Þurfum að nýta heimavöllinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2017 06:00 Kári Kristján Kristjánsson og Aron Pálmarsson liðka sig á æfingunni í Laugardalshöllinni í gær. vísir/anton Þrátt fyrir slæmt tap fyrir Tékkum á miðvikudaginn er staða Íslendinga í undankeppni EM 2018 ekki verri en svo að sigur á Úkraínumönnum í Laugardalshöllinni annað kvöld fleytir liðinu inn í lokakeppnina í Króatíu. Ísland hefur tekið þátt í öllum Evrópumótum frá því í Króatíu árið 2000 og strákarnir okkar hafa væntanlega engan áhuga á að breyta út af þeim vana. „Uppleggið er alltaf það sama, þetta gengur út á að vinna. Það er mikilvægt að við komum tilbúnir til leiks. Við erum að spila á heimavelli og þurfum að nýta okkur það og vonandi fáum við fulla höll og góða stemningu. Við gefum allt í verkefnið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið í gær.Enn möguleiki á 2. sætinu Vinni Ísland leikinn á morgun fer það áfram sem það lið sem er með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni. Möguleikinn á að ná 2. sætinu í riðlinum er líka enn til staðar. Til að það gangi eftir þarf Ísland að sjálfsögðu að vinna og treysta á að Tékkland vinni Makedóníu í Skopje á sama tíma. Líkurnar eru íslenska liðinu þó ekki í hag því Makedóníumenn eru afar erfiðir heim að sækja og þá hefur ekki enn unnist útisigur í riðlinum. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu ytra, 27-25. Þótt úkraínska liðið sé ekki beint stjörnum prýtt er það sýnd veiði en ekki gefin. „Úrslitin í riðlinum tala sínu máli. Fyrirfram voru þeir taldir veikasta liðið í riðlinum en eins og komið hefur í ljós er það langt því frá,“ sagði Geir um Úkraínumenn sem spila frekar gamaldags handbolta. „Sumir myndu segja að þeir spili ekki nútíma handbolta en hver getur leyft sér að segja hvað það er ef það virkar. Þetta er gamli rússneski skólinn og hann var heldur betur góður hérna áður fyrr og margt sem virkar enn í dag. Þeir eru með öflugan markvörð og þeir eru stórir og þungir og þetta er mjög líkamlega krefjandi verkefni.“ Eftir að hafa spilað góðan sóknarleik í sigrinum á Makedóníu, 30-29, á heimavelli í byrjun maí var íslenska sóknin í tómu tjóni lengst af gegn Tékklandi. Íslendingar voru reyndar ekki með marga tapaða bolta en flæðið í leik liðsins var lítið framan af og þá fór það illa með dauðafærin.Þurfa að fjölda sendingunum „Við þurfum að fjölga sendingum,“ sagði Geir um hvað þyrfti að bæta í sóknarleik Íslands. „Við tókum of mörg 50-50 tækifæri. Við vorum að skoða leikinn áðan og í hvert skipti sem við fjölguðum sendingum endaði það yfirleitt með góðu færi eða marki. Svo þurfum við smá hraðabreytingu þegar við setjum okkar aðgerðir í gang.“Gengið vel að vinna með 5-1 Varnarleikur íslenska liðsins hefur að mestu verið góður í undankeppninni. Í síðustu tveimur leikjum, gegn Makedóníu og Tékklandi, hefur Geir skipt yfir í 5-1 vörn sem hefur gefið góða raun. En kemur til greina að byrja leikinn á morgun með þá vörn? „Það gæti alveg verið pæling. Við getum allavega verið fljótir að breyta yfir í hana. Það hefur gengið vel að vinna með hana. Við erum með þrista, Bjarki [Má Gunnarsson] og Ólaf [Guðmundsson], sem ná vel saman og bakverðirnir hafa komið vel inn í þetta,“ sagði Geir. Þjálfarinn kallaði línumanninn Atla Ævar Ingólfsson og markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson inn í æfingahópinn fyrir leikinn á morgun. Alls tóku 19 leikmenn þátt á æfingunni í gær. Geir segist ekki vera búinn að ákveða hvaða 16 leikmenn verði á skýrslu annað kvöld. „Ég get ekki svarað því á þessari stundu. Við tókum Atla inn vegna meiðslanna sem Arnar Freyr [Arnarsson] lenti í. Við tókum Ágúst inn á æfingar og vorum pínulítið að verðlauna hann fyrir góða frammistöðu á Noregsmótinu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Þrátt fyrir slæmt tap fyrir Tékkum á miðvikudaginn er staða Íslendinga í undankeppni EM 2018 ekki verri en svo að sigur á Úkraínumönnum í Laugardalshöllinni annað kvöld fleytir liðinu inn í lokakeppnina í Króatíu. Ísland hefur tekið þátt í öllum Evrópumótum frá því í Króatíu árið 2000 og strákarnir okkar hafa væntanlega engan áhuga á að breyta út af þeim vana. „Uppleggið er alltaf það sama, þetta gengur út á að vinna. Það er mikilvægt að við komum tilbúnir til leiks. Við erum að spila á heimavelli og þurfum að nýta okkur það og vonandi fáum við fulla höll og góða stemningu. Við gefum allt í verkefnið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið í gær.Enn möguleiki á 2. sætinu Vinni Ísland leikinn á morgun fer það áfram sem það lið sem er með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni. Möguleikinn á að ná 2. sætinu í riðlinum er líka enn til staðar. Til að það gangi eftir þarf Ísland að sjálfsögðu að vinna og treysta á að Tékkland vinni Makedóníu í Skopje á sama tíma. Líkurnar eru íslenska liðinu þó ekki í hag því Makedóníumenn eru afar erfiðir heim að sækja og þá hefur ekki enn unnist útisigur í riðlinum. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu ytra, 27-25. Þótt úkraínska liðið sé ekki beint stjörnum prýtt er það sýnd veiði en ekki gefin. „Úrslitin í riðlinum tala sínu máli. Fyrirfram voru þeir taldir veikasta liðið í riðlinum en eins og komið hefur í ljós er það langt því frá,“ sagði Geir um Úkraínumenn sem spila frekar gamaldags handbolta. „Sumir myndu segja að þeir spili ekki nútíma handbolta en hver getur leyft sér að segja hvað það er ef það virkar. Þetta er gamli rússneski skólinn og hann var heldur betur góður hérna áður fyrr og margt sem virkar enn í dag. Þeir eru með öflugan markvörð og þeir eru stórir og þungir og þetta er mjög líkamlega krefjandi verkefni.“ Eftir að hafa spilað góðan sóknarleik í sigrinum á Makedóníu, 30-29, á heimavelli í byrjun maí var íslenska sóknin í tómu tjóni lengst af gegn Tékklandi. Íslendingar voru reyndar ekki með marga tapaða bolta en flæðið í leik liðsins var lítið framan af og þá fór það illa með dauðafærin.Þurfa að fjölda sendingunum „Við þurfum að fjölga sendingum,“ sagði Geir um hvað þyrfti að bæta í sóknarleik Íslands. „Við tókum of mörg 50-50 tækifæri. Við vorum að skoða leikinn áðan og í hvert skipti sem við fjölguðum sendingum endaði það yfirleitt með góðu færi eða marki. Svo þurfum við smá hraðabreytingu þegar við setjum okkar aðgerðir í gang.“Gengið vel að vinna með 5-1 Varnarleikur íslenska liðsins hefur að mestu verið góður í undankeppninni. Í síðustu tveimur leikjum, gegn Makedóníu og Tékklandi, hefur Geir skipt yfir í 5-1 vörn sem hefur gefið góða raun. En kemur til greina að byrja leikinn á morgun með þá vörn? „Það gæti alveg verið pæling. Við getum allavega verið fljótir að breyta yfir í hana. Það hefur gengið vel að vinna með hana. Við erum með þrista, Bjarki [Má Gunnarsson] og Ólaf [Guðmundsson], sem ná vel saman og bakverðirnir hafa komið vel inn í þetta,“ sagði Geir. Þjálfarinn kallaði línumanninn Atla Ævar Ingólfsson og markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson inn í æfingahópinn fyrir leikinn á morgun. Alls tóku 19 leikmenn þátt á æfingunni í gær. Geir segist ekki vera búinn að ákveða hvaða 16 leikmenn verði á skýrslu annað kvöld. „Ég get ekki svarað því á þessari stundu. Við tókum Atla inn vegna meiðslanna sem Arnar Freyr [Arnarsson] lenti í. Við tókum Ágúst inn á æfingar og vorum pínulítið að verðlauna hann fyrir góða frammistöðu á Noregsmótinu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira