Ákvörðun Ríkislögreglustjóra byggð á upplýsingum sem erfitt er að fjalla um 16. júní 2017 18:45 Borgarstjóri og þingmaður Vinstri grænna segjast ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því hvers vegna sérsveitarmenn þurfi að hafa vopnin sýnileg á viðburðum í sumar. Ríkislögreglustjóri fundaði með Allsherjarnefnd Alþingis í dag en boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun vegna ákvörðunarinnar. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis klukkan níu í morgun vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn beri sýnilega skotvopn á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman í sumar. Þá var einnig til umræðu aukinn viðbúnaður almennrar löggæslu við sömu aðstæður. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, voru einnig boðuð til fundarins en þau hafa bæði gagnrýnt að borgaryfirvöld hafi ekki verið látin vita fyrir fram af ákvörðun Ríkislögreglustjóra. Eftir fundinn sagði Dagur enn ekki hafa skilning á ákvörðun Ríkislögreglustjóra. „Þarna kom þó fram að á hverjum tíma gæti lögreglan verið með upplýsingar sem hún gæti ekki deilt með öðrum og ég held að þessar umræður og þetta mál í heild sinni undirstriki að við þurfum að bæta samráðið og ferlana,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að loknum fundi í morgun. Dagur sagði að það væri breið samstaða um það að Ísland sé vopnlaust land og að yfirbragð almennrar löggæslu eigi að vera sýnilegt og vopnlaust en hitt eigi að heyra til algera undantekninga og þurfi að styðjast við sérstök rök. „Ég held að okkur hafi nú tekist bærilega upp við það að upplýsa, ég er ekki viss um að allir séu kannski sammála um það, en við fórum yfir rökin fyrir því að við erum með þessar ráðstafanir, tímabundið núna í sumar,“ sagði Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Haraldur segir að ákvörðun Ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð eftir verslunarmannahelgi en þá verði hættumat greiningardeildar embættisins endurskoðað. Hættumatið sem unnið var fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna viðburða í borginni í sumar hafi kallað á þessar aðgerðir. „Og hún er líka byggð á upplýsingum sem að við eigum erfitt með að fjalla um,“ segir Haraldur. Haraldur segir þó að megin ástæðan fyrir þessari ákvörðun hafi verið sú hryðjuverkaógn sem vofir yfir Evrópu og þeir hræðilegu atburði sem hafa átt sér stað á nágrannalöndunum að undanförnu. Hann ítrekar að embætti ríkislögreglustjóra búi ekki yfir upplýsingum um að hér á landi sé í undirbúningi ódæðisverk. „Ef að það væri þámyndum við greina frá því. Við viljum hafa varann á okkur og gera það sem við getum til þess að tryggja öryggi almennings því að sjálfsögðu er það hlutverk lögreglunnar,“ segir Haraldur. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna óskaði eftir fundi nefndarinnar með Ríkislögreglustjóra í dag en eftir hann segist Andrés enn ekki hafa fulla skilning á ákvörðun Ríkislögreglustjóra. „Ég er enn þá pínulítið að klóra mér í kollinum. Ég sé ekki til dæmis afhverju ekki myndi duga að hafa þessa vopnuðu sérsveitarmenn bara til taks, ekki á hátíðarsvæðinu heldur bara í sendibíl til hliðar,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17 Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21 Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Fleiri í stöðugu eftirliti lögreglunnar Vopnuð sérsveit verður áfram á fjölmennum viðburðum þar til annað verður ákveðið að sögn Ríkislögreglustjóra. Hann segir að fjölgað hafi á lista yfirvalda yfir vaktaða einstaklinga. 13. júní 2017 19:45 Borgarstjóri ekki látinn vita af vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segist ekki hafa verið látinn vita af áætlunum lögreglunnar um vopnaburð á fjöldasamkomum í sumar. 14. júní 2017 19:30 Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Borgarstjóri og þingmaður Vinstri grænna segjast ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því hvers vegna sérsveitarmenn þurfi að hafa vopnin sýnileg á viðburðum í sumar. Ríkislögreglustjóri fundaði með Allsherjarnefnd Alþingis í dag en boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun vegna ákvörðunarinnar. