Lífið

Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta

Atli Ísleifsson skrifar
Gleði og hamingja.
Gleði og hamingja.
Óhætt er að segja að gleðin hafi skinið úr andlitum veislugesta í brúðkaupi Arons Einars Gunnarssonar, fyrirliða karlalandsliðsins í fótbolta, og Kristbjargar Jónasdóttur, afrekskona í fitness, sem fram fór í gær.

Veislugestir voru duglegir að hlaða inn myndum á Instagram undir merkinu #aron17kris.

Mikið stuð var í veislunni sem fór fram eftir athöfnina í Hallgrímskirkju. Kolfinna Von og Rúrik Gíslason voru veislustjórar meðal þeirra sem tróðu upp voru Jökull úr Kaleo, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson auk Emmsjé Gauta sem er góður vinur brúðgumans.

Meðal gesta í veislunni voru landsliðsmennirnir Alfreð Finnbogason, Eiður Smári Guðjohnsen, Gunnleifur Gunnleifsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Kolbeinn Sigþórsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon. Björn Ingi Hrafnsson var á svæðinu og Emmsjé Gauti. 

Kristbjörg og Aron Einar hafa verið í sambandi í rúm fjögur ár og eiga þau soninn Ólíver Breka. Fjölskyldan er búsett í Cardiff í Wales þar sem Aron Einar spilar með liði borgarinnar. Kristbjörg kemur frá Reykjavík en Aron Einar kemur frá Akureyri þar sem hann tók sín fyrstu skref í knattspyrnu.

Sjá má myndir úr veislunni að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.