Útlit fyrir yfirburðasigur En Marche Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júní 2017 12:31 Frakkar ganga til kosninga í síðari umferð þingkosninganna. Vísir/Getty Frakkar ganga nú til kosninga í síðari umferð frönsku þingkosninganna. Skoðanakannanir gefa til kynna yfirburðasigur miðjuflokksins En Marche. Útlit er fyrir að kjörsókn verði minni en í fyrri umferð þingkosninga. Flokkur nýkjörins Frakklandsforseta, Emmanuels Macron er, tæplega ársgamall. Þrátt fyrir ungan aldur hreyfingarinnar hlaut hún 32,32% atkvæða úr fyrri umferð þingkosninganna sem haldnar voru 11. júní síðastliðinn. Flokkurinn hirti atkvæði bæði af hægri og vinstri flokkum. Rótgrónir flokkar í Frakklandi, sem löngum hafa haldið um stjórnartaumana, óttast mjög En Marche með nýkjörinn Frakklandsforseta Emmanuel Macron í broddi fylkingar. Talsmenn flokkanna hafa hvatt kjósendur til þess að fylkja sér á bakvið helstu keppinauta En Marche með það fyrir augum að stemma stigu við samþjöppun valds. Ef marka má skoðanakannanir virðast skilaboðin ekki hafa tilætluð áhrif. Pólitískir álitsgjafar í Frakklandi tala um uppgjöf á meðal þeirra kjósenda sem andsnúnir eru stefnumálum En Marche. Tæplega helmingur flokksmanna En Marche hefur enga þingreynslu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að á meðal En Marche-liða sé fyrrum nautabani, flóttamaður frá Rúanda og stærðfræðingur. Tengdar fréttir Macron kynnti frambjóðendur sína til þings Um fjölbreyttan hóp er að ræða og aðeins 24 þeirra hafa áður setið á þingi en flokkur Macrons, La Republic en Marche, er nýr af nálinni. 12. maí 2017 08:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Frakkar ganga nú til kosninga í síðari umferð frönsku þingkosninganna. Skoðanakannanir gefa til kynna yfirburðasigur miðjuflokksins En Marche. Útlit er fyrir að kjörsókn verði minni en í fyrri umferð þingkosninga. Flokkur nýkjörins Frakklandsforseta, Emmanuels Macron er, tæplega ársgamall. Þrátt fyrir ungan aldur hreyfingarinnar hlaut hún 32,32% atkvæða úr fyrri umferð þingkosninganna sem haldnar voru 11. júní síðastliðinn. Flokkurinn hirti atkvæði bæði af hægri og vinstri flokkum. Rótgrónir flokkar í Frakklandi, sem löngum hafa haldið um stjórnartaumana, óttast mjög En Marche með nýkjörinn Frakklandsforseta Emmanuel Macron í broddi fylkingar. Talsmenn flokkanna hafa hvatt kjósendur til þess að fylkja sér á bakvið helstu keppinauta En Marche með það fyrir augum að stemma stigu við samþjöppun valds. Ef marka má skoðanakannanir virðast skilaboðin ekki hafa tilætluð áhrif. Pólitískir álitsgjafar í Frakklandi tala um uppgjöf á meðal þeirra kjósenda sem andsnúnir eru stefnumálum En Marche. Tæplega helmingur flokksmanna En Marche hefur enga þingreynslu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að á meðal En Marche-liða sé fyrrum nautabani, flóttamaður frá Rúanda og stærðfræðingur.
Tengdar fréttir Macron kynnti frambjóðendur sína til þings Um fjölbreyttan hóp er að ræða og aðeins 24 þeirra hafa áður setið á þingi en flokkur Macrons, La Republic en Marche, er nýr af nálinni. 12. maí 2017 08:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Macron kynnti frambjóðendur sína til þings Um fjölbreyttan hóp er að ræða og aðeins 24 þeirra hafa áður setið á þingi en flokkur Macrons, La Republic en Marche, er nýr af nálinni. 12. maí 2017 08:16