Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2017 19:00 Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í 1á1 sem verður sýndur á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld. Glódís er lykilmaður í liði Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni en þangað fór hún eftir að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul hefur hún verið í landsliðinu í fimm ár. Gríðarlegur munur er á launum karla og kvenna í fótbolta en Glódís er sátt með sitt í bili. „Eins og er þá fæ ég nóg til að lifa af en auðvitað væri gaman safna í bankann og kaupa sér íbúð eða eitthvað þannig. Það væri ótrúlega gaman en kannski kemur það með næsta skrefi. Eins og er þá hef ég nóg á milli handanna til að lifa góðu lífi,“ segir Glódís Perla sem svekkir sig ekki á launamuninum í fótboltaheiminum. „Maður hugsar þetta oft en þetta er ekkert sem maður getur látið fara í taugarnar á sér. Við, sem kvenmenn, verðum að sýna að við eigum að vera á sama stigi hvað varðar áhuga og pening.“ „Þetta hefur tekið framförum undanfarið og verður betra með tímanum. Við græðum ekkert á því að væla og svekkja okkur á þessu. Við verðum bara að sýna hvað við getum inn á vellinum og það mun vonandi skila sér einhverntíma.“ „Við fáum örugglega aldrei jafnmikið og strákarnir en vonandi eitthvað meira. Ég veit að í Frakklandi og Þýskalandi eru hærri upphæðir í boði fyrir góða leikmenn þannig þetta er að koma. Það er samt enn þá mjög langt í land,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Sjáðu allt viðtalið í 1á1 á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í 1á1 sem verður sýndur á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld. Glódís er lykilmaður í liði Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni en þangað fór hún eftir að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul hefur hún verið í landsliðinu í fimm ár. Gríðarlegur munur er á launum karla og kvenna í fótbolta en Glódís er sátt með sitt í bili. „Eins og er þá fæ ég nóg til að lifa af en auðvitað væri gaman safna í bankann og kaupa sér íbúð eða eitthvað þannig. Það væri ótrúlega gaman en kannski kemur það með næsta skrefi. Eins og er þá hef ég nóg á milli handanna til að lifa góðu lífi,“ segir Glódís Perla sem svekkir sig ekki á launamuninum í fótboltaheiminum. „Maður hugsar þetta oft en þetta er ekkert sem maður getur látið fara í taugarnar á sér. Við, sem kvenmenn, verðum að sýna að við eigum að vera á sama stigi hvað varðar áhuga og pening.“ „Þetta hefur tekið framförum undanfarið og verður betra með tímanum. Við græðum ekkert á því að væla og svekkja okkur á þessu. Við verðum bara að sýna hvað við getum inn á vellinum og það mun vonandi skila sér einhverntíma.“ „Við fáum örugglega aldrei jafnmikið og strákarnir en vonandi eitthvað meira. Ég veit að í Frakklandi og Þýskalandi eru hærri upphæðir í boði fyrir góða leikmenn þannig þetta er að koma. Það er samt enn þá mjög langt í land,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Sjáðu allt viðtalið í 1á1 á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira