðabygginga í íslenskum lánastofnunum. „Því miður er það bara þannig að trú manna á landsbyggðinni er ekki meiri en svo að lánastofnanir ganga ekki í takt við það sem er að gerast hér. Það er bara svoleiðis,” segir Indriði oddviti. Sýnt var beint frá Tálknafirði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum þegar Arnarlax fékk til landsins nýjan fóðurpramma. Hér má sjá útsendinguna. Tengdar fréttir Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Liðinu að sunnan skyldi mætt með heykvíslum Eftir fimm ára reynslu af einkareknum grunnskóla eru Tálknfirðingar ekki að fara að snúa til baka. Skólastjórinn segir útkomuna betri nemendur. 14. júní 2017 13:15 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Fljúga til Bíldudals frá Norður-Noregi Vegna aukinna umsvifa í laxeldi á Vestfjörðum eru norskar flugvélar farnar að lenda reglulega á Bíldudalsflugvelli. 9. júní 2017 21:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Eftir áratuga ördeyðu í íbúðabyggingum á Vestfjörðum er búið að reisa tvö raðhús á Tálknafirði og taka grunninn að öðrum tveimur. Byggingarkostnaður reyndist vera innan við 40 prósent af því sem er á Reykjavíkursvæðinu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Indriða Indriðason, oddvita og sveitarstjóra Tálknafjarðar. Ný íbúðarhús í þorpum Vestfjarða undanfarinn áratug má líklegast telja á fingrum annarrar handar. Á Hólmavík reis raðhúsalengja fyrir fjórum árum og nú er þessi komin upp á Tálknafirði og búið að steypa sökklana að þeirri næstu. Það er ekki tilviljun að húsin rísi á Tálknafirði. Þar er vagga fiskeldisins á Vestfjörðum. „Það er kannski bara í takt við það sem er að gerast hér á þessu svæði. Það er aukin þörf eftir húsnæði og við sjáum ekkert annað en vænkandi hag hér,” segir Indriði. Það er sveitarfélagið sjálft sem stendur að húsbyggingunni í gegnum eigið fasteignafélag og það er orðið langt síðan síðast reis hér íbúðarhús. „Ég veit að það var hús reist hér í Tálknafirði fyrir einhverjum tólf árum síðan. En þar á undan held ég að menn séu að tala um tuttugu ára eyðimerkurgöngu.”Indriði Indriðason, oddviti og sveitarstjóri Tálknafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Stærðin er miðuð við að húsin geti hentað fjölskyldum. Hvor íbúð er um 130 fermetrar að stærð og með bílskúr. Þá er þetta fyrsta íbúðarhúsið í þorpinu á Tálknafirði sem kynnt er með heitu vatni. Og hér eru ekki íþyngjandi lóðagjöld sem setti byggingarkostnað niður í 280 þúsund krónur á fermetrann. „Ætli hann sé ekki 35 til 40 prósent af því sem hann er á höfuðborgarsvæðinu.” Fyrir vestan þykir mönnum skjóta skökku við að á meðan erlendir fjárfestar eru tilbúnir að hætta milljörðum króna í fiskeldisbyggingar gengur erfiðlega að fá lán til íbúðabygginga í íslenskum lánastofnunum. „Því miður er það bara þannig að trú manna á landsbyggðinni er ekki meiri en svo að lánastofnanir ganga ekki í takt við það sem er að gerast hér. Það er bara svoleiðis,” segir Indriði oddviti. Sýnt var beint frá Tálknafirði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum þegar Arnarlax fékk til landsins nýjan fóðurpramma. Hér má sjá útsendinguna.
Tengdar fréttir Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Liðinu að sunnan skyldi mætt með heykvíslum Eftir fimm ára reynslu af einkareknum grunnskóla eru Tálknfirðingar ekki að fara að snúa til baka. Skólastjórinn segir útkomuna betri nemendur. 14. júní 2017 13:15 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Fljúga til Bíldudals frá Norður-Noregi Vegna aukinna umsvifa í laxeldi á Vestfjörðum eru norskar flugvélar farnar að lenda reglulega á Bíldudalsflugvelli. 9. júní 2017 21:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00
Liðinu að sunnan skyldi mætt með heykvíslum Eftir fimm ára reynslu af einkareknum grunnskóla eru Tálknfirðingar ekki að fara að snúa til baka. Skólastjórinn segir útkomuna betri nemendur. 14. júní 2017 13:15
Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30
Fljúga til Bíldudals frá Norður-Noregi Vegna aukinna umsvifa í laxeldi á Vestfjörðum eru norskar flugvélar farnar að lenda reglulega á Bíldudalsflugvelli. 9. júní 2017 21:00