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis klukkan níu í morgun vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn beri sýnilega skotvopn á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman í sumar. Þá var einnig til umræðu aukinn viðbúnaður almennrar löggæslu við sömu aðstæður. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, voru einnig boðuð til fundarins en þau hafa bæði gagnrýnt að borgaryfirvöld hafi ekki verið látin vita fyrir fram af ákvörðun Ríkislögreglustjóra. Eftir fundinn sagði Dagur enn ekki hafa skilning á ákvörðun Ríkislögreglustjóra. „Þarna kom þó fram að á hverjum tíma gæti lögreglan verið með upplýsingar sem hún gæti ekki deilt með öðrum og ég held að þessar umræður og þetta mál í heild sinni undirstriki að við þurfum að bæta samráðið og ferlana,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að loknum fundi í morgun. Dagur sagði að það væri breið samstaða um það að Ísland sé vopnlaust land og að yfirbragð almennrar löggæslu eigi að vera sýnilegt og vopnlaust en hitt eigi að heyra til algera undantekninga og þurfi að styðjast við sérstök rök. „Ég held að okkur hafi nú tekist bærilega upp við það að upplýsa, ég er ekki viss um að allir séu kannski sammála um það, en við fórum yfir rökin fyrir því að við erum með þessar ráðstafanir, tímabundið núna í sumar,“ sagði Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Haraldur segir að ákvörðun Ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð eftir verslunarmannahelgi en þá verði hættumat greiningardeildar embættisins endurskoðað. Hættumatið sem unnið var fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna viðburða í borginni í sumar hafi kallað á þessar aðgerðir. „Og hún er líka byggð á upplýsingum sem að við eigum erfitt með að fjalla um,“ segir Haraldur. Haraldur segir þó að megin ástæðan fyrir þessari ákvörðun hafi verið sú hryðjuverkaógn sem vofir yfir Evrópu og þeir hræðilegu atburði sem hafa átt sér stað á nágrannalöndunum að undanförnu. Hann ítrekar að embætti ríkislögreglustjóra búi ekki yfir upplýsingum um að hér á landi sé í undirbúningi ódæðisverk. „Ef að það væri þámyndum við greina frá því. Við viljum hafa varann á okkur og gera það sem við getum til þess að tryggja öryggi almennings því að sjálfsögðu er það hlutverk lögreglunnar,“ segir Haraldur. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna óskaði eftir fundi nefndarinnar með Ríkislögreglustjóra í dag en eftir hann segist Andrés enn ekki hafa fulla skilning á ákvörðun Ríkislögreglustjóra. „Ég er enn þá pínulítið að klóra mér í kollinum. Ég sé ekki til dæmis afhverju ekki myndi duga að hafa þessa vopnuðu sérsveitarmenn bara til taks, ekki á hátíðarsvæðinu heldur bara í sendibíl til hliðar,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17 Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21 Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Fleiri í stöðugu eftirliti lögreglunnar Vopnuð sérsveit verður áfram á fjölmennum viðburðum þar til annað verður ákveðið að sögn Ríkislögreglustjóra. Hann segir að fjölgað hafi á lista yfirvalda yfir vaktaða einstaklinga. 13. júní 2017 19:45 Borgarstjóri ekki látinn vita af vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segist ekki hafa verið látinn vita af áætlunum lögreglunnar um vopnaburð á fjöldasamkomum í sumar. 14. júní 2017 19:30 Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17
Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46
Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21
Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13
Fleiri í stöðugu eftirliti lögreglunnar Vopnuð sérsveit verður áfram á fjölmennum viðburðum þar til annað verður ákveðið að sögn Ríkislögreglustjóra. Hann segir að fjölgað hafi á lista yfirvalda yfir vaktaða einstaklinga. 13. júní 2017 19:45
Borgarstjóri ekki látinn vita af vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segist ekki hafa verið látinn vita af áætlunum lögreglunnar um vopnaburð á fjöldasamkomum í sumar. 14. júní 2017 19:30
Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00