Rúmlega sextíu látnir í skógareldum í Portúgal: "Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2017 19:15 Á sjöunda tug eru látnir í miðhluta Portúgals af völdum mikilla skógarelda. Talið er að tala látinna komi til með að hækka og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir í landinu. Íslensk kona sem búsett er í Portúgal segir landsmenn harmi slegna. Hún var stödd nálægt svæðinu nokkrum tímum áður en eldurinn kviknaði. Stjórnvöld í Portúgal hafa staðfest að að minnsta kosti 62 hafi farist í miklum skógareldum sem áttu upptök sín í hinu skógivaxna héraði Pedrogade Grande í miðhluta Portúgals í gærkvöldi. Fregnir af fjölda látinna hafa breyst hratt í allan dag en óttast er að tala látinna komi til með að hækka. Þá eru fjölmargir særðir og þeirra á meðal er fjöldi slökkviliðsmanna. Margir hinna látnu brunnu inni í bílum sínum er þeir reyndu að flýja burtu. Meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn að því er segir á vef BBC. Þar segir einnig að skógareldar hafi brotist út á alls sextíu stöðum víðs vegar um landið í nótt en ástandið sé verst inni í miðju landi. Hátt í tvö þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldana síðasta sólarhringinn. Forsætisráðherra landins, Antonio Costa, segir að þetta sé einn mesti harmleikur sem þjóðin hafi upplifað í áraraðir. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Ekki er vitað um upptök eldanna en líklegt þykir að þeir hafi kviknað út frá eldingum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er ekki vitað til að Íslendingar hafi orðið fyrir skaða af völdum eldanna. Ólöf Halla Bjarnadóttir, er búsett í borginni Aveiro í Norður-Portúgal sem er um 100 kílómetrum frá svæðinu þar sem eldarnir kviknuðu. „Það er frekar þungt yfir fólki. Ég var á veitingastað áðan og þar voru sjónvörpin á og allir að horfa. Það er gríðarleg sorg og áfall. Fólk er ennþá að melta þetta og ná þessu. Maður sér það bara á því hvernig fólk labbar að það er þyngra yfir því,“ segir Ólöf Halla. Ólöf Halla útskýrir að skógareldar séu vel þekktir í Portúgal. „ Hér hjá okkur voru í fyrra gríðarlegir skógareldar og við sáum ekki til sólar í tvær þrjár vikur en þetta er bara eitthvað stórkostlega mikið núna og eitthvað sem maður sér ekki fyrir endann á,“ segir Ólöf Halla. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en eldarnir kviknaðu var Ólöf Halla á svæðinu. „Við forum fjölskyldan á leiðinni upp eftir þarna tveimur tímum áður og það var gríðarlega heitt og mikill vindur sem veldur því náttúrlega að eldarnir fara svona. Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar,“ segir Ólöf Halla. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Á sjöunda tug eru látnir í miðhluta Portúgals af völdum mikilla skógarelda. Talið er að tala látinna komi til með að hækka og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir í landinu. Íslensk kona sem búsett er í Portúgal segir landsmenn harmi slegna. Hún var stödd nálægt svæðinu nokkrum tímum áður en eldurinn kviknaði. Stjórnvöld í Portúgal hafa staðfest að að minnsta kosti 62 hafi farist í miklum skógareldum sem áttu upptök sín í hinu skógivaxna héraði Pedrogade Grande í miðhluta Portúgals í gærkvöldi. Fregnir af fjölda látinna hafa breyst hratt í allan dag en óttast er að tala látinna komi til með að hækka. Þá eru fjölmargir særðir og þeirra á meðal er fjöldi slökkviliðsmanna. Margir hinna látnu brunnu inni í bílum sínum er þeir reyndu að flýja burtu. Meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn að því er segir á vef BBC. Þar segir einnig að skógareldar hafi brotist út á alls sextíu stöðum víðs vegar um landið í nótt en ástandið sé verst inni í miðju landi. Hátt í tvö þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldana síðasta sólarhringinn. Forsætisráðherra landins, Antonio Costa, segir að þetta sé einn mesti harmleikur sem þjóðin hafi upplifað í áraraðir. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Ekki er vitað um upptök eldanna en líklegt þykir að þeir hafi kviknað út frá eldingum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er ekki vitað til að Íslendingar hafi orðið fyrir skaða af völdum eldanna. Ólöf Halla Bjarnadóttir, er búsett í borginni Aveiro í Norður-Portúgal sem er um 100 kílómetrum frá svæðinu þar sem eldarnir kviknuðu. „Það er frekar þungt yfir fólki. Ég var á veitingastað áðan og þar voru sjónvörpin á og allir að horfa. Það er gríðarleg sorg og áfall. Fólk er ennþá að melta þetta og ná þessu. Maður sér það bara á því hvernig fólk labbar að það er þyngra yfir því,“ segir Ólöf Halla. Ólöf Halla útskýrir að skógareldar séu vel þekktir í Portúgal. „ Hér hjá okkur voru í fyrra gríðarlegir skógareldar og við sáum ekki til sólar í tvær þrjár vikur en þetta er bara eitthvað stórkostlega mikið núna og eitthvað sem maður sér ekki fyrir endann á,“ segir Ólöf Halla. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en eldarnir kviknaðu var Ólöf Halla á svæðinu. „Við forum fjölskyldan á leiðinni upp eftir þarna tveimur tímum áður og það var gríðarlega heitt og mikill vindur sem veldur því náttúrlega að eldarnir fara svona. Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar,“ segir Ólöf Halla.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent