Þurfum að nýta heimavöllinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2017 06:00 Kári Kristján Kristjánsson og Aron Pálmarsson liðka sig á æfingunni í Laugardalshöllinni í gær. vísir/anton Þrátt fyrir slæmt tap fyrir Tékkum á miðvikudaginn er staða Íslendinga í undankeppni EM 2018 ekki verri en svo að sigur á Úkraínumönnum í Laugardalshöllinni annað kvöld fleytir liðinu inn í lokakeppnina í Króatíu. Ísland hefur tekið þátt í öllum Evrópumótum frá því í Króatíu árið 2000 og strákarnir okkar hafa væntanlega engan áhuga á að breyta út af þeim vana. „Uppleggið er alltaf það sama, þetta gengur út á að vinna. Það er mikilvægt að við komum tilbúnir til leiks. Við erum að spila á heimavelli og þurfum að nýta okkur það og vonandi fáum við fulla höll og góða stemningu. Við gefum allt í verkefnið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið í gær.Enn möguleiki á 2. sætinu Vinni Ísland leikinn á morgun fer það áfram sem það lið sem er með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni. Möguleikinn á að ná 2. sætinu í riðlinum er líka enn til staðar. Til að það gangi eftir þarf Ísland að sjálfsögðu að vinna og treysta á að Tékkland vinni Makedóníu í Skopje á sama tíma. Líkurnar eru íslenska liðinu þó ekki í hag því Makedóníumenn eru afar erfiðir heim að sækja og þá hefur ekki enn unnist útisigur í riðlinum. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu ytra, 27-25. Þótt úkraínska liðið sé ekki beint stjörnum prýtt er það sýnd veiði en ekki gefin. „Úrslitin í riðlinum tala sínu máli. Fyrirfram voru þeir taldir veikasta liðið í riðlinum en eins og komið hefur í ljós er það langt því frá,“ sagði Geir um Úkraínumenn sem spila frekar gamaldags handbolta. „Sumir myndu segja að þeir spili ekki nútíma handbolta en hver getur leyft sér að segja hvað það er ef það virkar. Þetta er gamli rússneski skólinn og hann var heldur betur góður hérna áður fyrr og margt sem virkar enn í dag. Þeir eru með öflugan markvörð og þeir eru stórir og þungir og þetta er mjög líkamlega krefjandi verkefni.“ Eftir að hafa spilað góðan sóknarleik í sigrinum á Makedóníu, 30-29, á heimavelli í byrjun maí var íslenska sóknin í tómu tjóni lengst af gegn Tékklandi. Íslendingar voru reyndar ekki með marga tapaða bolta en flæðið í leik liðsins var lítið framan af og þá fór það illa með dauðafærin.Þurfa að fjölda sendingunum „Við þurfum að fjölga sendingum,“ sagði Geir um hvað þyrfti að bæta í sóknarleik Íslands. „Við tókum of mörg 50-50 tækifæri. Við vorum að skoða leikinn áðan og í hvert skipti sem við fjölguðum sendingum endaði það yfirleitt með góðu færi eða marki. Svo þurfum við smá hraðabreytingu þegar við setjum okkar aðgerðir í gang.“Gengið vel að vinna með 5-1 Varnarleikur íslenska liðsins hefur að mestu verið góður í undankeppninni. Í síðustu tveimur leikjum, gegn Makedóníu og Tékklandi, hefur Geir skipt yfir í 5-1 vörn sem hefur gefið góða raun. En kemur til greina að byrja leikinn á morgun með þá vörn? „Það gæti alveg verið pæling. Við getum allavega verið fljótir að breyta yfir í hana. Það hefur gengið vel að vinna með hana. Við erum með þrista, Bjarki [Má Gunnarsson] og Ólaf [Guðmundsson], sem ná vel saman og bakverðirnir hafa komið vel inn í þetta,“ sagði Geir. Þjálfarinn kallaði línumanninn Atla Ævar Ingólfsson og markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson inn í æfingahópinn fyrir leikinn á morgun. Alls tóku 19 leikmenn þátt á æfingunni í gær. Geir segist ekki vera búinn að ákveða hvaða 16 leikmenn verði á skýrslu annað kvöld. „Ég get ekki svarað því á þessari stundu. Við tókum Atla inn vegna meiðslanna sem Arnar Freyr [Arnarsson] lenti í. Við tókum Ágúst inn á æfingar og vorum pínulítið að verðlauna hann fyrir góða frammistöðu á Noregsmótinu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira
Þrátt fyrir slæmt tap fyrir Tékkum á miðvikudaginn er staða Íslendinga í undankeppni EM 2018 ekki verri en svo að sigur á Úkraínumönnum í Laugardalshöllinni annað kvöld fleytir liðinu inn í lokakeppnina í Króatíu. Ísland hefur tekið þátt í öllum Evrópumótum frá því í Króatíu árið 2000 og strákarnir okkar hafa væntanlega engan áhuga á að breyta út af þeim vana. „Uppleggið er alltaf það sama, þetta gengur út á að vinna. Það er mikilvægt að við komum tilbúnir til leiks. Við erum að spila á heimavelli og þurfum að nýta okkur það og vonandi fáum við fulla höll og góða stemningu. Við gefum allt í verkefnið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið í gær.Enn möguleiki á 2. sætinu Vinni Ísland leikinn á morgun fer það áfram sem það lið sem er með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni. Möguleikinn á að ná 2. sætinu í riðlinum er líka enn til staðar. Til að það gangi eftir þarf Ísland að sjálfsögðu að vinna og treysta á að Tékkland vinni Makedóníu í Skopje á sama tíma. Líkurnar eru íslenska liðinu þó ekki í hag því Makedóníumenn eru afar erfiðir heim að sækja og þá hefur ekki enn unnist útisigur í riðlinum. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu ytra, 27-25. Þótt úkraínska liðið sé ekki beint stjörnum prýtt er það sýnd veiði en ekki gefin. „Úrslitin í riðlinum tala sínu máli. Fyrirfram voru þeir taldir veikasta liðið í riðlinum en eins og komið hefur í ljós er það langt því frá,“ sagði Geir um Úkraínumenn sem spila frekar gamaldags handbolta. „Sumir myndu segja að þeir spili ekki nútíma handbolta en hver getur leyft sér að segja hvað það er ef það virkar. Þetta er gamli rússneski skólinn og hann var heldur betur góður hérna áður fyrr og margt sem virkar enn í dag. Þeir eru með öflugan markvörð og þeir eru stórir og þungir og þetta er mjög líkamlega krefjandi verkefni.“ Eftir að hafa spilað góðan sóknarleik í sigrinum á Makedóníu, 30-29, á heimavelli í byrjun maí var íslenska sóknin í tómu tjóni lengst af gegn Tékklandi. Íslendingar voru reyndar ekki með marga tapaða bolta en flæðið í leik liðsins var lítið framan af og þá fór það illa með dauðafærin.Þurfa að fjölda sendingunum „Við þurfum að fjölga sendingum,“ sagði Geir um hvað þyrfti að bæta í sóknarleik Íslands. „Við tókum of mörg 50-50 tækifæri. Við vorum að skoða leikinn áðan og í hvert skipti sem við fjölguðum sendingum endaði það yfirleitt með góðu færi eða marki. Svo þurfum við smá hraðabreytingu þegar við setjum okkar aðgerðir í gang.“Gengið vel að vinna með 5-1 Varnarleikur íslenska liðsins hefur að mestu verið góður í undankeppninni. Í síðustu tveimur leikjum, gegn Makedóníu og Tékklandi, hefur Geir skipt yfir í 5-1 vörn sem hefur gefið góða raun. En kemur til greina að byrja leikinn á morgun með þá vörn? „Það gæti alveg verið pæling. Við getum allavega verið fljótir að breyta yfir í hana. Það hefur gengið vel að vinna með hana. Við erum með þrista, Bjarki [Má Gunnarsson] og Ólaf [Guðmundsson], sem ná vel saman og bakverðirnir hafa komið vel inn í þetta,“ sagði Geir. Þjálfarinn kallaði línumanninn Atla Ævar Ingólfsson og markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson inn í æfingahópinn fyrir leikinn á morgun. Alls tóku 19 leikmenn þátt á æfingunni í gær. Geir segist ekki vera búinn að ákveða hvaða 16 leikmenn verði á skýrslu annað kvöld. „Ég get ekki svarað því á þessari stundu. Við tókum Atla inn vegna meiðslanna sem Arnar Freyr [Arnarsson] lenti í. Við tókum Ágúst inn á æfingar og vorum pínulítið að verðlauna hann fyrir góða frammistöðu á Noregsmótinu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira